The good, the bad…

…and the ugly!  Neiiiiiii….segi bara svona!
Dömur mínar og herrar dömur, skreytinga og breytingaglöðu gestir, verið velkomin í Daz Gutez Hirdoz 🙂
Hohoho – þetta er svona nánast, næstum og nærri því bein útsending úr Góða Hirðinum.  Ég var þarna í gær, rétt um kl 18 – og það opnar aftur á hádegi kl.12.  Þannig að ef þið sjáið eitthvað sem að glepur augað, þá er enn séns að stökkva af stað og ná í fenginn.
Þið eruð nefnilega alltaf að segja: “hvernig finnur þú alltaf eitthvað í Góða?”
Ég finn alls ekki alltaf eitthvað, en hins vegar ef maður röltir smá þá er hægt að finna ýmislegt.  En klukkan var að verða 18 að kvöldi þannig að það var ekki “mikið eftir” 🙂
Fyrsta lagi, ekki stökkva allar í einu á hið klassíska fótanuddtæki……
muhahhaha – reynið að hemja ykkur!
…hins vegar sá ég möguleika í þessum hérna.  Held að hann gæti orðið ansi hreint fagur þegar að búið væri að gera honum til góða, mála og snurfusa (ps. barnið fylgir ekki með)…
…fullt af myndarömmum, til ýmissa verka…
…þessir eru eins og sá sem að ég hef skreytt og breytt, nóg til af þeim…
…það væri nú eflaust hægt að gera þessa fallega.  Sé hana alveg fyrir mér með hvítri himnasæng, sem hangir alveg niður úr loftinu og yfir körfuna.  Jafnvel að spreyja körfuna sjálfa í fallegum mildum lit, svona til tilbreytingar…
…þegar að við horfum svona í hilluna þá sést svo margt, að það sést ekki margt…
…en þegar að við kíkjum nær, þá væri geggjað að spreyja kertastjakana í efri hillunni – ójá…
…aftur sé ég spreybrúsann á lofti…
…þessi er ekta svona skrítinn hlutur, sem að gæti orðið skemmtilegur á réttum stað og lit.
T.d. í rauðum lit, eða hvitum, eða….
…þessi er nú fallegur í barnaherbergið, og jújú – það væri hægt að spreyja smá 🙂
…þessi flottur fyrir jólasokkana – merry mars!
…kortabækur til margs brúklegar…
…þessi er endalaust falleg, og er alltaf mín svona upp á punt inni hjá litla manninum mínum…
…klassík…
…og alls konar klassískar bókmenntir…
…mér fannst þessi hérna geggjuð – fór alveg að leita að stað fyrir hana í huganum…
…það er enn púður í Prúðuleikurnum…
…og endalaust af bæði klassík og ekki eins mikilli klassík…
…”þeir kölluðu mig Gibbagibb”…
…sjúdderarírey, þessir gætu nú orðið mikið fagrir eftir meikóver – ég á meira að segja tvo svona alveg eins sem að bíða eftir að ég hafi tíma til að sinna þeim…
…eins gæti þessi orðið gordjöss…
…sko, raðað á bakka í Daz Gutez…
…er ekki sannfærð um þennnan…
…Broste bollar í stæðum, fullt af þeim til….
…þetta gæti nú orðið fallegt eftir í meikóver í unglingaherbergi…
…fremri myndin, var gömul og ansi skemmtileg…
…mundu – að ef þér líkar ekki myndin þá er alltaf hægt að nota rammann…
…þessi englaplatti gæti líka orðið nokk fallegur, en hann fengi að kenna á spreybrúsanum góða!
Hvað segið þið?
Hvernig var að komast svona í Góða Hirðinn?
Eru svona póstar spilun eða bilun? 🙂

24 comments for “The good, the bad…

  1. 20.03.2013 at 08:36

    Snilldarpóstur og engin bilun hér sko, ég væri sko alveg til í að vera stödd sunnan heiða núna 🙂

  2. Anonymous
    20.03.2013 at 08:37

    Snilld!!! eins og flest sem kemur frá þér 🙂

    Kveðja
    Solveig

  3. 20.03.2013 at 08:49

    spilun… pottþétt.
    Gaman að svona póstum 🙂

  4. Anonymous
    20.03.2013 at 08:52

    Ég væri til í að vera þarna með góða kerru aftan í bílnum, mér finnast t.d. stólarnir algjört æði (reyndar alltaf svo veik fyrir stólum)…
    Flott hjá þér eins og alltaf..
    Ása

  5. Anonymous
    20.03.2013 at 09:23

    Snilldin ein!
    Ég varð að svara þessum pósti því ég var í GH um 5 leytið í gær og sá einmitt þennan spegil. Ég get svo svarið það að ég hugsaði til þín þegar ég stóð fyrir framan spegilinn (ég þekki þig samt ekkert). Ákvað samt að kaupa hann ekki því ég fann ekki stað fyrir hann.
    Takk fyrir skemmtilegt blogg!
    Kveðja, Greta

    • 20.03.2013 at 13:03

      Spegillinn yrði æði! 🙂

  6. Anonymous
    20.03.2013 at 09:37

    Skemmtilegur póstur hjá þér, bíð nú spennt eftir að flóamarkaðir byrji hér hjá mér með vorinu… spurning um að fara að koma sér upp sprey-lager 😉
    kv. Svandís

  7. Anonymous
    20.03.2013 at 09:39

    Þú gætir alveg örugglega gert eitthvað ossom úr þessu huggulega fótanuddtæki Dossa mín, skora á þig að taka það upp á arma þína og breyta lífi þess. Einn, tveir og RUBONSKÝ!!!!!!!
    Kveðja, Svala (S&G)

  8. Anonymous
    20.03.2013 at 09:46

    Gaman að sjá svona pósta þar sem ég hef aldrei farið í þann Góða! En já…ætli það sé ekki hægt að spreyja fótanuddtækið og nota það sem blómapott eða eitthvað?? Bara pæling 😉 Eða er maður kominn of langt í nýtnina þannig? :þ

    Kv. Margrét Helga

    • 20.03.2013 at 13:04

      Kannske aðeins yfir strikið? 😉

  9. Anonymous
    20.03.2013 at 10:10

    væri svo til í að komast í GH stundum 🙂 en ég þyrfti að hafa svona rýnigleraugu með því ég sé oft ekki gersemarnar innan um ruslið 😉
    Klárlega spilun þessi póstur 🙂
    kveðja,
    Halla

  10. 20.03.2013 at 10:21

    hehe þessi var skemmtilegur og kom svo sannarlega á óvart ! 😉

  11. Anonymous
    20.03.2013 at 10:33
    • 20.03.2013 at 13:05

      Mig minnir að þeir hafi verið á 15þús stk!

  12. Anonymous
    20.03.2013 at 13:35

    Mjög skemmtilegur póstur 🙂

  13. 20.03.2013 at 14:33

    Mjög skemmtilegur póstur og sniðugur, þessi fáu skipti sem að ég hef farið hefur mér fundist fátt spennandi en þú sýnir það og sannar að það er sko margt nýtilegt þarna!

  14. Anonymous
    20.03.2013 at 15:27

    Klárlega spilun! 🙂

    Kata**

  15. Anonymous
    20.03.2013 at 17:19

    En skemmtilegur póstur! Ég vildi að ég kæmist í góða hirðinn af og til. Margt spennandi þarna með marga möguleika. Er búin að vera að mála myndaramma hvíta og væri sko alveg til í að komast í staflann þarna 🙂

    Kveðja, Anna Björg

  16. Anonymous
    20.03.2013 at 19:59

    Hreint frábært hjá þér, ekki veit ég hvaðan þú færð þessar hugmyndir. mamma

  17. 21.03.2013 at 08:47

    Ekki leiðinlegt að skoða þetta!
    Ég kemst því miður sjaldan í GH en fer þess í stað í Búkolluna góðu á Akranesi og það má alveg finna faldar gersemar þar inni (reyndar ekki alveg jafn mikið úrval og í Góða).

    Þessi póstur er klárlega spilun 🙂

  18. Anonymous
    21.03.2013 at 11:11

    Sæl
    Alltaf gaman að lesa bloggið þitt og skoða myndirnar 🙂 En mig langaði svo að forvitnast hvað þú notar þegar þú spreyjar kertastjaka.
    Kv. Þórdís

    • Soffia
      09.04.2013 at 20:53

      Takk fyrir Þórdís 🙂

      Ég hef í raun bara verið að nota það sprey sem ég á við hendina, ýmist keypt í Múrbúðinni, Húsó eða t.d. Exodus.

  19. Sonja Ýr
    09.04.2013 at 21:25

    mjög skemmtilegir svona póstar,endilega meira af þessu. Mættir líka alveg taka sýnikennslu í spreyi 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *