Vorboðinn ljúfi…

…er mættur hjá Pottery Barn.  
Þannig að þrátt fyrir að vera á langt á undan minni samtíð þá læt ég slag standa og deili 
með ykkur myndun af páskum, HA!!!  Páskum?  Jamm, páskum 🙂  
Þið þurfið ekkert að rífa fram egg og kanínur og fara að skreyta, en það má þó njóta!
Það er eitthvað dásamlega vorlegt að sjá alla pastellituna, birtuna og bara almennt krúttlegheitin…
…elska þessi egg, túllana, greinarnar og auðvitað kanínukrúttin…

…eigum við að ræða eitthvað þessar krúttlegu bollakökur??
Dásamlegar!
Ef þið viljið útbúa svona þá gefur M&M alltaf út sérstaka páskaútgáfu í pastellitum…
…gaman að sjá þessa notkun á glerkúflunum…

…*bráðn*….

…já einmitt, segið mér að það komi ekki smá svona vorfiðringur í ykkur að sjá þetta 🙂

Mér finnast þessi glimmeregg alger snilld, og þau eru auðvelt DIY.
Ef þið kíkið í Skrapp og gaman þá eru þar til æðislegir Marthe Stewart litir, og auðvitað glimmer í stíl – nánar um það neðar í þessum pósti.

…elsk´etta…

…það er bara eitthvað við svona egg og hreiður almennt…

…ég er farin að hlakka til að páskaskreyta pínu, svona eftir að skoða þetta…

…síðan verð ég að lýsa yfir kæti minni með þessa ungaeggjabikara….

…mjólk og sykurkar….

…þessi kanínukökudiskur var líka til í fyrra, en er alveg jafn fallegur í ár….

*namm namm*

En yfir í smá DIY með egg.
Þessi póstur varð mjög vinsæll í fyrra, sjá hérna!
En til að útbúa glimmereggin væri kjörið að fá sér litli í Skrapp og gaman,
 og auðvitað dásamlega glimmerið þar frá henni Mörtu.
Voru einhverjar sem bjuggu sér til egg í fyrra?
Komnar í páskastuð 😉
Takk fyrir öll kommentin í gær, nánar um leit að myndum á morgun!
*knúsar*

2 comments for “Vorboðinn ljúfi…

  1. Anonymous
    05.02.2013 at 08:27

    Ó þú dásamlega Pottery Barn (eða Leirkerahlaða, eins og var þýtt svo stórskemmtilega í einum Friends þættinum á RÚV í denn!!!!!), af hverju ertu svona langt í burtu???????
    Kveðja, Svala (S&G)

  2. 05.02.2013 at 10:48

    æðislegt 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *