…eða í raun, rigningar og rokdagur, eins og í gær!
Var hann ekki dásamlegur?
Ég elska svona daga, með svona ógeðisveðri, EF – og þetta er stóra EF-ið – ég þarf ekkert að fara út úr húsi 🙂
…þetta var’ einn allsherjar letidagur, þar sem ekki var farið út náttbuxunum og almenn kósýheit réðu ríkjum.
Ég ætla reyndar að hlífa ykkur við myndum af náttbuxnafólkinu, en þess í stað get ég sýnt ykkur hin letidýrin, þessi loðnu…
…það var sem sé almenn leti upp um alla veggi. Eða sófa, eins og þessi Stormur sýnir. Þessi hundur virðist vera liðamótalaus og liggur eins og undin tuska…
…eins og ég sagði, hvernig getur þetta verið annað en kósý!
Þetta snýst líka allt um að njóta litlu augnablikana, eins og þetta móment sem sést hér á myndinni, á milli þeirra systkina úti í Danmörku núna í sumar. Uppáhalds í símanum mínum er Instagram, og ég nýt þess mynda allar þessar litlu stundir. Þær verða líka enn skemmtilegri þegar að maður lætur prenta þær út, ótrúlega flottar og á möttum pappír (þessar koma frá Prentagram)..
…nú og þegar maður hangir svona heima í almennti leti, þá er eins gott að henda í smá bollakökur…
…enda er fátt eitt betra en súkkulaðikökur og ísköld mjólk, ekki sammála?
…og gömlu kökudiskarnir, sem ég fann í þeim Góða á sínum tíma, er sérlega fallegir með kökunum á…
…og ef ykkur langar í svona girnilega köku þá er uppskriftin hér– bwahahaha…
…jebbs, líkurnar á að þetta verði matarblogg eru ekki góðar…
…en þetta look-ar vel, og bragðaðist enn betur…
…í það minnsta þá varð það einróma dómur gagnrýnenda…
…sem þáðu veitingar með bros á vör…
…og sumir með súkkulaðiskegg 🙂
“Vilt þú fá eina?”
…síðan var dásemd að enda daginn á ljúfum Doritos-kjúklingi, og kertaljósið var algjörlega nauðsynlegt með…
…á morgun ætla ég að segja ykkur frá nýja vasanum mínum, dásamlega vasanum mínum, sem ég lagði í langferð fyrir…
ps. eftir mikla og strangar æfingar þá er like-takkinn hættur að bíta, og ykkur er óhætt að ýta á hann!
Einnig má skilja eftir komment, því að ég er líka hætt að bíta 🙂
Yndislegir svona óveðursdagar EF (auðvitað) maður þarf ekki að fara út úr húsi. Hlakka til vetursins þar sem ég er komin í 100% heimavinnu og þarf því ekki að fara neitt nema ég nauðsynlega þurfi!
Og já takk, ég þigg eina bollaköku 😉
Sakna oft þessara rok og rigningardaga þar sem það er svo sannarlega löggild afsökun fyrir hreinræktaðri leti 😉
Sæl. Mig langar að forvitnast hvar þú fékkst glösin á fætinum sem mjólkin er í?
Sæl Dúna,
þetta eru Pokal glösin frá Ikea: http://www.ikea.is/products/15383