…ójá – HANN er kominn!
Loksins!
Árið byggist upp í þessar stóru stundir, þið vitið jólin, sumarið, afmæli barnanna og auðvitað nýji Ikea-bæklingurinn 😉
…ég var sko mjög meðvituð að fylgjast með lúgunni, því að Stormurinn okkar á það til að verða líka ótrúlega glaður þegar að nýr bæklingur kemur. RIP Ikea eldhúsbæklingur!
…en nýji bæklingurinn er dásemd!
Rétt eins og áður er hann smekkfullur af góðum hugmyndum, og almennum brillijant lausnum.
Þið vitið, þannig að maður arkar beint inn á bað með málbandið og blýant og fer í svakalegar pælingar. Eiginmaðurinn fölnar og rífur í hár sitt og skegg. En hann getur ekkert sagt, ekki þegar að sænski kærastinn sendir sinn árlega pakka!!
…mér finnast þessar myndir dásamlegar!
Þær styðja líka við það sem ég er alveg ákveðin í núna, og það er að flísa bara það sem þarf að flísa á baðherbergjum. Í stað þess að flísa í hólf og gólf. Þá er hægt að mála í mismunandi litum og það að gera litlar breytingar á baðherbergjum verður ekki svona óyfirstíganlegt.
Bónus prik, fyrir að sýna boxið með plastdýrum fyrir krakkana að leika með í baði – ég er einmitt með svona líka 😉
…ég er líka sérlega skotin í þessum handklæðum með gráu röndinni. Einföld og sérlega falleg!
…skipulagsperrar landsins!! Sameinumst í húrrahrópi:
Húrra, húrra, húúúúúúúrrra!!!!
…elska þessar! Á baðið, í krakkaherbergið, í stofuna – bara hvar sem er!
Bónus prik: að þær séu svona mynstraðar!
…bekkir og gærur!
Ég var búin að skrifa langa og ýtarlega setningu um fegurðargildi þess að sjá gærur liggjandi á bekkjum, en ákvað að það gæti misskilist 😉 Segi bara: Vá hvað þetta er nú fínt, í barnaherbergið, eða bara á ganginn!
…svo skotin í þessum myndum öllum!
…fölbleiki liturinn gerir svo mikið fyrir þetta herbergi…
…og *dæææææs*!
Sá sænski sér sko um sínar, ég hlýt að eiga svona dásemdarfataherbergi í vændum!
Spurning að fórna stofunni?
…skotin í þessu! ♥
…tröppur eru snilld!
Þessar eru fallegar!
En sjáið bara gólfið – looooooof it!
…gangaskipulag – yndis!
…Ég er að springa úr ást á þessum fallegu rúmfötum! ♥
…bara geggjað!
…og mér finnst þetta græna ljós vera alveg dásamlegt!
og þessar körfur líka!
…og bekkurinn og púðarnir!
Ef þið eruð ekki komin með bæklinginn, látið ykkur hlakka til!
Á næstu dögum ætla ég líka að sýna ykkur nokkra uppáhalds hlutina mína úr nýju línunum, og þeim gömlu líka!
p.s. hvað eigið þið marga árganga af bæklingum heima hjá ykkur?
Ég fann ekki alla mína, en þeir eru hérna einhversstaðar 🙂
Photos via Ikea
Viðbót:
Í dag er verið að gefa X-Large útgáfu af listanum í miðbænum, og ég er komin með þennan stóra í hendurnar!
Mæli sko með því að þið falist eftir honum 🙂
*Sæluandvarp*… já hann er kominn!! 🙂 Var búin að fletta í gegnum hann á hundavaði á meðan ég var að vinna. Þarf að gefa mér góðan tíma í kvöld (tebolli, teppi, kertaljós og almenn kósíheit) til að skoða hann enn betur! Snilldarmyndir sem þú sýndir okkur í þessum pósti!
Góða skemmtun 🙂
Held þú sért eina manneskjan sem ég “þekki” sem ert first class grúppía Ikea bæklingsins!! hehe…..en jú dásamlegt að fá hann heim, nú þarf að fara að sanka að sér “gærum” og körfum það er engin spurning!
Gefið mér I, gefið mér K, gefið……. 🙂