…eða eiginlega bara bleikum sko! Þar sem að litla stúlkan mín er allt í einu orðin 7 ára þá fékk ég nostalgíu-kast og lagðist yfir gamlar ljósmyndir. Ég sýndi einhvern tímann fyrir löngu síðan myndir af fyrsta herberginu hennar, en ákvað að það væri nú bara allt í lagi að endurtaka leikinn.
Sér í lagi þar sem að þetta er í raun herbergið sem að startaði því að ég fór að taka myndir af herbergjum, þar sem ég þurfti að mynda það fyrir tímarit. Þetta er náttúrulega barn síns tíma, 7 ára gamalt og yrði víst alls ekki svona bleikt í dag en ég get svo Guðssvariðþað að þetta herbergi var ekki skærbleikt, heldur var þetta svona mjúkur bleikur.
Það sem við gerðum hins vegar, sem var svolítið sniðugt, var að draga hvíta litinn á loftinu niður á vegginn og setja síðan trélista á veggina sem að við máluðum hvíta. Þetta gaf herberginu mjög skemmtilegan svip og mikinn karakter…
…kommóðan er frá Ikea…
…þessi órói var lengi vel uppáhalds dótið hennar, hún gat legið og spjallað víð bíbbana endalaust
( þarna sést líka liturinn nokkuð réttur)…
…hillan var frá Tekk vöruhúsi og keypt í lok 2005…
…skírnarkertið hennar og falleg mynd sem að vinkona mín gaf henni…
…Bangsímon-þemað var ekki ríkjandi, en það voru þó nokkrir Bangsímon hlutir í herberginu…
…flottu pokarnir úr Pottery Barn Kids, sem að ég lét sauma út í Skraut og Bangsar…
…hengið var líka frá Pottery Barn Kids…
…fiðrildakúlan, sem í dag er á lampanum hennar, var þarna sett utan um loftljósið. Sem var bara venjulegur kastari frá Ikea…
…eins eru þetta rammar úr Ikea, sem að ég heftaði bara borða aftan á, til þess að fá svona skrautupphengi á rammana. Eins eru myndirnar litlir límmiðar sem límdir á skrautleg karton…
…á bæða fataskáp og kommóðu vory keyptir litlir sætir fiðrildahúnar….
…lampinn var þessi týpíski frá Ikea, en á hann límdi ég síðan litla fallega límmiða…
…smá þrívídd í límmiðunum sem gera þá skemmtilegri…
…awwwww bangsar…
…körfurnar eru líka frá Ikea og efnið sem að skreytir þær var flísteppi úr Ikea líka, þar sem að ég kann ekkert að sauma – þá var þetta bara svona strokkur sem að ég saumaði einn saum á og strengdi svo yfir kantana ( því að flísefnið teygjist ) og þetta heldur sér enn 🙂
…rúmteppið var frá USA og ég held að þetta hafi verið keypt í Target…
…fiðrildagardýnur frá Pottery Barn Kids…
…himnasængina saumaði ég úr eldgömlu efni sem að ég fann…
…snagarnir eru keyptir í Söstrene fyrir einhverjum 10 árum…
…eins og þið sjáið þá var stór gluggi á herberginu, sem sneri út á yfirbyggðar svalir. Við lokuðum honum og smíðuðum hillur innan í gluggann. Lagið á hillunum var látið fylgja laginu á rúmkantinum…
…þetta var ágætislausn og nýtti vel plássið…
…og það er alltaf gaman að raða í hillur í barnaherbergjum…
…gamaldags Bangsímon er sætastur, en þetta er lampinn sem stóð á kommóðunni…
…og gamaldags Bangsímon var víða, ásamt vinum sínum…
…og lillan var alsæl…
…Bangsímon og félagar voru síðan líka nýttir í myndatökur með lillunni,
sem og vængirnir sem að hengu við rúmið…
…síðan þegar daman var komin á stjá, þá keypti ég líka þessa mottu handa henni á Ebay…
…maður getur ekki annað orðið angurvær þegar að maður skoðar svona myndir af litla barninu sínu, og ég man að þegar við fluttum þá var þetta eina herbergið sem að mér þótti virkilega erfitt að pakka niður. Þetta var fyrsta herbergið hennar, herbergið sem að við komum heim af spítalanum með hana í, þannig að minningarnar sem að tengjast þessum tíma eru svo ljúfar.
…en herbergið var mikið notað, þrátt fyrir að vera mjög lítið og krúttað…
…gamall hundur fékk slaufu í árið, svona til að vera smá girly þarna inni 🙂 …
…og teppi í barnaherbergjum er bara snilld, einmitt til þess að sitja svona og lesa og hafa kósý…
…og svo er náttúrulega allt í fínu lagi að missa sig svolítið í bleika litnum, því að litlar stelpur eru svo bleikar, eða í það minnsta mín litla…
…þannig að takk fyrir komuna í bleiku svítuna!
Gaman að sjá ykkur 🙂
gaman að sjá svona gamlar myndir 🙂
flott herbergi fyrir flotta skvísu
úfff hvað er allt er fallegt sem þú kemur nálægt 😉 kv G.
Krúttan og fallega herbergið hennar 🙂 mikið hefur þetta nú verið sætt og bleikt 🙂
Bara yndislegt hvað þú leggur mikla vinnu og natni við barnaherbergin, þetta er ekkert smá fínt – og sérlega gaman að sjá líka dótturina svona pínulitla.
Sniðug hugmynd að draga loftlitinn svona niður á vegginn og enda í lista, setur mikinn svip!
kk Kikka
Hefurðu bara NÚLL fyrir því að vera svona smekkleg elskan?
Bara æði 😉 kv. Svandís
Yndislegt herbergið hennar og hún alltaf yndisleg. Snilld að búa til svona “breiða lista”, ætla að prófa þetta.
Kv. Auður.
Þú ert krútt, fylgist alltaf með 😉
kv Ína