#3 litlar og einfaldar lausnir…

….því að það þarf oft svo lítið til þess að gera mikið 😉
Í þessi tilfelli þá erum við með þrjú lítið DIY, sem að í þurfti skrautlímband frá Söstrene, límdoppur frá Söstrene og svo bara servétturnar sem að voru keyptar fyrir gesti.
#1 Skrautlímband
Hér sjáið þið kertastjakana mína, voða sætir og plein…
…og hér er límbandið mitt fína…
og útkoman er:
Þetta kom eiginlega bara ótrúlega vel út og gjörbreytti stjökunum.
Sérlega krúttað eittthvað 🙂
Í afmæli dömunnar í fyrra þá notaði ég Rationell-hilluinnlegg er snilld á veisluborð, stend alveg föst á því,
það er svo nauðsynlegt að vera með upphækkun á svona borðum… 

 …og því var bráðsnjallt að nota hana aftur, en beita límbandinu fyrst…
…ótrúlegt hvað þetta gjörbreytir miklu….
#2 Límdoppur!
Ég sagði ykkur þetta, allt súper auðveldar lausnir, og nú límdoppur frá Söstrene á 199kr spjaldið…

…tók Lonsam-karöflurnar frá því í fyrra…
…og svo var bara límt…

…þannig að þið sjáið að ég er ekkert að gantast með hversu einfalt þetta allt er 🙂
…og það sama gerði ég við þennan einfalda kökudisk sem að ég á.  
Bara nokkrar límdoppur og diskurinn gjörbreytist!

#3 Fánalengjan
Fánalengja gerir alveg ótrúlega mikið fyrir heildarmyndina, eins og sést bara á þessari mynd…

…ég hef notað skrapppappír í að gera svona lengjur, og svo er hægt að sauma þær.  Þessi tók mig ca 3 mín að útbúa, með því að hengja hana upp 🙂
Þetta er sem sé bara gert úr servéttum, klippar í tvennt og svo klipptar í fána…
..einfalt, leikandi og létt – og aftar ódýrt.
Tveir fánar úr einni servéttu 🙂

…það er svo gaman að svona ódýrum og einföldum lausnum, og útkoman er held ég, ekkert svo slæm 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

11 comments for “#3 litlar og einfaldar lausnir…

  1. Anonymous
    15.02.2013 at 10:04

    Fer ekki ofan af því, þú ert bara SNILLINGUR!! Svo gaman að fylgjast með öllu því flotta sem þú töfrar fram!!
    Takk fyrir mig 🙂

    Kv. Þórný

  2. Anonymous
    15.02.2013 at 10:17

    Thad ískrar í mér af gledi =)Vill svo heppilega til ad mín dama á afmaeli eftir 2 mán og get ég thví byrjad ad hafa augun opin fyrir svona dúllheitum svo haegt sé ad kópera eitthvad af thessum hugmyndum 😉

    knús
    Svandís

  3. mAs
    15.02.2013 at 11:03

    Þetta er virkilega skemmtilegt hjá þér, frábært hvað þú ert útsjónarsöm og hugmyndarík, margt hægt að læra frá þér 🙂
    Bestu kveðjur
    mAs systur

  4. Anonymous
    15.02.2013 at 11:21

    Polkadottadossa.
    🙂

  5. 15.02.2013 at 11:44

    bara geggjað hjá þér… mig langar að vita hvernig þú gerir blúndukúlurnar sem hanga fyrir ofan borðið ?

  6. Erla
    15.02.2013 at 11:52

    Ég elska að skoða bloggið þitt vá

  7. 15.02.2013 at 12:14

    Æði! Takk takk, mér hefði aldrei dottið þessi snilld í hug en ég get lofað þér því að ég mun nota þessi yndislega einföldu ráð 🙂

    Þú ert uppáhalds!

    Kv. Guðný

  8. Anonymous
    15.02.2013 at 13:01

    Gí9furlega flott og sniðugt… Ég verð að eignast svona límband sem þú talar um í einum pósti dagsins….
    kveðja Ása

  9. 15.02.2013 at 14:12

    Snillingur!

  10. 17.02.2013 at 14:30

    Frábærar sniðugar litlar hugmyndir, allar sem ein!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *