Spegill, spegill…

…herm þú mér!  Ég fór aðeins fram út mér hér 🙂
Ég fer stundum í Góða Hirðinn, allir saman nú: HAAA????!?!!  Sláandi fréttir!
Síðan er ég afar gjörn á að breyta hérna heima hjá mér, aftur allir saman: Núúúúúú?????!!?
Þannig að nú hefst verkefnið:  Losum okkum við það sem að ekki er í notkun!
Hljómar það ekki vel?
Fyrsta á döfinni.  Í einn ferð minni í þann Góða þá keypti ég gamlan yndislegan spegil.  Þetta hefur greinilega verið á skenk einhvern tímann í denn og það sést vel á honum hversu þreyttur hann var orðinn (og já, það er sko ekkert drasl í þessum bílskúr – eða þannig).
En mér fannst hann bara svooooo fallegur.  Síðan kom ég með hann heim, byrjaði á því að grunna hann og aðeins að eiga við hann, en gerði mér grein fyrir því að ég hef bara ekki pláss fyrir hann hérna heima.   Ég er nú þegar með þrjá spegla sem að ég hef keypt í Daz Gutez, sá sem er í stofunni, inni á baði og inni hjá dömunni minni.  Þessum er því ofaukið, sama hvernig ég reyni að koma honum fyrir.
En þá hleypur á snærið hjá einhverjum þarna úti 🙂
Ég ætla að selja spegilinn í því ástandi sem hann er í, það þýðir að það þarf að klára að gera eitthvað fyrir hann.  Það er búið að mála hann með grunni en það þarf að fara betur yfir með sandpappír, mála með kalkmálningu eða gera eitthvað til þess að klára verkið.
En það er líka bara gaman, það þýðir að það skemmtilega er eftir, að breyta honum aðeins og gera hann að þínum!
…öðrum megin strauk ég aðeins yfir með sandpappír, bara til að leyfa ykkur að sjá hvað hann á eftir að verða flottur þegar að búið er að klár´ann…
…þar sem að þessi öldungur man tímana tvenna, þá sér á speglinum.  Eins og sést neðan á þessari mynd, en ég þá fékk ég hugmynd…
…að setja bara svona gamalsdags pappír á bakvið og mér finnst það koma alveg hreint snilldar vel út 🙂
…það væri líka hægt að setja nótnablöð eða eitthvað annað, en mér finnst þetta gefa honum svo skemmtilegan svip…
…hér sést hlið við hlið, með og án pappírs (nema að ég var ekki búin að festa hann niður og þess vegna er hann svona frá þarna í horninu)…
…mér finnst þetta bara flott 🙂
…þetta passar einhvern veginn við karakterinn, þetta hvíta er hins vegar
bara teip eða málning sem að þarf að hreinsa af…
…hvað segið þið við þessu?
Hvernig lýst ykkur á að ég losi mig við umfram birgðir, eða svona dásemdir sem að ég kem ekki fyrir?
Myndið þið vilja að þetta væri uppboð á þessu, eða bara fyrstur kemur, fyrstur fær?
…og svona í lokin:
það væri náttúrulega snilld að setja einhverja svona script á spegilinn,
 eða þannig sá ég þetta fyrir mér 🙂

8 comments for “Spegill, spegill…

  1. 04.03.2013 at 08:34

    Rosalega flottur spegillinn og þetta í heild.
    Hvar fékkstu kórónuna?

    Bkv
    Hugrún

  2. Anonymous
    04.03.2013 at 08:41

    ég er til í að kaupa hann, 1500 kr 🙂 mndi kaupa nyjan spegil i hann.

  3. Anonymous
    04.03.2013 at 09:46

    5000kr allavega er ég til í að borga fyrir hann 🙂

    Kv. Hrafnhildur

  4. Anonymous
    04.03.2013 at 14:02

    Ég er með eina spuringu sem tengist þessu kannski ekki !!… en eg keypti mér stól og er búin að pússa upp og grunna.. ætla svo að spreyja yfir hann.. áður en ég geri það, er betra að pússa hann og grunna aftur eða ætli það sé nóg að spreyja bara strax ??
    Þú hefur svo mikla reynslu að mig langaði bara að spyrja að gamni 🙂

    kv. Birna

  5. 04.03.2013 at 18:09

    Vá spegillinn sjálfur svona slitinn finst mér algjört æði og alveg snilld að setja svona gamla mynd bakvið. Svo held ég að það mætti alveg skoða það að hafa hann bara grunnaðann, bara klára pússeríið. Ég sjáft er voða hrifin af möttu hvítu áferðinni sem fæst með grunninum. Þessi er allavega sko algjört æði.
    Kveðja og knús
    Stína

  6. 04.03.2013 at 22:03

    og hvernig ætlarðu að hafa þetta sá sem býður hæst eða fyrstur kemur fyrstur fær ?? ég er veik mig langar í hann og er til í að klára að laga hann og mála 🙂
    kv. Hrafnhildur 🙂

  7. Anonymous
    05.03.2013 at 19:14

    uhh ja tak (“,) nefndu verd

  8. Anonymous
    06.03.2013 at 10:39

    Ég vil endilega fá þennan!!
    Kv,
    Elísabet

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *