…og ég er loks núna að sýna ykkur myndir af þessu!
Hvað er eiginlega málið með tímann og hversu hratt hann flýgur áfram?
Í það minnsta þá var brúðkaupið hjá þessum yndislegu hjónum í lok nóvember, þannig að það var svona nett “jólaþema” sem að sveif yfir vötnum. Jóló en ekki of jóló 🙂 Þar sem að ég er blómaskreytir þá var ég beðin um að taka að mér vöndin og aðrar skreytingar….
Brúðarvöndurinn var þéttur kúluvöndur með smá “snjókönglum” inn á milli og í grænu “hreiðri”…
…innan í rósirnar stakk ég “demöntum” sem að glitraði skemmtilega á…
…og giltur krumpuþráður var vafinn utanmeð þannig að það sindraði skemmtilega á hann…
…hvítar rósir eru nú alveg einstaklega fallegar, svo mikið er víst…
…þegar ég gekk frá stilkunum á vendinum, þá vafði ég silkiborða utanmeð og gullþræði sem var festur með demantapinna, ásamt því að setja tvo litla gullhringa með….
…síðan skreyttum við salinn en ég greip ekki með mér myndavélina mína. Þá var ég svo heppin að frábær ljósmyndari, hún Unnur Magna, var á staðnum og leyfði mér að nota myndirnar sem að hún tók. Þetta eru sem sé hennar myndir sem að fylgja hér fyrir neðan og þið ættuð endilega að skoða síðuna hennar á Facebook (sjá hér).
…við notuðum glæra vasa, settum afklipptar greinar í, ásamt könglum og snjó = einfalt og elegant…
…lítil barkarhjörtu með smá glimmer gáfu nettan glamúr á hvert borð…
…alltaf yndislegt að nota hlutina sem að börnin búa til, persónulegt og fallegt…
…enginn vasi var eins, en allir áttu saman…
…litlar fallegar grúbbur á hverju borði gáfu tóninn…
…alltaf hægt að nota 2ja og 3ja hæða bakka, sama hvað tilefnið er…
…einfalt og gordjöss…
…og fánalengjan, sem var svo einföld – hvít með litlum hjörtum, gerði alveg ótrúlega mikið….
og að lokum, vöndurinn og brúðarmeyjarvöndurinn, séð með augum Unnar ljósmyndara 😉
obboslega er þetta mikið fallegt 😉 Enda voru brúðhjónin mjög ánægð með vinnuna hjá uppáhalds skreytibreytióðu konunni sem fengin var til verksins. KnúZ í hús … Edda
Svo fallegt eins og allt sem þú kemur nálægt 🙂
kv.
Halla
Hi admin, i must say you have very interesting articles here.
Your blog should go viral. You need initial traffic boost only.
How to get it? Search for: Mertiso’s tips go viral