….því að það þarf oft svo lítið til þess að gera mikið 
Í þessi tilfelli þá erum við með þrjú lítið DIY, sem að í þurfti skrautlímband frá Söstrene, límdoppur frá Söstrene og svo bara servétturnar sem að voru keyptar fyrir gesti.
#1 Skrautlímband
Hér sjáið þið kertastjakana mína, voða sætir og plein…
…og hér er límbandið mitt fína…
og útkoman er:
Þetta kom eiginlega bara ótrúlega vel út og gjörbreytti stjökunum.
Sérlega krúttað eittthvað 
Í afmæli dömunnar í fyrra þá notaði ég Rationell-hilluinnlegg er snilld á veisluborð, stend alveg föst á því,
það er svo nauðsynlegt að vera með upphækkun á svona borðum…
…og því var bráðsnjallt að nota hana aftur, en beita límbandinu fyrst…
…ótrúlegt hvað þetta gjörbreytir miklu….
#2 Límdoppur!
Ég sagði ykkur þetta, allt súper auðveldar lausnir, og nú límdoppur frá Söstrene á 199kr spjaldið…
…tók Lonsam-karöflurnar frá því í fyrra…

…og svo var bara límt…
…þannig að þið sjáið að ég er ekkert að gantast með hversu einfalt þetta allt er 
…og það sama gerði ég við þennan einfalda kökudisk sem að ég á.
Bara nokkrar límdoppur og diskurinn gjörbreytist!
#3 Fánalengjan
Fánalengja gerir alveg ótrúlega mikið fyrir heildarmyndina, eins og sést bara á þessari mynd…
…ég hef notað skrapppappír í að gera svona lengjur, og svo er hægt að sauma þær. Þessi tók mig ca 3 mín að útbúa, með því að hengja hana upp 
Þetta er sem sé bara gert úr servéttum, klippar í tvennt og svo klipptar í fána…
..einfalt, leikandi og létt – og aftar ódýrt.
Tveir fánar úr einni servéttu 
…það er svo gaman að svona ódýrum og einföldum lausnum, og útkoman er held ég, ekkert svo slæm 
Fer ekki ofan af því, þú ert bara SNILLINGUR!! Svo gaman að fylgjast með öllu því flotta sem þú töfrar fram!!
Takk fyrir mig
Kv. Þórný
Thad ískrar í mér af gledi =)Vill svo heppilega til ad mín dama á afmaeli eftir 2 mán og get ég thví byrjad ad hafa augun opin fyrir svona dúllheitum svo haegt sé ad kópera eitthvad af thessum hugmyndum
knús
Svandís
Þetta er virkilega skemmtilegt hjá þér, frábært hvað þú ert útsjónarsöm og hugmyndarík, margt hægt að læra frá þér
Bestu kveðjur
mAs systur
Polkadottadossa.

bara geggjað hjá þér… mig langar að vita hvernig þú gerir blúndukúlurnar sem hanga fyrir ofan borðið ?
Sonja, kíktu á fyrsta póstinn sem kom inn í dag:
http://dossag.blogspot.com/2013/02/1-plt-og-plana.html
Ég elska að skoða bloggið þitt vá
Æði! Takk takk, mér hefði aldrei dottið þessi snilld í hug en ég get lofað þér því að ég mun nota þessi yndislega einföldu ráð
Þú ert uppáhalds!
Kv. Guðný
Gí9furlega flott og sniðugt… Ég verð að eignast svona límband sem þú talar um í einum pósti dagsins….
kveðja Ása
Snillingur!
Frábærar sniðugar litlar hugmyndir, allar sem ein!