…stundum finnst mér ég hljóma eins og biluð plata. En þið stökkvið þá bara yfir það sem þið nennið ekki að lesa 🙂 Eins áður sagði þá veit ég sjaldnast hvað ég ætla að gera fyrr en ég sé hlutina fyrir framan mig.
Seinast þegar ég heimsótti hana Betu mína í Blómavali í Grafarholtinu, þá sá ég skyndilega þessa potta í hillunni úr fjarlægð. Það var ást við fyrstu sýn!
Ég er nefnilega ekki mjög bleik í mér, en þegar að þessir pottar voru sko alveg að gera sig.
Með svoldið svona rustic fíling og hvítu á móti bleiku rósunum – og fulgar! – luvs it ♥!
…síðan fann ég þessi litu krúttaralega hreiður á pinna, með nokkrum eggjum í…
…minnir að þau hafi kostað 199kr. Þessi eru bara snilld…
…ég tosaði pinnann úr, og með honum komu litlu eggin og smá strá…
…síðan ýtti ég pappírsbotninum úr og eftir stóðu þá hreiðrin tóm, pottarnir voru fylltir með sandi,
og hreiðrin urðu hreinlega að kertahringjum…
…og síðan bara stakk ég litla pinnanum með eggjunum til hliðar,
þannig er komin lítil og einföld páskaskreyting, sem að allir geta gert 🙂
…og önnur til…
…gulur er ekki páskaliturinn minn, en maður stenst nú varla svona litla krúttaralega, flöffí, ljósgula unga (líka frá Blómavalinu) og um hálsinn á þeim batt ég smá slaufu…
…svona til að hafa þá í stíl við krúttaralega litla páskaspjaldið mitt úr Litlu Garðbúðinni…
…og eitt lítið hreiður fékk líka að vera með á bakkanum (pinnalaust)…
…ég fann líka þessa krúttaralegu körfu þar, og litla sæta bleika túlipanaborðann…
…sjáið þið hann þarna neðst í körfunni?
…hann gerir nefnilega ansi mikið! Síðan setti ég mjúka diskamottu ofan í körfuna mína, gervirósir, epli, servéttur, kerti og nokkur skreytiegg…
…en pottarnir voru þrír, og því vantaði eitthvað í þann seinasta (hérna sést sandurinn sem ég setti í pottana)…
…og í þann setti ég þetta hreiður, sem koma svona tvö
í pakka með eggi og fugli, einfalt og sætt…
…og þar með er bakkinn á borðinu tilbúinn, eggin mín frá því í fyrra eru komin í krónuna,
en með þeim hanga núna fleiri egg í öðrum litum…
…fann nefnilega poka með fallegum eggjum í Blómavali,
sem eru m.a. með svona líka sætum fuglamyndum…
…og fuglabúrum…
…og þau eru gul, hvít, græn og bleik, og mín eru svo blá – auðvitað…
Þannig blandaði ég smá bleiku inn í páskana mína, og smá gulum páskaungum,
sem að gleðja lítil kríli sem að hér búa…
…hjartaskiltið úr Litlu Garðbúðinni er náttúrulega bara dásemd, og kostar bara 350kr…
…það er líka bara gaman að fá sér svona hluti eins og körfuna og pottana, sem að eiga svo auðvelt framhaldslíf utan páskana, og ég á sko eftir að gera eitthvað meira sniðugt með þetta í framtíðinni…
…litlu hreiðrin á 199kr eru líka yndisleg, og ég er ansi hreint kát með þessar litlu, krúttskreytingar…
…og körfuna, ungana og ……
…ég er bara almennt að fíla það að páskaskreyta svona 🙂
Hvað segið þið?
Hafa þessir póstar hvatt ykkur til dáða?
Eruð þið farin að skreyta heima hjá ykkur?
Allt efnið til skreytinganna fékk ég hjá henni Betu minni í Blómavali í Grafarholti,
og ef þið eruð í vandræðum þá bara farið þið beint til hennar og hún veit allt um allt!
Ungi litli segir: Þetta er ekkert mál! 🙂
Annars ætla ég að gefa einn pakka af svona sætum fluffy ungum og einu fallegu páskahjarta!
Þið þurfið bara að kvitta undir þennan póst og ég vel
einn kommentara eftir random.org á sunnudaginn mánudaginn!
Ákvað að breyta tímanum í mánudag, þar sem að svo margir eru orðnir vanir því að það komi ekkert blogg inn um helgar, og ég vil gefa sem flestum séns að vera með ♥
Svona til að koma ykkur í páskagírinn! 🙂
Hreinlega elska bloggið þitt, kíki við daglega stundum nokkrum sinnum á dag 🙂
Páskaskrautið er æði, pottarnir eru bara 2kjút 😉
Kv. Jóhanna Björg
Þú ert alveg meistari 🙂 það er allt flott sem þú gerir!
Kveðja, Sveinbjörg
Vá en fallegt og páskalegt hjá þér:-)
Takk fyrir yndislegt blogg..
Mbk. Erla Kolbrún
Alltaf svo fallegt hjá þér 🙂
Mikið ósköp er þetta alltaf fallegt hjá þér. Ég fór strax að grafa ofan í “páskakassann” minn, vona að það komi eitthvað fallegt hjá mér. Og í guðanabænum haltu áfram að blogga, maður kemst alltaf í gott skap eftir svona lestur. 🙂
Kveðja Sigga í Hveró
Fallegt en og þetta hreyfir við manni og vonandi kemst ég í gírinn um helgina 🙂
kveðja,
Halla Dröfn
Skrapp í Blómaval hér í Kefcity og það var ekki svona mikið úrval eins og þú ert að sýna núna – því miður!!
En þessi hreiður eru dásamleg og þetta er frábær hugmynd með blómapottana og kertin!
Kv. Gurrý
Uppáhalds heimilisbloggið mitt by far. Ég horfi í kringum mig heima hjá mér og bölva því að ég hafi ekki tíma til að dúllast og gera svona fínt eins og þú. Snillingur.
Kveðja
Sæunn P.
Alltaf jafn gaman að kíkja í heimsókn, svo ævintýralega flottar hugmyndir.
Held ég hafi aldrei hugað að páskunum svona snemma. Er strax farin að spá í hvar þæfðu eggin sem við mægður gerðum í fyrra eru staðsett og bíða þess að vera dregin fram.
kv. Elva T.
Sniðugt að nota pottana sem eru btw gordjösss……og hreiðrin eru æðisleg. Verð að bruna í blómaval og bæta í það litla páskaskraut sem ég á. Þessi páskablogg eru hreint yndi og fær mann til að langa að skreyta…og skreyta, sem mig hefur alltaf langað til að gera en ekki gert – nema kanski með gömlu páskaeggjarungunum :/ hehe…
Kveðja Krissa
skemmtilegar hugmyndir og flott hjá þér.
kv Sirrí
Alltaf svo fallegt hjá þér. Algjör snillingur!
Kv.Hjördís Hjartar
Þú ert alger snillingur kona – þetta er allt saman svo fallegt hjá þer og ungarnir eru of sætir!
Ég fór einmitt í Litlu Garðbúðina í dag og jeminn hvað það er margt sætt þar! 🙂
Bloggið þitt er alveg frábært og hér er búið að taka fram smá páskaskraut eftir alla dásamlegu páskapóstana þína 🙂
Kristín H
kvitt kvitt … Edda
Dásamleg síða hjá þér Dossa. Ég kemst alltaf í breytingagír þegar ég skoða síðuna þína. Og páskafærslunar eru sko engin undantekning, takk kærlega fyrir 🙂 Ungarnir og spjöldin væru nú dásamleg viðbót í páskaskrautið mitt 😉
Kveðja Gyða Sigþórsdóttir.
Ofsalega fallegt! Var einmitt búin að kíkja í Blómaval í minni heimabyggð, en á eftir að fara aftur.
Kveðja,
Þorbjörg Gunnarsdóttir.
Geggjaðir pottarnir og allt hitt líka, alltaf skemmtilegt að kíkja við hjá þér.
kveðja
Sigga
Bjútí hjá þér elska
Knúsar sjoppfríður
Fallegt hjá þér ,ég er einmitt að gera svona ; páskagreinakúluskraut; en ég prjóna allar kúlurnar ! kv Bryndís Axelsdóttir
Alltaf jafn flott hjà þèr 😉
Kv, kolla
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Knús Anna Kristín Sch.
…alltaf jafn skemmtilegt að kíkja á síðuna þína…..dásamlegt hugmyndaflug sem þú hefur…og yndislegar myndirnar þínar…..Kv Ditta.
Æðislegt! sé að ég verð að gera mér ferð í blómaval 🙂
Væri ekki amalegt að fá svona glaðning hjá þér
Já takk 🙂
Mæli síðan með bloglovin fyrir alla þá sem elska bloggið þitt eins og ég 🙂 þá fær maður nýjar fæslur alltaf beint í æð.
-Agata Kristín
Kíki alltaf á síðuna þína, virkilega falleg.
Karfan er bara gordjöss…………kemur ekkert smá vel út 🙂
kveðja
Kristín S
Rosa fallegt 🙂 Ein forvitnispurning, hvernig geymirðu allt þetta krúttlega dót sem þú tekur fram til skiptis? Væri til í skipulagsmyndir 🙂
kv Gígja skipulagsfrík
Eg er til i smá paskaglaðning;)
Endalaust fallegt hjá þér alltaf, ofboðslega falleg páska krónan**
Kata*
Bjútifúl pásk hjá þér mín kæra.
Kveðja, Svala (S&G)
Yndislega fallegt hjá þér! Ég elska páskana go páskaskraut 🙂
Kv. Arna Ósk
Má ég vísa manninum mínum á þig ef að ég fer í litlu garðbúðina og Blómaval og missi mig? 😉 Smá grín, en mikið svakalega er þetta fallega páska-vorlegt hjá þér og vel heppnað, ég er sko ekkert að grínast með það!
Dásamlegt!
Kv.
Auður
Endalausar hugmyndir sem er svo skemmtilegt að skoða!
Kveðja, Greta
Dásamlegt!
Bestur Kveðjur R.
Jiminn hvað þetta er sætt hjá þér! Ég hef varla nennt að setja upp neitt páskaskraut undanfarin ár en er aðeins farin að skreyta núna, svona ogguponsu egg, hænur og ungar hér og þar ásamt grænum greinum og gulum blómavasa. Hver veit nema maður skelli sér í Blómaval og finni sér svona krútthreiður á pinna og föndri smá? 🙂
Alltaf jafn gaman að skoða hvað þú ert að gera.
Bestu kveðjur,
Guðný
Alltaf gaman að skoða og lesa bloggið þitt.. og frábært að þú farir og finnir vörurnar fyrir okkur hinar 🙂
Kv.ingunn
Skoða síðuna þína á hverjum degi, alltaf jafn flott 🙂
Kv. Ragnheiður
Ótrúlega fallegt allt saman!
Væri meira en til í að hreppa smá glaðning frá þér 🙂
Kv. Hugborg Erla
Nei hættu nú alveg..þú ert ótrúleg, ég hefði aldrei fattað að gera svona sætilegt úr þessu en takk fyrir að sýna snilli þína svo við sem erum hugmyndalausar getum apað eftir :o)
Kveðja
María
jjiii litlu hreiðrin eru æði, og bakkinn allur í heild sinni.
póstarnir eru svo sannarlega búnir að koma manni í páskastuð 🙂
Ég er sko farin í blómaval núna! gjörsamlega æðislegt hjá þér, það er hrikaleg gaman að kíkja hér inn, þú gefur mér þvílíkan innblástur 🙂
ég bara er komin í geggjað stuð að fara að skreyta hjá mér, það er allt geggjað flott sem þú gerir :Þ
kv, Berglind
Paskadrottning! Aedislegt allt saman hja ther!
kv. Brynja
Þvílíkt hugmyndaflug hjá þér. Ég á eftir að prófa nokkrar af þessum hugmyndum þínum sem birtast hér á þessarri frábæru síðu
kv. Klara
Bara flott að vanda!!
kveðja Ása
Ekki neitt smá margir búnir að skrifa hérna. Rosalega ertu dugleg að gera páskalegt hjá þér. Krúttulegir páskaungarnir. Alltaf gaman að lesa það sem þú skrifar. Takk fyrir þig…
Frábært hjá þér. Uppáhalds bloggsíðan mín. Takk fyrir þig.
Mjög fallegt og flott hjá þér og ég elska að skoða bloggið þitt <3
já væri mera en til búinn að mála 12 dossuegg svo það verður voða dossu legir páskar hjá mér í ár kv jóhanna
Bara snilld! 🙂 Er reyndar ekki þessi páskaskreytingamanneskja, en þú hvetur mann til dáða 🙂 Væri alveg til í svona “páskaskreytingastartpakka” 😉
Kv. Margrét
ohhh dásamlegt allt sem þú gerir 😉 elska bloggið þitt og allt sem þú gerir.
kv G.
Dásamlegt eins og allt sem að þú gerir !!! ég er ekkert að hata þessa potta sko 😉 þeir eru bara einu númeri of sætir hehe.
Takk enn og aftur fyrir dásamlegt blogg og frábærar hugmyndir.
Dásamlegt! Elska bloggið þitt og allt sem þú gerir:-) Kveðja Kristjana 🙂
Fallegt eins og við var að búast hjá þér. Nú langar mig að fara að skreyta fyrir páskana hjá mér 🙂
Kveðja, Guðrún H.
Bara flott, ég kíkji daglega á síðuna þína 🙂
Kv Halldóra
Yndislegir þessir hnoðrar!
kv,
Anna
Jiii… þessir loðnu ungar eru hreint yndi! Mig langar bara að knúsa þá ♥
Kv.
Ástrós.
Hugsa oft að ég vildi óska að við værum systur hahahah til að getað fengið þig að láni til að gera kósý hjá mér …
svo hugsa ég oft líka .. vá hún hlýtur að eyða öllu í skraut og engan mat hahahahah
einni sem finnst dýrt að fara í búðina haahahha 🙂
Elska þetta blogg meira en allt, elska pottana, ætla að fara og ná mér í eins og 3 🙂 langar reyndar ofsa mikið í svona bakka líka – 🙂
keep up the good work 🙂
knús í kotið þitt :*
KV Þórunn Eva
Muhahaha – Þórunn Eva þetta er næstum uppáhaldskommentið mitt ever!
Ég skal ræða við mömmu um ættleiðingu 🙂
Takk fyrir þetta!
Þetta er allt svo æðislega krúttlegt og flott hjá þér. Ég er ekkert byrjuð að páskaskreyta hjá mér en það verður vonandi bætt úr því á næstu dögum.
Það væri nú ekki verra að hafa smá meira skraut til að nota 😉
Kv. Vallý Sævarsdóttir
Alltaf jafngaman að lesa hjá þér og fá innblástur 🙂
kv. Ingunn O.
Yndi, bara yndislegt eins og alltaf hjá þér 🙂
kveðja
Gunna Á
Dásamlegt hjá þér eins og alltaf og allveg hægt að stela hugmyndum, en stundum leiðinlegt að vera svona langt frá þessum verslunum sem selja allt þetta fínerí þar sem ég bý vestur á fjörðum, en þá er líka gaman að geta skoðað og notið myndanna frá þér
kv Guðríður
já takk 🙂
fylgist vel með þessu flotta bloggi og fæ hér margar hugmyndir að láni 😉
kv. Erna
já takk 🙂 vona að ég sé ekki of sein 🙂
Kv Berglnd Ásgeirs
Væri ekkert á móti því að eignast svona flott páskaskraut :). Mig langar bara að fara að föndra á fullu eftir að hafa skoðað allt sem þú ert búin að gera. Geðveikt flott hjá þér 🙂