…er orðið nafn á litlum hópí íslenskra heimilisbloggara.
Þarna erum við saman komnar Kikka úr Blúndum og blómum, Adda frá Heima, Stína Sæm frá Svo margt fallegt og Kristín Vald frá Kristín Vald 😉 og ég fékk að þvælast með, víííííí!
Nafnið á hópnum var tilkomið af því að við viljum allar gera svo sætt heima hjá okkur,
Við ákváðum síðan að stíga saman út úr tölvunum og hittast í alvörunni. Áður en ég hitti þessar yndislegu konur þá gerði eiginmaður heiðarlega tilraun til þess að telja mér trú um að þetta væru örugglega bara sjóarar, sem hefðu ekkert annað að gera í vaktarfríum en að þykjast vera íslenskar ofurkonur á netinu, en neiiiii góurinn! Þetta var alvöru, íslenskar konur, og það sem meira er, þær eru jafn skemmtilegar og yndislegar og bloggin þeirra eru.
Við hittumst, knúsuðumst og svo var bara eins og við hefðum þekkst í 1000ár. Ég varð næstum hissa þegar að Kikka stakk upp á því að við myndum segja nánar frá okkur sjálfum yfir kvöldmatnum,
ég hélt bara að ég vissi allt um þær nú þegar 🙂
En í það minnsta, þá lá leið okkur um borgina þvera og endilanga. Úr Smára í Góðann, og aðrar nytjamarkaði (því að við erum nýtnar), á milli þess sem að var hlegið mikið og heiðarlegar tilraunir voru gerðar til þess að næra sig inn á milli.
Ferðin var tveir dagar, og hefði ekki mátt vera klukkustundinni styttri. Myndavélin var með í för, en sjaldnast gafst tími til þess að vippa henni upp og taka myndir, við vorum bara of bussí.
En hér kemur smá og þá af fysta stoppi: Söstrene Grenes í Smáralindinni…
…þar var nú ógrynni af dýrindis páskagulli og öðrum gersemum…
…þessi litlu tinegg rötuðu í marga poka…
…ásamt fallegu pappaeggjunum, og Adda átti heiðurinn var stílhreinasta pokanum, allt í stíl!
Um kvöldið settumst við síðan inn á Slippbarinn og fengum okkur smá næringu,
og þar sátum við í næstum 4 klukkustundir. Í stuttu máli, þá var ekkert stutt mál
– heldur bara talað og talað 🙂
Á laugardagsmorgni var farið í Kjóla og Konfekt, því að við viljum náttúrulega vera sætar þegar að við gerum sætt heima hjá okkur…
…og svo auðvitað í Púkó og Smart, enda er það bara nauðsynlegt…
…ég leyfi bara myndunum að tala sínu máli, því að þar var nú ægimargt fagurt, eins og við var að búast…
…og sjón er sögu ríkari þarna inni…
…æðislegir þessir litlu stjakar, og mig langar endalaust í þessar flísar/glasamottur…
…fögur ljós og púðarnir, maður minn, púðarnir!!
…körfur og krúttlegheit, hnúðar og fleira…
…og svo auðvitað bara mómentin, eins og þetta hér: Bjútifúllt!
…bekkir og bollar,
svo líka sultur,
krukkur og kerti…
…og luktir og ljós…
…það væri nú ekki vandamálið að eyða aleigunni þarna inni…
…alls konar páska…
…og nei sko: Hææææææææ, þetta er eina myndin af mér.
Ég er sem sé í þessum stígvélum sem þarna sjást í speglinum 🙂
…þessi litli tveggja hæða bakki væri æðislegur fyrir hringana og annað skart…
…og auðvitað er sitt hvað fallegt frá Mosi.is þarna til…
…ahhh, hef verið spottuð af dömunum og þá er komin tími til að halda áfram för okkar…
…bara ein að lokum….
…síðan röltum við inn í Borð fyrir tvo…
…Maríu-styttur og fuglabúr = heaven…
…glerkrukkur og stafir, halló!…
…og svona móment…
…ég elskaði alveg þessar klukkur og meiri glerkúflar…
…var ég búin að nefna alls konar gler?
….ohhhhh dásamlega fallegt!
…fallegar fuglabréfapressur, og algjörlega dásamlegt loftljós – bambar og sveppir…
…og stellið, maður minn!…
..svo er maður bara á Laugarveginum…
…það var til eitt svona, algerlega gordjöss…
…og svo hlupum við út í kuldann!
Við fórum líka í Hús Fiðrildanna, og þar var allt fullt af gersemum að vanda,
ég fékk að vísu myndina lánaða af Facebook-síðu þeirra, en það er vonandi í lagi 🙂
En svona var þetta, algerlega frábært og yndislega skemmtilegt.
Það er gaman að hitta konur með svipuð áhugamál og maður sjálfur, og þvílíkur bónus þegar að þær eru jafn skemmtilegar og yndislegar og raun reyndist, svona þegar við hittumst í þrívídd.
Þannig að þrátt fyrir að hafa farið í innkaupaferð og verið að versla eitt og annað, þá held ég að við séum allar ríkari eftir þessa ferð. Við eigum nýjar, yndislegar vinkonur og það er alveg ómetanlegt.
Endilega gefið ykkur tíma til þess að kíkja á blogginn hjá þessum frábæru konum,
bæði hér og auðvitað á Facebook-síðurnar líka.
*knúsar*
p.s. get ekki beðið eftir næsta hitting, þegar að við tökum norðurlandið með stormi, trukki og dýfu 🙂
En frábært að finna svona gersemar þ.e.a.s. eignast nýjar vinkonur og smella svona vel saman. Gaman líka að heyra að Norðurlandið verði tekið næst. Bíð spennt eftir myndum þaðan 🙂
Kv. úr Eyjum, Þóra
Það hefur greinilega verið svaka fjör hjá ykkur! Vonandi fáum við að sjá við þið hafið verslað ykkur;)
Kv.Hjördís
Mikið hafa þetta verið skemmtilegir dagar hjá ykkur;)
Kv. Heiða
Flottar myndir úr flottum búðum, ég er nú að koma auga hér á ýmislegt sem ég tók ekki eftir í ferðinni, gaman að því 🙂
greinilega skemmtileg ferð hjá ykkur 🙂
Frábært hjá ykkur, greinilega séð margt fallegt 🙂
Takk fyrir þetta, gaman að fá að fylgjast með ykkur. Skemmtileg ferðsaga og fallegar myndir.Mikið fjör.
Bestu kv.Ólöf
Akureyri
Jiiii hvað þetta hefur verið geggjað, ætla að fara að blogga svo ég komist í hópinn hehehe
kv
Heiða