Snillingar útum allt – II.hluti…

…og enn tökum við á móti góðum gestum,
 fáum tækifæri til þess að dásama og dást af fallegum, kózý hlutum!

  Bjóðum núna Önnu Siggu og Helgu Rún velkomnar….
****
 Sæl 

Ég ákvað að senda þér kósy myndir sem voru nú alveg nauðsynlegar …. eftir jólin 🙂

Svona var þetta alveg fyrst eftir jólin … jólin mín voru ekki alveg komin ofan í kassa þannig kertastjakarnir fengu að standa pínu lengur. 

Svo fóru stjakarnir í kassa og Mosi var færður frá “arinhillunni” yfir á sjonvarpsborðsbakkann 🙂 bara lukkuleg með þetta 🙂  

FYRIR:

Því miður er þetta eina myndin sem ég á af gamla veggnum en það sést að það var mjög mikið að gerast á honum 🙂þurfti meiri ró, hann var samt skemmtilegur fyrir gestkomandi 🙂  🙂 Ég notaði suma af þessum römmum og málaði þá hvíta,til að nota á “nýja vegginn” mesti kostnaðurinn var málinginn á vegginn og útprentun á myndum (gerði það heima)  sem þurftu að vera allar brúntóna.

  

EFTIR:Ég man eftir því að hafa spurt þig um “fræga” grá-brúna-tóna litinn allir vilja fá 😀Ég fékk ekki nákvæmlega sama litinn, en mjög nálægt og málaði einn vegg og breytingin var töluverð 🙂

Kistuna átti ég en hún var alltaf í forstofunni, flutti hana inn í íbúð. Er miklu sáttari við vegginn 🙂

Þetta er sem sagt “arinhillan mín”


þú notar það sem þú vilt af  þessu eða ekkert 😉
bestu kveðjur

Anna Sigga norðlingur.

*****


Sæl Dossa

 Ég vil byrja á að þakka þér fyrir gott blogg, búin að fá mikinn innblástur þaðan í gegnum tíðina. Eftir mikla umhugsun ákvað ég að deila með þér herbergi dóttur minnar. Efast um að ég hefði dúllað svona mikið við það ef ég hefði ekki fyllst framkvæmdagleði yfir að sjá hvað þú hefur gert barnaherbergin flott. Herbergið er ennþá í ferli, ætla að mála gólflistana og gluggabekkinn hvítan. Hér á eftir kemur svo útlistun á hverri mynd:

#1 – Ég fékk hugmyndina um að setja myndahillurnar fyrir bækurnar frá þér. Algjör snilld því herbergið er mjög lítið og þetta sparar mikið pláss. Skvísan er tveggja ára og ég ákvað að hafa veggina fjólubláa. Ég átti dökkfjólubláa málningu og blandaði henni við hvíta, en ég fór aðeins fram úr mér í því og mér fannst liturinn verða of dökkur…

 #2 – … þannig að ég greip til þess ráðs að mála hvítar rendur á veggina sem létti helling á. Expedit hillan góða stendur fyrir sínu, alveg ótrúlegt hvað maður getur komið mikið að dóti fyrir í kössunum. Fiðrildin sem sést glitta í heklaði ég, planið er alltaf að gera fleiri og setja á vegginn.

#3 – Þar sem herbergið er lítið kom eiginlega ekki til greina annað en að vera bara með rúllugardínur, en til að skreyta aðeins gerði ég veifur úr skrapp-pappír. Lampinn sem er í gluggakistunni er handverk eftir stóru systir dömunnar. Stafina gerði ég úr pappa og vafði band utan um.

#4 – Svo varð ég að láta fylgja með mynd af skattholinu mínu. Ég fann það á nytjamarkaði, mjög illa farið. Lakkaði rammann og bæsaði skúffurnar. 

Takk enn og aftur fyrir mig 🙂
Bestu kveðjur
Helga Rún


*****
…ég bara á ekki orð!

Fyrsta lagi er þetta yndislegt hjá henni Önnu Siggu.  Litlar breytingar, og uppraðanir, sem að bara gera svo mikið fyrir heimilið og gera það svo kósý!  Alveg hreint dásamlegt.

Síðan er þetta frábært stelpuherbergi hjá henni Helgu Rún.  Það er svo bjart og skemmtilegt, að maður verður bara glaður í hjartanu að horfa á myndirnar 🙂  

Skattholið er svo alveg draumur í dós – elska það í tætlur!

Til hamingju með þetta báðar tvær, frábært, yndislegt og dásamlegt.  Hjartans þakkir fyrir að deila þessu með okkur öllum, ég er ykkur ævinlega þakklát fyrir!

*knúsar*


Þú gætir einnig haft áhuga á:

7 comments for “Snillingar útum allt – II.hluti…

  1. Anonymous
    31.01.2013 at 08:17

    Ji hvað það er gaman að sjá þetta hérna! … Takk fyrir birtinguna Dossa og falleg orð 🙂

    Kv. Helga Rún

  2. Anonymous
    31.01.2013 at 09:06

    Flott hjá ykkur báðar tvær. Sniðugur “arininn”. Maður þarf auðvitað ekkert að fá sér “huge” arinn til að geta verið með uppstillingar.
    Flott breyting á skattholinu.
    Kveðja
    Kristín Sig.

  3. Anonymous
    31.01.2013 at 09:52

    Enn og aftur! Bara snillingar út um allt og þvílíkar hugmyndir sem maður fær! Það er töluverð vinna við að koma þessu á framfæri og ég þakka kærlega fyrir að fá að njóta:)
    Kv. Hanna

  4. Anonymous
    31.01.2013 at 12:52

    Rosa flott og gaman að fá að sjá. Verð samt að segja að skattholið er to die for! Geggjað

    kv.Sonja

  5. Anonymous
    31.01.2013 at 16:55

    Enn meiri dásemd, gaman að sjá 🙂 Og veistu Soffía að þú átt eflaust stóran þátt í að gefa innblástur fyrir þessari framtakssemi!

    Knús úr Djörmó
    Svandís

  6. Anonymous
    31.01.2013 at 19:55

    Mjög flott, tók eftir því í fyrra innlegginu að hún hefur bara málað hluta af veggnum…þeas uppí loft, kemur vel út og uppröðunin á myndunm mikið fallegri. Skattholið finnst mér gordjösssss !! Skemmtilegt að mála það ekki allt hvítt ;o)
    Takk fyrir að deila, vona að ég geti gert það sama einhvern daginn.

    kv.Krissa

  7. 01.02.2013 at 16:36

    Thad er svo skemmtilegt ad fylgjast med hvad adrir eru ad gera…alveg otrulega smekklegt allt saman, eg a barasta ekki ord!
    Takk fyrir ad deila ollu thessu Dossa min og enn og aftur frabaert framtak!
    kv..
    Brynja

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *