#2 Veitingar fyrir afmæli…

…eru ekki svo flóknar, eða hvað?.

Öfugt við aðra sem að velta sér aðallega upp úr matnum þá eru skreytingarnar 
og stemmingin miklu ofar í huga mér 🙂  

Þó vona ég að það sé ekki á kostnað veitinganna!

Við erum það heppin að eiga góða að, sem að oftar en ekki hjálpa til.  Þar að auki er þetta ekki lítill hópur sem að mætir í afmæli hérna hjá okkur, systkini okkar ásamt afleggjurum og foreldrum okkar er 31.manns, auk þess eru 4 vinir sem að koma með sínar fjölskyldur og þá erum við orðin 54 stk.  Takk fyrir sæll 🙂

Matseðillinn að þessu sinni var:
Bollur með rjóma*
Brauð og pestó/hummus
Mini kjötbollur og heit sósa*
Rjóma/ávaxta/marens-hræringur
Pönnsur*
Rice Crispies kökur
Gulrótarkaka
Súkkulaðikökur
Ávaxtabakki
Afmæliskakan
*stjörnumerkt var að þessu sinni útbúið af stóru systur og lille mor 🙂

Lausnin hjá mér til þess að þetta sé ekki taka óratíma að undirbúa veitingarnar er að gera nánast alltaf:
Rice Crispies, sem tekur enga stund en flest allir krakkar eru hrifnir af.
Brauðmeti, kaupa baquetta og annað gott brauð samdægurs og skera niður, alltaf gott.
Ávaxtabakkinn, skorið niður rétt fyrir veislu.
Heitur réttur, skinka, pepperoni, smjörsteiktir sveppir og annað gúmmelað ásamt osti.
Rjóma/ávaxta/marens-hræringur: þeyta rjóma, brjóta marens, setja kókósbollur og svo ávexti.
Allt þetta tekur ekki langa stund að gera og er borðað af bestu lyst af mínu fólki 🙂
Loks er komið að játningum hallærislegrar húsmóður.  
Eitt sem að ég hika ekki við að nota, pakkakökur.  Betty Crocker er nefnilega náfrænka mín og því finnst mér þetta bara eins og að þiggja aðstoð innan fjölskyldunnar, hohoho!
Ég segi ekki að þetta sé gert í hvert sinn, en ef ég er í tímaþröng – þá er þetta bara einfaldasta lausnin og ég kemst beint í að gera það sem að mér finnst skemmtilegast, skreyta kökuna.
Jájá ég veit, ég er bara ómyndarleg húsmóðir 🙂
Einhver spurði um kremið sem að hélst svona fínt á súkkulaðikökunni, en það kom einmitt frá henni Betty frænku líka – hún er agalega hjálpsöm.  Þannig að munið það, að kaupa tvær krukkur af kremi í það minnsta fyrir hverja veislu, eina hvíta sem að hægt er að setja hvaða lit sem er á, og svo annað súkkó.
Hvers vegna?  Soffia segir það 😉
…svo er auðvitað snakk og nammi algert möst fyrir krílin 🙂
…og holla “nammið” líka…
…og svo af því að allir hafa svo gaman af smá svona fyrir og eftir myndum,
vessúgú 🙂

 

3 comments for “#2 Veitingar fyrir afmæli…

  1. Anonymous
    15.02.2013 at 09:13

    Ohhhh ég verð svo svöng að skoða þessar myndir.
    Kristín Sig.

  2. 15.02.2013 at 14:10

    En snidugt Dossa min…Hun Betty er nebbla nafraenka min lika sem hlytur ad gera okkur tvaer af fraenkum lika er thad ekki?

  3. Anonymous
    15.02.2013 at 17:15

    Betty er æði og við ekkert verri hùsmæður þò að við nýtum okkur aðstoð hennar 😉

    Kolla

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *