Komin aftur og…

….hver elskar ekki blóm?
Svo þegar að maður á blóm þá er bara nauðsynlegt að taka smá myndir af þeim,
sér í lagi þegar að pínulítil DIY-verkefni leynast inni á milli…
…stundum er um að gera að nota kertastjaka og gefa þeim nýtt hlutverk sem eggjabikarar… 

…hvernig lýst ykkur annars á nýju eggin mín? 

…þegar að ég horfi á gluggann svona þá finnst mér bara næstum eins og vorið sé alveg að koma, það er þarna á næsta leiti, ekki satt? 

…svo er líka gaman að gefa kertastjakanum mínum nýtt hlutverk sem blómavasi….

…munið þið eftir þessum hérna frá því um jólin…
…mér fannst þeir svo sætir og ekkert gaman að pakka þeim niður.  Hvað gerir maður þá?
Einfaldlega prentar út nýja mynd og límir hana á hina hliðina 🙂
Alveg nýtt skraut, kostar ekki krónu en gleður mig mjög!
Ekki bara snjallt?
Svo þarf bara að snúa því við og þá eru jólin komin aftur!
…og þannig eru að færast smá svona páskafílingur yfir 2ja hæða bakkann í eldhúsinu,
sem er núna með neðri hæð öfuga, efri hæð rétta og engu haldi = 
svona fyrir þá sem eru að reyna að fylgjast með 🙂

…fleiri egg í nærmynd, og þau eru líka DIY, ef þið hafið áhuga 🙂 

…bara kósý sko… 

…og nokkuð fallegt þó ég segi sjálf frá… 

…en takið eftir lægra egginu á efri hæðinnni, það er nefnilega 
ekki bara kertaspjaldið sem að hægt er að snúa við…

…heldur líka eggið og þá er svona líka sætt hjarta öðrum megin 🙂

…sem sé, mini DIY-verkefni sem að felast þarna 🙂
Viljið þið sjá meira af eggjum?

6 comments for “Komin aftur og…

  1. Anonymous
    25.02.2013 at 09:38

    Alltaf jafn fallegt hjá þér og já mig langar að sjá meira af eggjunum 🙂
    kv.
    Halla

  2. 25.02.2013 at 09:42

    Bara æði hjá þér mín kæra, eggin og myndaspjöldin SVO flott og rosa flott útfærsla á bakkanum góða, með disk á fæti undir og “fyllingunni” á neðri hillunni 🙂

    kk Kikka

  3. 25.02.2013 at 09:49

    Já, ég vil endilega fá að sjá meira af eggjunum, finnst þau alveg yndislega sæt!
    Gaman að sjá, bakkinn lítur vel út að vanda 🙂 Myndaspjöldin eru ferlega flott, sniðug ertu!

    Kv. Guðný

  4. Anonymous
    25.02.2013 at 11:33

    Mér finnst glugginn hjá þér flottur, eggin eru æði og ekkert of páskaleg, þessi mættu vera allt árið 🙂

    hvar fær maður svona krúttlega kræklótta grein?

  5. 25.02.2013 at 12:00

    Já takk! Eggin eru æði! væri alveg til í að dunda mér við svoleiðis 🙂

    En ein smá spurning! Um daginn talaðir þú um annað hvort hér eða á facebook síðu Skreytum hús að svona litlir hnettir eins og þú átt væru líklega væntanlegir í sölu á Íslandi, ég er búin að bíða spennt síðan þá og var að pæla hvort það væri eitthvað að frétta af því? 😉

    Kv.
    Íris

  6. Anonymous
    25.02.2013 at 12:28

    Líst vel á DIY egg póst frá thér, svooo falleg 🙂
    kv. Svandís

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *