…en ekki landið sko!
Heldur bara svissað hérna heima – í alrýminu, færð stóran skáp þar sem mjóa gangborðið var og gangborðið þar sem skápurinn var.
Einfalt en breytir miklu – og það finnst mér gaman…
…einu sinni, endur fyrir löngu – þá setti ég blaðsíður og kort í bakið á stóra glerskápnum (sjá hér). Þar sem ég ákvað að færa hann núna á hvíta vegginn þá langaði mig að breyta aðeins bakhliðinni. Síðan, þar sem ég virðist vera hoarder, þá átti ég svona “veggfóður á hurð” úr Bauhaus, sem ég keypti einu sinni inn í herbergi dömunnar – en notaði aldrei.
Núna ákvað ég að nota það og festi það bara upp með double-teipi…
…þið verðið að afsaka hversu léleg gæðin eru á myndunum – en rétt eins og oft áður þá vann ég þetta “ódæði” í skjóli nætur…
…en þið sjáið hvernig þetta kemur út – og ég var frekar mikið sátt við þetta.
Þetta er svona einfalt því að bakgrunnurinn er hvítur, en síðan koma greinar með litlum fuglum á – hvað er ekki að elska?
…þannig að þetta færðist yfir á brúna vegginn…
…og skápurinn stendur þarna með sínu fuglafargi…
…ég nota mikið svona diska á hæðum inn í skápa – kannski af því að ég á of mikið af þeim 😉
En þeir eru fínir til þess að nýta plássið enn betur…
…og litlar styttur leynast þarna inn á milli. Stelpa og stráka sem ég hef átt síðan ég byrjaði að búa. Táknrænt, ekki satt?
…glösin og sparistellið sem við fengum okkur þegar við giftum okkur…
…og ljónaskálarnar góðu…
…eru fuglarnir ekki dásamlegir?
…hér sést nú vel hversu sneddí það getur verið að nota tvöfalda diska inn í skápa…
…kampavínsglösin sem foreldrasettið fengu í trúlofunargjöf, fyrir einhverjum 54 árum síðan…
…en svona er þá inní skápnum…
…og hann er bara sætur með nýja bakinu – eða það finnst mér!
…og jú, krossinn fékk að fara upp á vegg líka!
Smellpassar bara…
Hliðarborðið mjóa er síðan í góðum gír við brúna vegginn, mikið fallegra síðan að það var málað (sjá hér)…
…skrítið hvað myndir koma stundum betur út þegar að þeim er hallað upp að vegg, fremur en að hengja þær upp 🙂
…og það er alltaf jafn gaman að stilla upp á þetta borð.
Það er bara eitthvað við þessa stærð af borðum, sem eru svona mjó og löng…
…og það þarf ekkert meira en að klippa grein úr garðinum, svona stundum í það minnsta…
…og kertaljósið, það er ómissandi…
…sérstaklega þar sem að haustið virðist hafa dottið í hús, núna bara á tveimur-þremur dögum!
Geggjað! Hvar fékkstu svona flott veggfóður?
Í Bauhaus 🙂
Þetta er æðislegt 🙂
Vel svissað hjá þér, þarf nauðsynlega að eignast þetta veggfóður…. langar helst að pakka sjálfri mér inn í það 😉
Vá! Þetta er ofboðslega flott! Lífgar þvílíkt upp á skápinn og þessir fuglar eru bara einum of fallegir! Í mínum huga þá er þetta rétti staðurinn fyrir þetta veggfóður, að herbergishurð dóttur þinnar ólastaðri 😉
Hey!! Var að fatta eitt…ert þú þá svona Swiss miss??? Það hlýtur að vera útttlenska fyrir svona breytikonur 😉 Hvernig heldurðu að þú verðir þegar hið raunverulega breytingaskeið byrjar!!! 😉
Góð swiss breyting 🙂
Vá hvað veggfóðrið gerir mikið fyrir skápinn….ótrúlegt alveg. Nú verður maður að fara að hysja upp um sig og fara að gera eitthvað hérna!! húrra fyrir þér – alltaf svo sneeðug 😉