…þetta verður bara svona hægt og hljótt póstur. Myndir teknar í hálfrökkri og rólegheitum, ættu að ýta ykkur blíðlega inn í helgina sem framundan er…
..haldið ekki að bambakrúttin mín séu bara að reyna að flytja inn í kertahúsin,
svona fyrst að jólin eru búin…
…og ég er komin með uppáhalds bláu kertaljósin mín fram á nýjan leik…
…og yndislegu kertahringirnir mínir frá www.mosi.is
…og á hliðarborðinu stendur Kartell-lampinn minn, agalega góður með sig og má alveg við því 🙂
…annars er spennandi helgi framundan, sem að ég geri ráð fyrir að deila að hluta til með ykkur síðar…
…er að fara hitta skemmtilegar konur og hlakka mikið til…
…blómin mín eru sprungin út og þá er bara að njóta þeirra…
…eigið yndislega helgi og njótið þess að vera til ♥
ps. skulda ykkur enn pósta sem ég var búin að lofa í þessari viku, en það kemur vika á eftir þessari 🙂
En yndislegar myndir hjá þér og fínt svona á föstudagi.
Mér finnst kertahringirnir algjört æði en ég finn þá ekki á síðunni hjá Mosi.is
Kveðja María
Notalegt hjá þér í rökkrinu 🙂 eins mikið og ég elska vorið þá er samt eitthvað pínu sorglegt þegar orðið er of bjart fyrir kertaljós 🙂
Góða helgi,
kv.
Halla
Notaleg stemming hjá þér eins og alltaf
hlakka mikið til að hitta þig loksins Dossa mín
kveðja Adda enn á Akureyri en bráðum í Reykjavík;)
Það er fátt sem toppar góðan dömuhitting. Góða skemmtun.
Kveðja, Svala (S&G)
Æ,yndislega notalegt og dúllí 🙂
Góða helgi.
kv. Bogga
Indislegur hjá þér bakkinn, hver árstíð á sinn sjarma er það ekki? nú lifnar yfir öllum bloggmyndum, litirnir springa út með blómunum, en enn er pínu tími fyrir kertakósý og huggó.
takk fyrir frábæra helgi Dossa mín
kveja Stína
mikið rosalega langar mig í svona kertahringi frá mosi.is 🙂
fallegar myndir hjá þér eins og vant er. alltaf jafn gaman að skoða hjá þér.