Páskumst saman….

…til að byrja með, þá er ég með kenningu/spurningu/pælingu.

Hvers vegna er lagt svona mikið upp úr jólaskrauti en svona lítið upp úr páskaskrauti?

Í raun er páskarnir lengri en jólin, svona frílega séð og Baggalútur hefur meira að segja gefið
út páskalag (að vísu bara eitt en samt).

Ég held að það sé vegna þess að úti í útlöndunum er farið að vora á þessum tíma, en hérna hjá okkur erum við bara að bíða eftir því hversu mikið það snjói um páskana 🙂
Annað sem að ég tek að sé stór hluti, er að mikið af páskaskrauti er ekkert mjög fallegt (að mínu mati).  Því hef ég ákveðið að koma mér upp skrauti sem að mér finnst vera fallegt og ég hlakka til að setja upp (eins og þetta hér og auðvitað þessi hér).  Síðan ætla ég að fara að páska/vorskreyta fyrr.
Byrjum því núna!  Ég er sjaldnast búin að ákveða fyrirfram hvað ég ætla að gera, oftast finn ég einn og einn hlut sem að koma mér af stað og þá fer sko boltinn að rúlla…
…núna fann ég í Blómavali í Gravarholti litlar kanínur, þær eru fjarska fallegar þessi grey og kostuðu aðeins 129kr stórar og tvær litlar saman á sama verði…
…síðan komst ég að litlu leyndarmáli, sem að ég ætla að deila með ykkur ef þið lofið að segja engum frá 😉
Uppi á Höfðabakka 3 er lítil búð sem er með svo gordjöss vörum að það hálfa væri nóg, hún heitir Litla Garðbúðin (og þið komist á Facebook síðuna þeirra hér).  Þar fann ég þennan líka dásamlega kökudisk, á extra háum hælum fæti og þessi litlu páska/sumar tinspjöld…
…þá var ég komin á flug, ohhhhh það er svo gaman þegar að maður finnur svona fallega hluti.
Ég ákvað að taka blessaða tvöfalda diskinn minn, þennan úr Rúmfó sem er búið að sýna skrilljón sinnum, og ég notaði þennan hvíta (því auðvitað á ég hvítann og dökkann) og hann var enn með slaufunum síðan í afmælinu í febrúar
…en að sjálfsögðu þá tók ég hann og skrúfaði saman öfugann, setti á kökudisk á fæti
 og svona varð frumraunin:
Fyrsti kaflinn: Kanínuríkið
Fyrst setti ég eitt spjaldið efst á diskinn minn, annað spjald tók ég og setti á vírkörfuna mína, í staðin fyrir hjartað sem að venjulega hangir þar á…

…samansafnið byggist á tveimur kertastjökum, eggjunum sem að ég málaði um daginn, kanínukrúttunum, smá mosa, silkiblómum og blúnduborðakefli sem að ég á.  Hinum megin er síðan hár kertastjaki, blár blómastjaki og vírkarfa sem að ég setti á diskinn með háa fætinum…

…kertið var keypt á lagersölunni sem að var hjá Ikea um daginn og þá kostuðu þau bara einhvern 150kall. 
Eins og þið sjáið þá er spjaldið góða dásamlega fallegt með, ekki satt? 

…eins var krúttlega kanínuspjaldið ekki síðra…
…smá nærmynd af kaninkufamelíunni…

…er þetta ekki bara svoldið svona páskó og vorlegt?…

…og þessi spjöld eru alveg að gera sig að mínu mati!

…nokkur egg sem að ég málaði í fyrra fengu að hanga í greininni í glugganum…

…svo er bara snilld að taka alls konar egg sem að þið eigið kannski til, 
og bara skella í svona vírkörfur eða glervasa, eða glerkúfla eða…. 
…og sjáið litla páskaungann á spjaldinu á körfunni, ouwwwwwwww…

…og ég var fljót að komast að því að allir hlutir verða 100 sinnum fallegri þegar að þeir eru komnir á hæla.
Það er bara svoleiðis!
Elska nýja diskinn minn ♥♥
…og lokaútlitið á kanínuríkinu, því að nú skriptum við um gír 🙂

 Annars kafli: Birdie namm namm

Núna færum við okkur frá kanínum og yfir í fallega fugla, gaman að því.
Þið sjáið líka hvað þetta er einfalt og skemmtilegt, það er í raun 
bara verið að nýta það sem til á og gera skemmtilegar grúbbur…

…og sjáið bara hvað þessi er montinn af egginu sínu…

…fuglabúin úr Söstrene, frá því í afmælinu í fyrra voru nýtt áfram (skvo, alltaf að nýta áfram)…

…þannig að grunnurinn er sá sami en bara aðeins skipt út…
…og já, það er STÓR séns að ég ískrað og rekið upp gleðióp, þegar að ég sá að glerkúpullinn sem að ég átti fyrir, smellpassaði ofan á fallega diskinn minn. Húrra – húrra – húrra!
Svona er ég einföld sál og það þarf lítið til að gleðja mig,
og sælir eru einfaldir 🙂

…og þessar krúttaralegu kaffiservéttur, í hárréttum litum, fengust líka í Litlu Garðbúðinni 
(common, bara nafnið er dúlló)…
…og ég sagði ykkur þetta með að safna eggjum undir glerkúfla… 

Þriðji kaflinn: Bland í poka
Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir, bæði fuglar og kanínur…
…ég sagði ykkur að kanínurnar væri fjarska fallegar og þær verða alveg yndislegar undir glerkúflinum…

…haldið þið að svona smá loðnar kanínur verði ekki bara vinsælar fyrir þessa páska?

 …þessi páskaungi fékkst á sínum tíma í Hafnarfirði, en það var bara einn til og ég á´ann, sorry 😉
En hann er erfiður þegar ég er að reyna að mynda kanínurnar mínar!

…en þessi blái litur er mikið að gleðja mig… 

…ég setti litla búrið á neðri hæðina, og færði hvítu silkirósina framar… 

…og á efri hæðinni stendur montrassinn enn með eggið sitt…

…og svona stendur þetta núna…

…og í heildina séð 🙂

Eins og svo oft áður, þá tók ég nokkrar myndir í rökkurró…

…hvað segið þið?
Sátt við mig?  Farnar að páska eitthvað?
Fílið þið svona samansafn?

♥♥ knúsar ♥♥ 

…ps…eruð þið komin með nóg eða viljið þið eitthvað svona á morgun?

22 comments for “Páskumst saman….

  1. Anonymous
    12.03.2013 at 08:19

    Ég er í páskavímu, svíf algjörlega skýjum ofar og er alveg útúr páskuð. Þið þarna hinar, látið þetta fallega dót úr Litlu garðbúðinni vera, þið getið farið þangað þegar ég er búin að taka það sem ég vil þar!!!!!!!!!
    Kveðja, Svala (S&G)

  2. Anonymous
    12.03.2013 at 08:27

    Dásamlega fallegt allt saman. Hlakka til að sjá póst morgundagsins 🙂

    Kveðja
    Helga Guðjóns.

  3. Anonymous
    12.03.2013 at 08:29

    Yndislega fallegt hjá þér. Elska páskadót. Hlakka til að sjá meira.
    Kv. Dagga

  4. Anonymous
    12.03.2013 at 09:08

    Smekklegt hjá þér, fallega uppstillt gaman að skoða KV Olla

  5. Anonymous
    12.03.2013 at 09:11

    arg og garg hvað þú ert mikill snillingur!! þetta er alveg rétt hjá þér – afhverju að skreyta meira um jól heldur en um páska? ég er að vísu skreytióð þannig að ég elska að fá þínar hugmyndir í bland við mínar! takk enn og eftur fyrir að vera svona klár! 😉

    kv G.

  6. Anonymous
    12.03.2013 at 10:28

    Dossa, Dossa, Dossa …. ég hneigi mig fyrir þér þú mikli skreytisnillingur ! Koddu í kaffi í Hamrana og gerðu Páskó hjá mér 🙂 Þessi búð á ekki eftir að vita hvað sé að gerast þegar hersing af skreytióðum konum mun mæta þangað í dag og tæma páskakanínurnar og tinspjöldin úr búðinni 🙂 Love Edda

  7. 12.03.2013 at 10:34

    Jedúdda-mía hvað þetta er fallegt hjá þér Dossa!
    Og kanínurnar eru svo bjútífúl!

  8. 12.03.2013 at 10:40

    jeddúddamía hvað þetta er allt flott

  9. Anonymous
    12.03.2013 at 11:01

    Þetta er rosalega flott hjá þér

    Halldóra

  10. Anonymous
    12.03.2013 at 11:36

    aedislegt eins og allt sem tu gerir:)
    kv Jovana

  11. 12.03.2013 at 13:19

    Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér um daginn, þ.e. af hverju það er ekki meira úrval af fallegu páskaskrauti….en þetta er æðislegt hjá þér, svo fallegur blái liturinn!

  12. Anonymous
    12.03.2013 at 13:19

    Er sko að fílitta…
    kveðja Ása

  13. 12.03.2013 at 16:00

    Þú ert nú meiri snillingurinn stelpa, mig vantar bara svona smá snefil af hugmyndaauðgi þinni !!!

  14. Anonymous
    12.03.2013 at 19:14

    Duglega þú! Þvílíkur gúrme póstur sem maður kemst í 😉
    Hlakka til að sjá meira og ég þori að veðja að þú stingir þessum kanínum í vasann ef þú ferð út og tekur þær með upp í rúm þegar þú ferð að sofa því það er eitthvað brjálæðislega knúsulegt við þessar elskur 😉

    kv. Svandís

  15. 13.03.2013 at 14:52

    Yndislegt alveg hreint, takk 🙂

    Kv Sigrún Arna

  16. 13.03.2013 at 20:01

    Nei!!! hættu nú kona góð, þú gerir mann páskaóða. Þvílík fegurð, Omæ omæ :)Ég verð að fara að skoða í kassana mína 🙂

    Takk svo mikið. Kv. Sigga

  17. 16.03.2013 at 00:54

    Þetta er allt saman svo sjúklega flott, langar í þetta alllt saman!

  18. Anonymous
    16.03.2013 at 08:16

    Þetta er alveg glæsilegt hjá þér 🙂

  19. 17.03.2013 at 13:23

    Truflað flott og glæsilegt hjá þér, ekkert smá vorlegt og rómó – og snilld að skrúfa diskinn öfugan saman, á örugglega eftir að prófa það með minn 🙂

  20. Greta
    18.03.2014 at 22:04

    Jemundur einasti. Þarf að fara á rúntinn að sækja mér nauðsynjar (spjöld og kanínur).
    Dásemd 🙂

  21. Greta
    18.03.2014 at 22:06

    Jæja… Kommentaði á ársgamlan póst :-/
    P.s. En ferlega sætt þrátt fyrir það.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.03.2014 at 23:41

      Allt í góðu – spjöldin eru líka enn til 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *