…er alltaf mjög spennandi í augum afmælisbarnsins!
Daman var aftar mjög sátt við að láta mömmu sína koma sér smá á óvart, nema að hana langaði að hafa litlu mini-Petshop dýrin sín á kökunni.
Ég notaði, rétt eins og í fyrra, sílikon bökunarformin frá Ikea…
…og að beiðni afmælisbarnsins þá stóð ég lengi sveitt og bakaði uppskriftina frá henni Betty frænku (keypt í Megastore *hóst*)….
… síðan setti ég smjörkrem yfir alla kökuna og þá var bara eftir að útbúa smá fondant.
Hafið þið prufað að gera fondant?
Þetta var fyrsta kakan sem að ég gerði 2010…
…og síðan komu þessar…
…þannig að með kökunni sem að ég gerði í ár, eru þetta fimm kökur.
Þetta eru einu skiptin sem að ég hef gert þetta þannig að ég er enginn expert og í alvöru, allir ættu að geta þetta. Bara að prufa 🙂
Þetta er alls ekki svo erfitt, og t.d. var þetta alveg súper easy og gekk alveg 1,2, 3 í þetta sinn 🙂
Setjið sykurpúða í skál og dass af vatni með, inn í örbylgju og svo er þetta tekið út og hrært…
..síðan þegar að þetta er orðið að einum mjúkum graut, þá tekuru flórsykur og setur yfir borði hjá þér og tekur slatta og myndar gíg á eldhúsborðinu. Þú hellir síðan sykurpúðabráðninginum ofan í þennan gíg, og ert að moka smám saman ofan í hann og hnoða saman. Ágætt er að vera með smá smjör (sem að ég notaði af því að ég átti ekki palmín)…
…síðan þegar að þú ert komin með fondant, sem að er svona eins og leir, þá er bara að skipta honum niður í nokkra parta, og hnoða saman við hann matarlitinum sem að þú ætlar að nota…
…bara muna að eiga nóóóóóóóg af flórsykri og vera með það sem þarf innan handar…
…þegar að þú ert síðan búin að fletja fondantinn út og setja yfir kökuna, þá er um að gera að nota skrautið og t.d. smjörkremið, eins og ég nota hér, til þess að “fela” syndir sem verða 🙂
…ég setti síðan svona skrautsykur yfir fondaninn og til þess að hann festist þá bara penslaði ég fyrst með smá vatni og svo voila…
…það er um að gera að nota alls konar form til þess að útbúa blóm og annað á kökunar…
..og svo bara að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín…
…ahhh já, og fallegu doppóttukertin fengust líka í Söstrene….
…tendra á kertunum á kökunni (sem er hálfetin á þessari mynd :)…
..og svo er bara að njóta!
…yndislega 7 ára stelpan mín…
…prinsessumjólk og djús…
…og auðvitað túllar!
Óóó.. hvað þetta er fallegt og skemmtilegt. Ég sem verð alltaf svo kvíðin fyrir að halda veislur gæti alveg farið yfir í að hlakka til eftir að hafa skoðað þetta hjá þér!
Ástrós.
Awe…Sakna thess ad eiga ekki svona Prinsessu…nu er min ordin 21 ars og nyutskrifadur Hjukrunarfraedingur…Otrulega lidur timinn…Eg for ad rifja upp i huganum thessa snilldar barbikokur…spurning um ad grafa upp myndir og posta?
Takk enn og aftur fyrir ad deila…ekki laust vid ad thad fari ad hringla i eggjastokkunum….wait…nei bid bara eftir ad eg verdi Amma einhvern daginn…never mind!