…er hér eina ferðina enn, og einu sinni enn þá er búið að breyta
og endurraða (ætli það sé eitthvað til við þessu?).
og endurraða (ætli það sé eitthvað til við þessu?).
Ég sýndi ykkur um daginn þegar að ég færði snyrtiborðið hennar undir gluggann (sjá hér), en sýndi aldrei hvers vegna ég þurfti að færa allt til. Nú er sem sé komið að því!
Seinasta sumar fékk ég að hirða skáp af kerru hjá nágrana mínum, hann var sem sé að fara að henda honum en ég sá í blessuðum skápnum framhaldslíf.
Ég tók hurðarnar af skápnum og kalkaði þær, og þær eru í notkun hjá mér,
önnur í eldhúsinu en hin í svefnherberginu…
…en þá stóð skápurinn í reiðileysi í bílskúrnum og honum hundleiddist. Greyjið ræfillinn!
Hins vegar var ég snögg að sjá út að það bráðvantaði hillur inn í herbergi dótturinnar, þar var húsahillan og ekkert nein önnur hirsla fyrir leikföngin. Þá ákvað ég bara að rífa fram hvítann grunn og hefja verkið. Síðan til þess að setja smá krydd í tilveruna þá blandaði ég sjálf bláan lit úr einhverjum afgöngum sem að ég átti :)…
…hillan er að vísu ekki tilbúin.
Á eftir að finna húna á skúffuna og svo ákveða með lappir/hjól undir hana…
…hins vegar get ég ekki endurtekið nógu oft hvað það er mikil snilld að fá svona hlut í hendurnar, sem að kostar þig ekki neitt, og prufa sig bara áfram. Því segi ég, ef þið hafið ekki kost á því – skellið ykkur í þann Góða eða í einhvern Nytjamarkað og fjárfestið í einhverjum hlut og prufið ykkur áfram. Að byrja er það langerfiðasta við þetta ferli, og svo er þetta bara skemmtilegt….
…það fynda við þessa breytingu er að þrátt fyrir að færa næstum öll stóru húsgögnin, þá þurfti ég ekki að færa neinar myndir eða nagla, lenti ekki í neinum vandræðum með það…..
…ég tyllti bara speglinum sem hékk yfir snyrtiborðinu við vegginn,
en hann verður sennilegast hengdur upp við gott tækifæri…
…snyrtiborðið er komið undir gluggann…
…en fataskápurinn þar sem að borðið stóð áður…
…og hillan þar sem að fataskápurinn stóð áður –
ein spurning: er einhver að ná að fylgja þessu eftir? 🙂
…hér sést síðan aðeins betur innan í hilluna, sem er bara að taka ágætlega af leikföngum. Aftur er það kannski ekki það mest spennandi sem hægt er að stilla upp, en aðalmálið er notagildið og að koma þessum leikföngum fyrir 🙂
…hér sést líka að hilla er gróflega máluð, og ég fór aðeins yfir með sandpappír
– til þess að gera þetta enn grófara…
…gardínurnar eru sem áður frá Ikea, borðið er frá Húsi Fiðrildanna og stólinn fékk ég í
Gutez Hirdoz og spreyjaði hann ljósbláan…
…húsahillan var keypt í Tekk árið 2005…
…grúbban fyrir ofan rúmið, samanstendur af spreyjuðum diski, litlu kryddhillunum úr Ikea sem að ég skreytti aðeins og svo eru myndir, og aiðvitað stafirnir úr Pottery Barn Kids…
…rúmið er í horninu núna, og við settum upp blómapottahengið úr Blómavali fyrir himnasængina…
…smá detail-ar af náttborðinu – alveg séns að ég ræni þessari kanínu fram yfir páskana ;)…
…síðan er bara snilld að nota upphækkunina úr afmælinu, þessa sem að ég skreytti með skrautlímbandi, í hilluna. Sveppurinn er frá Blómálfunum, dót sem var vinsælt ca. 1984-6, rétt upp hönd ef einhver man…
…en þetta var sem sé sagan af því þegar að hillan bættist við…
…og hillunni vantar fætur, svo mikið er víst 🙂
…síðan er upplagt að nota til skrauts fallega hluti sem til er, eins og bara afmæliskjólana og leyfa þeim að hanga uppi og bara njóta sín…
…rúmið, fyrir og eftir himnasæng.
Það munar nú töluvert um það hvað verður kósý stemning þegar að hún er komin yfir…
…en þetta er herbergið í hundraðasta sinn, allir komnir með leið?
Í það minnsta segi ég bara góða helgi krúttin mín og hafið það sem best yfir helgina ♥♥
Mér finnst alltaf jafn gaman að sjá herbergi heimasætunnar 🙂 segðu mér mín kæra, hvaða litur er á herberginu hennar? hentar hann ekki einstaklega vel herbergi með báðum kynjum 😉 ?
Þóra mín, hann er fínn fyrir bæði kynin, ekki spurning!
Mosagrænn í dömuherbergi:
Kópal innimálning gljástig 10, S2010-G50Y
Bkv. Þóra Björk
Fallegt alltsaman – verð að sýna einni vinkonu minni þetta sem er að fara að innrétta herbergi dóttur sinnar (sérstaklega þetta með himnasængina).
flott hjá þér að vanda, ég á einmitt svona skáp sjálf sem bara bíður út í skúr hjá mér. hann er dálítið vaggandi á fótunum þannig að ég þarf eitthvað að gera fyrir hann…. bara spurningin hvar ég á að koma honum fyrir.
þetta kemur mjög vel út í herbergi heimasætunnar.
Ansi smart allt saman. Þessi skápur er rosa fínn undir allt litríka dótið.
Kveðja
Kristín Sig.
Mjög flott allt saman! Ég þori aldrei að setja hjól undir svona háa skápa og það þarf að muna festa þá við vegginn. Sérstaklega þar sem börn eru á ferð. Þó svo að manns eigin börn príli ,,aldrei” þá koma önnur í heimsókn og ég veit af 2ja ára dreng sem bara opnaði hurð á svona skáp og togaði hann ofan á sig. Kostaði heilahristing og 3 sólarhinga á spítala sem var vel sloppið. Það er aldrei of varlega farið! En aftur bloggi þitt er bara Æði, pæði 🙂
Kv. H.H.
Herbergið hennar er yndislegt, ég er sérstaklega hrifin af myndunum úr Dimmalimm bókinni en það tengist minni æsku 🙂
Kveðja, Guðrún H.
Dásamlegt herbergi!
Litla Dossa, systir mín…þú ert svo mikil skrautprinsessa og allt sem þú gerir er svo fallegt. Þú skreytir herbergið mitt á elliheimilinu; yes? Ég sé fyrir mér spreyaða koppa og falskar föndraðar upp um alla veggi-gamlar brillur og hárnet hangandi yfir rúminu:):)
Þín systir og aðdáandi-Gvura í Ábúð 85
Hæ hvar fékkstu þennann fían svepp ??
http://4.bp.blogspot.com/-xvyHarJ2CZc/UTkfXt_WFnI/AAAAAAAAWjA/uFBiDawdUHs/s640/testtest2013-02-22-171742.JPG
Uppáhaldsherbergið mitt allt svo fallegt <3