Innlit í danska dúllubúð…

…eða það kalla ég þær í það minnsta.  Þetta eru þessar krúttuðu búðir sem eru út um allt í Köben, og bara út um allt danaveldi.  Þetta eru danskar Púkó og Smart, Sirka og Evita.
Þið vitið hvað ég meina, þessar dúllubúðir sem veikja hnén og tæma veskin…

IMG_1816

…en svona alveg í alvöru, þá er þetta skelfilega erfitt fyrir óstabílar innkaupaglaða konur eins og mig.  Það var svo skrambi margt sem að heillaði þarna, upp í hillum, hangandi úr lofti, standani á gólfi, hallandi upp að veggjum – þetta er nóg til þess að æra óstöðuga…

IMG_1782

…til að mynda glerkúplarnir þarna, þið sjáið þá í efri hillunni ekki satt?
Glerkúpull, rósir og vintage look – love it…

IMG_1783

…og herra minn, hvað þessir voru hverjum öðrum fegurri…

IMG_1785

…ég þarf nauðsynlega að fá mér flygil til þess að fylla hann af römmum – svona alvöru Dallas/Dynasty móment…

IMG_1786

…og fyrir krummana, þá vantar alltaf hengi fyrir skartið…

IMG_1787

…ohhhhhhh boxið! ohhhhhh kórónan!

Ég fór einhvern tímann til miðils sem sagði mér að ég hefði verið í keisarafjölskyldunni í Rússlandi fyrir byltingu.  Það gæti vel passað því að þessi kóróna og þetta box, það smell passar mér sko – takk pent fyrir!

IMG_1789

…ekki vantar krúttaralegar höldur…

IMG_1790

…og snagabrettishilluupphengisgleðin, og á tilboði!!

IMG_1793

…þessi hérna – ég vildi svo mikið taka hann með mér heim.  Sá hann inni í svefnherbergi með fallegum skóm og veskjum.  Eða inni á baði með handklæðum…

IMG_1794

…og það sem heillaði mest, það var þessi flotta áferð – þarf að æfa mig og ná þessu…

IMG_1795

…stjörnurnar fannst mér æðislegar.  Svo fallegar að ein fékk að koma með mér heim, snúllan á henni…

IMG_1797

…jájá, það var nóg til…

IMG_1798

…þennan ramma er ég enn að hugsa um, skrambans mar!!!!

IMG_1799

…hann var í tveimur stærðum og með þessari kórónu á, en sem sé engu gleri – en hollerassíhía – ég er sko enn að hugsa um hann í dag…

IMG_1805

…uglur, og bakkar og…

IMG_1801

…*montrassasætirkertastjakarsemögramérþvíaðdanskakrónanersvoóhagstæðfyriríslendinga*…

IMG_1807

…og sjáið bara bakkann sem þeir standa á! og borðið, og stólana…

IMG_1815

…meiri skápar, sem ekki komast í ferðatöskur, en hins vegar má taka til sín hugmyndir – eins og að setja blúnduna í gluggana…

IMG_1808

*dæs*

IMG_1810

…hvað segið þið?

Alveg sjúkar núna?  eða bara rólegar og mellow? 🙂

IMG_1813

16 comments for “Innlit í danska dúllubúð…

  1. Margrét Helga
    25.08.2014 at 09:19

    Anda inn….anda út…anda inn….anda út….!!! Hvar getur maður pantað ódýrt flug til Köben hið snarasta? Engin þörf á gistiplássi þar sem maður verður 24/7 að leita og skoða í svona dúllurassabúðum!! Vá hvað það var margt flott þarna! Held að miðillinn hafi haft alveg rétt fyrir sér með þig og rússnesku keisarafjölskylduna og eins gott að sænski kærastinn hafi ekki verið til á þeim tíma þar sem að það hefði sko getað verið þvílíka hneykslismálið í uppsiglingu!!

    En annars er ég alveg róleg sko… 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      26.08.2014 at 08:09

      Það er séns á Skreytum Hús-ferð til Köben í haust, þú bara VERÐUR að koma memm 🙂

      • Margrét Helga
        26.08.2014 at 09:48

        Úff…já…langar svoooo mikið!
        En þá þyrftirðu í leiðinni að halda svona námskeið í sjálfstillingu (ekki sjálfstyrkingu..eða jú, kannski bara…styrkja mann í að segja nei við sjálfan sig) 😉 Fylgist spennt með framhaldinu!!

  2. Anna Sigga
    25.08.2014 at 16:22

    Herregud !

    ……

  3. Anna Sigga
    25.08.2014 at 16:23

    …..nei annars er alveg róleg 😀

  4. Erla
    25.08.2014 at 19:15

    Vá! Hvar er þessi búð?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      26.08.2014 at 08:07

      Hún er á Amagerbrogade 😉

  5. Elva Björk
    25.08.2014 at 19:50

    Jedúdda mía…….. þetta er of mikið!!!! Ég er að fara til köben í des og ég eiginlega iða í skinninu að skoða þetta hahahaha

  6. Margrét
    25.08.2014 at 21:03

    Það ætti nú að vera bannað að sýna svona myndir þegar það er ekki hægt að nálgast vörurnar ….. Sé þarna akkúrat skápinn sem ég er búin að leita af í nokkra mánuði, spurning um að fara að flytja inn

    • Soffia - Skreytum Hús...
      26.08.2014 at 08:07

      Knúsar til þín elsku Edda ♥

  7. Ásthildur
    26.08.2014 at 00:20

    ÉG ER FARIN AÐ OFANDA OG SVITNA ………
    laumaði því að eiginmanninum hvort við þyrftum ekki alvega svakalega mikið nauðsynlega að “skreppa” til Köben í svona hjóna ferð 😉 æ .ap yrpi nu kanski ekkert svo skemmtilegt fyrir hann, þarsemaðhannfengiengaathygli 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      26.08.2014 at 08:07

      Viltu bréfpoka að anda ofan í?? 🙂

  8. 26.08.2014 at 03:33

    LOL…hefði átt að taka þig með á sýningu í Köben..þú hefðir ekki getað gengið ad völdum raðfullnæginga;-D En þær eru æði þessar búðir og Frú Púkó dauðöfundast alltaf út í þessar dúllubúðir á meginlandinu…því miður oftar en ekki sem mann langar að panta fegurð hingað heim en flutningskostnaður og tollar skemma alveg “kynlífið” og gera mann á stundum “getulausan”…en það litla sem nær í gegn nærir og heldur manni “sexý”;-) ….stundum þarf maður líka að missa sig í kynlífslíkingunum muuhahaha;-D Knús á Klakann og segi það enn & aftur…þú ert meðidda:-)

    • Soffia - Skreytum Hús...
      26.08.2014 at 08:06

      Bwahahahahaha 🙂 Lofit!

      Eru ekki bara sýningar í Chile sem maður þarf nauðsynlega að kíkka á!!

      • 26.08.2014 at 20:25

        Júhúts:-D ….eða held hvað…ætla að athuga!

        Neibb….þær eru reyndar í Argentínu og Brasilíu…sem er auðvitað ekkert verra – mætumst bara á “miðri” leið..bwahahahahaha;-D

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *