Stólar…

…eru það sem ég ætla að sýna ykkur í dag.

Ég var líka búin að sýna ykkur þegar að tróð 7 stólum inn í einn lítinn bíl – húrra fyrir mér!

10171647_673064019445782_993837888231861607_n

Ég var náttúrulega búin að sýna ykkur aðeins í þá, svona rétt aðeins…

10417694_673111289441055_814661763459067194_n

…ég var spurð hvar ég hafi fengið stólana og svarið var á Facebook.  Ég birti meira að segja þessa mynd inni á Skreytum Hús-hópnum, og í nokkra daga hékk hún þarna inni, daman sem var að selja stólana fékk ekki fyrirspurnir á þá – en seldi að lokum bara borðið.

Þá ákvað ég að fara og skoða stólana, og eftir það var ekki aftur snúið…

426031_10152610675794326_6851653390132943110_n

…og borðið var svipt svörtu stólunum…

2014-08-09-212847

…og hinir settir við, svona til þess að máta.

Trúið mér, það var eins og stólasprengja hefði sprungið hér inni á meðan á þessu stóð.

Maðurinn minn, blessaður, sem rétt vissi af því að ég ætlaði að skoða stóla, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar að hann sneri heim úr vinnu – en hann er að verða öllu vanur, og dæsti bara örlítið og stakk hausnum inn í Ipad-inn…

2014-08-20-165747

Hvað segið þið svo?

Þetta er eitthvað sem þarf að venjast, því að svörtu stólarnir eru svo stórir og dökkir, þannig að breytingin er töluverð.

En mér finnast þeir ógurlega fallegir, ef ég má bara segja það…

2014-08-20-165753

…þeir eru misháir, og að ég tel alveg eldgamlir.

Veit að þessir hærri voru keyptir á antíkmarkaði í Svíþjóð, þannig að gaman væri að reyna að tímasetja þá…

2014-08-20-165805

…það vill svo skemmtilega til að þeir passa mjög vel við borðið, litarlega séð.

Ég er því alls ekki viss um að ég komi til með að mála þá neitt, í það minnsta þá mála ég þá ekki neitt í bráð.  Það er víst vissara að segja aldrei, aldrei þegar að það kemur að mér…

2014-08-20-165826

…lægri stólarnir eru ekki eins skrautlegir að ofan, en seturnar eru hins vegar alveg hreint æðislegar.

Það er næstum glæpsamlegt að fela svona dýrindi undir rössum að staðaldri…

2014-08-20-165851

…ég meina – common…

2014-08-20-165855

…og svo eru þeir líka með svona fallegt bak.

Einfaldara, en mjög fallegt…

2014-08-20-165858

…og svo er það þetta – sjáið þið bara!

Ég gæti sko setið og klappað þeim daglangt…

2014-08-20-165903

…hann virkar nú gulari en hann, svona út af sólinni…

2014-08-20-165925

…en þessi útskurður og hnúðarnir og allt þetta fínerí – þið hljótið að sjá það að ég gat ekki skilið þá eftir eina og grátandi!

2014-08-20-165931

…og báðar týpurnar með svona “hliðarspikshaldara” – muhahahaha, sorry ég varð!

2014-08-20-165933

…ég get líka sagt ykkur að í augnablikinu standa þeir sitt hvoru megin við þetta borð, og sitt hvor týpan.

Því að þó þeir séu fagrir þá eru það nokkrir sem þarf að líma vel og gera til góða…

2014-08-20-170020

…og allt þetta stólabrölt, það ýtti mér beint í næsta verkefni!

2014-08-24-221116

…annars er víst komin helgi, enn og aftur!

Hvernig stendur á því að tíminn líður svona hratt?

Talandi um tíma sem líður hratt, þá er hérna ein uppáhaldsmyndin mín sem eiginmaðurinn tók árið 2009…

Copy of 2009-03-15-140511

…og hann smellti síðan þessari af núna í sumar!

Það er víst öruggt að segja það – tíminn flýgur!

Eigið bara yndislega helgi, og gerið eitthvað ótrúlega skemmtilegt, ok?!

2014-07-07-162136

13 comments for “Stólar…

  1. Kristjana Axelsdóttir
    29.08.2014 at 08:24

    Fallegir stólarnir…..en ætlarðu í alvöru að skilja okkur eftir í algerri óvissu með hvað þú ert að fara að gera við borðið???? *bíðúperspennt..

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.08.2014 at 18:01

      Sorry !

  2. Margrét Helga
    29.08.2014 at 10:43

    Báðar myndirnar hrikalega krúttlegar, bæði þessi “gamla” og svo 5 árum seinna 🙂 Verður gaman að sjá næstu mynd tekna árið 2019 😉

    En já…stólarnir eru gordjöss og pældu í allri vinnunni sem hefur farið í þennan útskurð!! Algjör listamaður þarna á ferð þannig að stólarnir passa sko vel inni á þínu heimili 🙂 Hlakka líka til að sjá hvað þú gerir við borðið!

    Góða helgi mín kæra 🙂

  3. María
    29.08.2014 at 10:47

    Mjög fínir stólar og þeir koma mjög vel út við borðið.

  4. Sigríður Ingunn
    30.08.2014 at 08:30

    Vá hvað þetta er perfect! Núna flyt ég inn í eldhúsið þitt.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.08.2014 at 18:00

      Ok, viltu gista í ísskápnum? 😉

  5. Lilja
    30.08.2014 at 09:07

    Segðu mér með rugguhestinn, keyptiru hann svona eða föndraðiru hann eitthvað til?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.08.2014 at 18:00

      Rugguhestin keypti ég í bílskúrssölu, á sama tíma og efri skápinn í eldhúsinu (sjá hér http://www.skreytumhus.is/?p=18204) og ég málaði hann síðan bara með svartri málningu.
      Ég veit að Aff.is hefur verið að flytja inn fallega rugguhesta. Þeir hafa verið til í blómabúðinni í Grímsbæ og 18 rauðum rósum.

  6. Inga kr.
    30.08.2014 at 15:28

    Sæl Soffia og takk fyrir að þú ert þú og að þú ert eins og þú ert !!!! Mikið getur þú glatt okkur hinar hér úti sem skoðum póstana þína reglulega. En ég er forvitin, mig langar nefnilega í rugguhest, sem ég get látið standa hjá eða ofaná kertaarninum mínum. Getur þú gefið mér hugmynd hvar ég hugsanlega get fengið rugguhest ? Er alltaf að kíkja eftir í hinum ýmsu verslunum. Eigðu góða helgi sjálf og yndisleg mynd af þér og gullmolunum þínum ( þ.e. börnum og hundum ) Þú ert svei mér rík að eiga þessi glæsilegu börn. Kveðja Inga

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.08.2014 at 18:00

      Sæl Inga og takk fyrir yndislegt komment, yljar svo sannarlega og gleður 🙂

      Rugguhestin keypti ég í bílskúrssölu, á sama tíma og efri skápinn í eldhúsinu (sjá hér http://www.skreytumhus.is/?p=18204) og ég málaði hann síðan bara með svartri málningu.
      Ég veit að Aff.is hefur verið að flytja inn fallega rugguhesta. Þeir hafa verið til í blómabúðinni í Grímsbæ og 18 rauðum rósum.

      Prufaðu að kíkja eftir því 🙂

  7. Berglind
    31.08.2014 at 19:51

    Hæ Soffía 🙂 Ávallt flott allt sem þú póstar!
    En hvítu stólarnir fyrir börnin eru þeir INGOLF úr Ikea?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.08.2014 at 20:56

      Heyrðu já, þetta eru litlu Ingolf-arnir, og svo fengu þeir bara smá límmiða á sig með Mod Podge yfirferð.
      Einfalt og virkar vel 🙂

      Hér er pósturinn um þá: http://www.skreytumhus.is/?p=20334

      kv.Soffia

  8. Kolbrún Rósum og rjóma
    01.09.2014 at 14:10

    Stólarnir eru ÆÐISLEGIR, verður svo miklu léttara yfir borðstofunni þinni. Gersemar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *