…en maður gæti spurt sig:
Hvers vegna í ósköpunum að setja upp ömmustöng fyrir ofan eldhúsgluggann, án þess að ætla að hengja nokkrar gardýnur í hann!
Svarið er einfaldlega: til þess að geta skreytt gluggann meira! 🙂
Jebbs, ég er klikkhaus. Fyrst þá prufaði ég að setja kransinn (sem venjulega hangir á ganginum) í stöngina…
..svo gerðist það í Litlu Garðbúðinni, að ég féll fyrir þessum ljósum.
Ég var aldrei búin að plana að setja ljós í stöngina, en svona gerist þetta stundum…
…ljósin voru bara svo dásamlega falleg…
…þarna eru reyndar svona LED perur í þeim, og þá fannst mér birtan vera of köld, og ég bætti síðan úr því…
…en ef þið kíkið í spegilinn, þá sjáið þið snúrurnar, sem voru ekki að gera…
…þið sjáið þær líka hérna. Ég reyndi að gera þær “töff”, þið vitið svona industrial og kúl, þannig að þær gætu verið. En það var ekki að virka, það var ekki að virka fyrir mig sko 😉
…þá kom húsbandið með snilldarhugmyndina sem ég sýndi ykkur um daginn…
…húrra fyrir klára kallinum sem boraði göt og þræddi snúruna inn í…
…og þetta líkar mér muuuun betur…
…eeeeen ég var ekki endanlega sátt.
Skyldi ég einhvern tímann verða það?
…en þá horfði ég á ljósið yfir eldhúsborðinu og endurvakti gamla hugmynd…
…jebbs – betra!
…coryllus-greinar festar í stöngina, og tók nokkra kristalla af stóra ljósinu, og festi í greinarnar líka…
…og þá var ég farin að ná look-inu sem mig langaði að fá…
…því að þó að ég sé búin að vera með þessar greinar í nokkur ár núna, þá er ég alltaf jafn kát með þær.
Fíla að blanda svona saman fínu og grófu, salt og pipar 🙂
…og þarf náttúrulega ekki að segja ykkur hvað ég hlakka til að jóla í kringum þetta allt saman…
…og núna “tala” ljósin saman, án þess að vera eins og aðskildir síamstvíburar…
…og þá varð ég happy með þetta, fram að jólastússi…
…og þegar að venjulegar perur eru komnar í, og skuggarnir af greinunum og skuggarnir af ljósunum leika up loft og gardínur – ahhhhhhh…
…það finnst mér fallegt ♥
…ekki sammála?
…síðan langaði mig að þakka fyrir frábær viðbrögð inni á Facebook í gær.
Ég er nefnilega að undirbúa afmælisfögnuð hérna á Skreytum Hús, þar sem að síðan er að verða 4ra ára núna í september.
Takk fyrir að kíkja við hjá mér í dag, og ég óska þess að þið eigið yndislega helgi!
♥ knúsar ♥
hhahaha fram að jólum nú hló ég… Dossa getur ekki látið þetta í friði þessa ca 100 daga fram að jólum.
Þú verður búin að breyta einhverju þarna fyrir þann tíma 😉 en það er bara skemmtilegt fyrir okkur 🙂
góða helgi.
Það er reyndar rétt hjá þér 😉
ohhhhh það minnir mig á það að ég ætlaði í litlu garðbúðina í gær og tékka á ljósunum áður en allar konur sem lesa þennan póst fara þangað, þetta eru akkúrat ljósin sem þurfa að leysa að rússnesku ljósaperurnrar inn í eldhúsi hjá mér! plís segðu mér að það hafi verið til fullur gámur af þessu hjá þeim?
Það bara hlýtur að vera 😉
Bara gordjöss hjá þér!! Hlakka til að sjá hvernig þú jólar þær upp!! 😉
Frábært! Fæ alltaf hugmyndir þegar ég skoða bloggið þitt:) Er alveg orðin heilluð af nýja vasanum þínum og verð að athuga hvort að ég fæ ekki einn svona:)
Bestu kveðjur og eigðu góða helgi
Þetta er mjög flott, sé samt ekki fyrir mér að þetta eldhús verði óbreytt fram að jólum 🙂
Hva meinaru?? 🙂
Svo æðislega flott allt saman!!! 🙂
Vá, hvað þetta er flott!
Elska heimilið þitt og stílinn þinn! 🙂
Hvar fær maður svona flottar coryllus-greinar?
Takk fyrir kærlega 🙂
Greinarnar eru gamlar, búin að eiga þær í mörg ár. En þær koma í flest allar blómabúðir, og í Ikea, fyrir jólin. Heita coryllus-greinar og endast að eiífu, amen!