Glimrandi gleði…

..með nýju egginn mín sem ég var að DIY-a 🙂
Eigum við að byrja á því að skoða eggin, áður en við skoðum hvernig og hvað var gert?
Eru þau ekki bara nokkuð bjútifúl?
Til þess að gera stutta sögu langa.  Ég er sem sé búin að skreyta í eldhúsinu og yfir borðstofuborðinu, og það voru allt svona “barnvænar krúttuskreytingar” 🙂  Mig langaði í eitthvað aðeins öðruvísi í stofuna og því lagði ég leið mína í krúttulega skreytiskúrinn hennar Svölu, Skrapp og Gaman.
Þar fékk ég meira af yndislegu Martha Stewart málningunni og ég beitti henni óspart á frauðeggin mín…
…hér sjáið þið litina sem að ég notaði…
…síðan fékk ég brilliant lím…
…og truflaðar silfurflögur, sem að ég á eftir að nota óspart…
…og la voila, sérlega girnilegt egg…
…hér eru svo fínu grænu eggin mín, fyrir og eftir glimmrun…
…glimmerið góða…
…sem sé, setja límið á, hella glimmer yfir (og passa að hafa blað undir þannig að hægt sé að hella afgangsglimmerinu aftur í dolluna)…
…síðan er það nýja uppáhaldið mitt, og jú allt úr SKRAPP OG GAMAN!!!!  sjúbbbí!
RRRRRRRRRRRRuuuuubbbbbbbonský!
Snilld, segi það enn og aftur, bara snilld!
…allar þessar myndir sem hér eru, eru úr sama heftinu…
…og þetta fannst mér æði…
…sklippti úr og rubbaði/nuddaði þessu á eggið…
 …bætti síðan við nokkrum demöntum, því að þá verður allt betra!
…og þá var ég komin með svona líka sæt egg, lítill gaur fyrir litla manninn og dama fyrir heimasætuna…
…kertastjakinn í stofunni var svona áður…
…en var tæmdur og nýtt hreiður sett í…
…síðan bara ráðist í eggjabakkann…
…og raðað…
…ég er nú bara nokkuð kát með nýju glimmer eggin mín!
…langaði í meiri svona “sophisticated”/fullorðinsskreytingar í stofuna
og mér finnst þetta alveg vera að gera sig….
…litirnir eru mildir og prófíl-eggin eru æði, að mínu mati…
Hvernig líst ykkur á svona glimmeregg?
Tengið þið glimmerið bara jólunum?
Síðan svona í alvöru, hver vill ekki svona prófíl-egg??
Egginn sjálf fást t.d. í Fjarðarkaupum…
Sáttar við mig?
Ekki bara bjútifúlt?
Allt sem var notað til þessarar eggjagerða var keypt þar, nema eggin sjálf!
Fullt af brillijant tilboðum hjá henni núna 🙂
Mín egg voru náttúrulega algerlega innspíruð af Pottery Barn-eggjunum, sem ég hef verið að dáðst að …

12 comments for “Glimrandi gleði…

  1. 21.03.2013 at 08:27

    Soffía….my master…..you kill me !!!!

  2. Anonymous
    21.03.2013 at 08:48

    geðveikt 😉
    kv Hugrún

  3. Anonymous
    21.03.2013 at 09:33

    Æðislegt 🙂 En hvar fékkstu eggin?

    Kv.Systa

  4. Anonymous
    21.03.2013 at 09:47

    Ótrúlega flott!! þú ert svo mikill snillingur, ég er tiltölulega ný að skoða og er farið að kíkja á síðuna á hverjum degi og það er að verða rosalega páskalegt hjá mér allt þér að þakka ! 😀 en ég spyr líka, fékstu eggin í Fjarðarkaup ??

    • 21.03.2013 at 10:18

      Jebb, egg i Fjarðó 🙂

  5. Anonymous
    21.03.2013 at 10:02

    Fallegt hjá þér eins og allt sem þú ert að gera kv Olla

  6. Anonymous
    21.03.2013 at 10:03

    Þvílík fegurð,snillingur ertu stelpa.

  7. 21.03.2013 at 10:57

    vó gullflögur… sæll hvað þau eru flott þessi egg

  8. 21.03.2013 at 13:22

    Litirnir eru æðislegir, skemmtilega óhefðbundnir páskalitir en kemur svona líka vel út- gordjöss bara!

  9. Sigríður Ingunn
    28.03.2013 at 22:30

    Ég er svo skotin í þessum kertastjaka. Hvar fékkstu hann?

    • admin
      30.03.2013 at 01:14

      Sigríður Ingunn, stjakinn er frá Púkó og Smart 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *