…eða svona að reyna að svara þeim spurningum sem að bárust!
Hvernig límir þú myndirnar á kertin?
Ég sagði ykkur að nota Mod Podge eða Kerzen Potch, en svo var lesandi sem að benti á að það væri hætta fyrir hendi að nota Mod Podge-ið. Þannig að endilega farið í föndurverslanir og fjárfestið í lími sem er sérstaklega ætlað fyrir kerti. Ég er búin að brenna mitt niður fyrir pappír og so far so good 
Hvaða sprey notar þú?
Ég er sko engin spreysnobbari
Hef yfirleitt bara keypt það sem ódýrast er, og þann lit sem ég vil helst. Keypti sprey í Europris (RIP), Múrbúðinni og stundum Exodus. Annars er bara að elta rétta litinn og verðið.
Síðan er málið að vera ekki of nálægt, hafa hendina á hreyfingu á meðan þú spreyjar og svo er alltaf hægt að spreyja aftur ef illa fer.
Hvar finnast myndirnar á kertin?
Google frændi er vinur þinn. Best er að googla bara vintage angels, vintage postcards og þess háttar. Síðan er náttúrulega ógrynni á Pinterest og nota bara sömu leitarorð þar.
Hvaðan er blúndan?
Þessi blúndubútur er alveg eldgamall, þannig að því miður man ég ekki hvaðan hann kemur.
Abbsakið 
Hvernig er að þvo bakkann?
Ég hef ekki lent í neinum vandræðum með að þrífa hlutina sem að ég hef spreyjað. En reyndar hef ég ekki verið að spreyja þá hluti sem að þarf að vera að þvo í tíma og ótíma. Þannig að þetta er bara alveg að gera sig ennþá.
En hér eru þær myndir sem að ég notaði og átti enn inni á tölvunni.
Smá tips:
Sniðugt er að opna myndirnar bara í Word og laga þær til þar, stækka eða minnka.
Auðvelt að gera sér grein fyrir stærðinni á þeim á A4 blaði.
Ég geri sjálf kantana svona “blurry” því að mér finnst það fallegra á kertunum.
Síðan er sniðugt að rífa meðfram myndinni til þess að fá skemmtilegri áferð á kantana.
Þið vitið að þið stækkið myndirnar með því að smella á þær 
frábært að fá svona góðar útskýringar
Verði þér að góðu Gauja mín
Nokkrir linkar á gamlar myndir
https://www.facebook.com/fondran/photos_stream
http://pinterest.com/tegmapat/vintage-images/
þetta eru kannski meira jólamyndir en um að gera að vera tímanlega að þessu
http://pinterest.com/kristinvald/vintage-christmas-cards/
Takk fyrir þetta Margrét!
Takk fyrir þetta !! er einmitt búin að vera á leiðinni lengi að skreyta kerti en þá er kannski best að verða sér út um kertzen podge en ég prentaði út myndir í dag
kv.
Halla
Gangi þér vel
Sæl, geriru svona blurry í word ?
Ég nota Photoscape sem er frítt á netinu