…var allt með kyrrum kjörum, þannig að ég ákvað að taka nokkrar myndir þarna og leyfa ykkur að sjá 🙂
Það er svo sem ekkert “nýtt” þarna inni, en sumir hafa kannski gaman af því að sjá hvernig svona herbergi þróast og breytast.
…þrátt fyrir að vera með brúnan/gráann lit á veggnum þá er svona lime og ljósblár mikið ráðandi þarna inni. Ásamt gulum og rauðum “skotum” hér og þar…
…ég keypti nýverið Kusiner-geymslu undir rúmið, fyrir kubbana hans.
Sem er bara snilld, og í alveg réttum litum 😉 ….
…ég er alltaf að fara að breyta náttborðinu pínulítið, en hef ekki enn komist í það – all in good time my friends…
…litli gítarinn, því að Lilli Klifurmús er ein af hetjum litla mannsins…
…og eins og með alla “alvöru” músíkanta, þá dugar ekkert bara eitt hljóðfæri…
…eins og sést, þá er þarna samtýningur af hinum og þessi og flestir hlutir hafa “funksjón” þarna inni.
Töskurnar geyma alls konar smáhluti, litla kalla og annað gull,
útvarpið er í uppáhaldi hjá honum – því að það þarf að hlusta á “Baka Köku” (sem er nafnið hans á Dýrunum í Hálsaskógi)…
…keypti Blesa hans Vidda nýlega inni á Bland.is, en hins vegar fæst hann venjulega í Toys R Us…
…stóru pokarnir eru náttúrulega snilld, og það veitir ekki af tveimur því að svona bangsar og dót virðist fjölga sér óeðlilega hratt inni í barnaherbergi (svipað og gerist með skó hjá mér, skil ekkert í þessu :)…
…löber á hillunni, gefur bjartan og fallegan lit á borðið sem annars væri dökkt og drungalegt 🙂
…sveppurinn stóri er sparibaukur úr Tiger, sá hann þar um daginn fyrir áhugasama…
…og hver vill ekki gefa börnunum sínum alla heiminn, eða tvo….
…og hér er Bambalingur sem að fékk svo mikla athygli þegar að myndin af honum birtist um daginn. En hann var keyptur í Disney-búð í USA fyrir einhverjum árum, litli Bambi fékkst hins vegar í Rúmfó fyrir rúmum 7 árum…
…ugluvinurinn stendur enn fyrir sínu, flottasti bangsi sem að ég hef keypt á 350kr…
…og eins og sést þarna til hliðar, þá er ltili gaur mikill meistarasöngvasláttumús, og þess vegna er bara stúdíó í horninu á herberginu, og þið sjáið líka að það er hægt að pota dótinu þannig að það sé svoldið svona “falið” en samt ekki 😉
Sést núna….
…en ekki núna 🙂
…bækur og bílar, í öllum litum…
…er jafn ánægð með skýjahillurnar okkar enn í dag, er einhver sem er búin að gera svona??
Það væri nú gaman að fá senda myndir ef svo væri 🙂
…ég er enn að nota baby-rúmteppið sem að ég keypti í USA áður en litli kall fæddist…
…en eins og sést þá er teppið of lítið í rúmið, en maður reddar sér bara…
…fyrst að teppið nær ekki alla leið…
..þá setur maður bara smá bangsa, púða og svoleiðis þegar að maður býr um rúmið – málið leyst…
..og þannig er það þá – ekkert að gerast í þessum pósti 🙂
En endilega látið í ykkur heyra…
Einhver búið að gera hillur, tré eða skýja?
Einhver náð að redda sér með púðum, þegar að rúmteppi nær ekki alla leið?
Vissuð þið að það er snilld að nota svona löbera á borðin í barnaherbergjum ?? 🙂
Verð að viðurkenna að mig kitlar í fingurna að fara að græja strákaherbergi. Litirnir sem þú ert með eru æðislegir saman og þvílíkar gersemar sem leynast víða.
knús
Svandís
En fallegt 🙂 Er “uppskrift” af skýjahillunum hér einhverstaðar ?
Er tréhillan fyrir ofan rúmið svona myndahilla úr Ikea með skreytingu að framan ?
Takk fyrir 🙂
Hérna er nánar sagt frá hillunni: http://dossag.blogspot.com/2012/11/herbergi-litla-mannsins.html
Hvaðan er rúmið hans, eða hvaða merki er það?
kv. Maren
Maren, þetta rúm er rúmlega 50 ára gamalt, en þau fást núna í Epal held ég 🙂
Getur lesið um það hér:
http://dossag.blogspot.com/2010/11/falinn-fjarsjour.html
Mig langar í svona rugguhest (ekki að ég ætli að fara í útreiðartúr, sei sei nei)fyrir ömmustelpurnar sko. Þyrfti að græja herbergi fyrir þær og athuga hvort bangsarnir á háaloftinu hafi nokkuð fjölgað sér t.d.
Kveðja, Svala (S&G)
æðislegt herbergi, var að flytja í stærra húsnæði og er að byrja á að gera herbergi fyrir litla manninn minn. Þetta herbergi er eimitt í stílnum sem ég myndir vilja hafa. Þér tekst að láta líta út fyrir eins og það sé akkúrat rétt magn af dóti 🙂
kveðja Ásta
þetta er æðislegt herbergi. minn litli myndi breyta rugguhestinum í mótorhjól og vera alsæll hí hí
Mjög fallegt hjá þér 🙂 Þessi hnöttur er hreint út sagt gördjöss. Hvar fannstu þessa fegurð?
Kv. Óla
Bara eitt orð – gordjöss! Eins og allt annað hjá þér:)
Mjög fallegt herbergi fyrir svona lítinn gaur og flott “inspiration” fyrir herbergi sem ég stefni á að gera fyrir minn litla á sama aldri. Hillan með trjábolnum og mögulega skýjahillurnar eiga örugglega eftir að rata þangað inn 😉
En ég sé glitta í fallegt sængurver undir rúmteppinu með trjáamunstri, er nokkuð möguleiki á að fá að vita hvaðan það er (eða er þetta kannski lak?)?
Bestu kveðjur frá dyggum lesanda,
Sunna
Hæ hæ
Hvar fékkstu stafina sem hanga fyrir ofan rúmið – GFV?
kveðja
Ragga