…þessi algjörlega “heimsfrægi” er kominn í hús! Húrra…
…það vill nefnilega svo til að Kahler-merkið á 175 ára afmæli um þessar mundir…
…og af því tilefni var þessi fallegi vasi gefinn út í takmörkuðu upplagi með gull/kopar röndum á…
…hann er að vísu búin að vera það vinsæll að það hafa nánast verið uppþot í Danaveldi, þar sem vasasjúkar konur berjast um seinustu vasana – sem eru nú að þrotum, því í dag er vasinn uppseldur um heim allan!
…það var nú þannig að ég sá vasann fyrst á mynd og hugsaði: sætur! En ekkert meira. En hins vegar voru bara svo dásamlega fallegar auglýsingamyndirnar að ég varð alltaf meira og meira skotin í honum. Því fór svo að ég setti mig á biðlista út um allt, í þeirri von um að fá einhversstaðar einn einasta eina. Síðan kom kallið, alveg frá Selfossi – Húrra!
Því var lagt í langferð yfir heiðar til þess að sækja vasa í verslunina Motivo…
…og þar sem ég var vopnuð símanum mínum, þá notaði ég tækifærið og smellti af nokkrum myndum.
Enda er búin mjög falleg og fullt af fallegum vörum…
…þessi fannst mér ótrúlega falleg, frá Mosi.is…
…og þarna eru þeir, bræður og systur gullvasans.
Ég verð að segja að ég er alveg til í að eignast fleiri svona vasa, því mér finnast þeir mjög fallegir…
…flottar vörur frá Tulipop og Ekki Rúdólf, eftir Ingibjörgu Hönnu…
…Notknot-púðarnir fallegu…
…Babel diskarnir í öllum litum…
…glös og diskar frá Sveinbjörgu…
…og auðvitað bakkar líka…
…Iittala í ýmsum myndum…
…þessir eru nú líka dulítið dásamlegir…
…og auðvitað Múmín…
…bollar sem mig langar alltaf að safna, en þori ekki að byrja á 😉
…en í það minnsta – þá mæli ég með að kíkja þarna við ef þið rennið á Selfoss. Alveg þess virði…
…eftir bíltúrinn var komið heim með dýrmætan varninginn 🙂
…sem er undursamlega fallegur, og enn fallegri þegar maður sér hann með eigin augum…
…og ég “neyddist” auðvitað til þess að kaupa mér blóm á leiðinni heim, til þess að geta farið strax að nýta vasann eins og hann á skilið…
…og kertaljós á rétt á sér við svona vasavígslur…
*dææææææs*
…ég varð síðan að taka dúk og bakka í burtu, því mig langaði bara að leyfa vasanum að njóta sín, með sem minnstu prjáli í kring (miðað við mig)…
…síðan má líka gefa sér tíma í að dásama blómin…
…og stærðin á vasanum er pörfekt fyrir þennan tíbíska blómavönd…
…hversu fallegt!!
Meira að segja dóttirin talar reglulega um hversu fallegur hann er, og er í því að sannfæra mömmu sína um að við eigum hann nú örugglega bara saman, ekki satt mamma ha? 🙂
…síðan fyrir ykkur sem misstuð af vasanum þá kemur minni útgáfan út í nóvember, og einnig í takmörkuðu upplagi.
En þið getið hringt í Motivo og sett ykkur á biðlista, en gerið það í hvelli því að biðlistarnir eru að lengjast frá degi til dags 🙂
*knúsar*
Verð nú að viðurkenna það að ég skildi nú voðalega lítið í þessu havaríi í kringum þennan vasa fyrst þegar ég sá hann. Mér finnst hann hins vegar alltaf fallegri og fallegri, sérstaklega þegar hann er settur í rétt samhengi eins og í þessu bloggi. Og er alveg sammála að hann nýtur sín best einn og sjálfur (nema auðvitað með blómum í), laus við allt auka punt og prjál í kring. Hrikalega flott hjá þér 🙂
Já alveg sammála þér, þessi vasi vinnur á 🙂
Þessi vasi er bara dásemd.. en má ég spyrja hvar þú fékks litla Iittala kertastjakann ..
Alltaf svo skemmtilegt blogg hjá þér
Takk fyrir Sólveig 🙂
Litli Iittala stjakinn er gjöf frá systur minni, fékk tvo svona og vasa í stíl. Ég held að hún hafi keypt þá í antíksölu!