…er hér í smá nánari útlistun.
Eins og áður sagði þá var ég búin að vera í verulegum gardínupælingunum. Mig langaði rosalega í hvítar, þunnar gardínur – en var ekki að finna réttu gardínurnar. Eftir að hafa sett upp gardínustangirnar (sjá hér), því að ég var alveg viss um að vilja svona svartar stangir, þá fór ég að prufa mig áfram…
…á þessari mynd eru strimlagardínurnar enn fyrir innan. En þið sjáið samt áferðina á gardínunum, sem mér fannst kannski aðeins og shiny…
…en þetta eru sem séu Teresia frá Ikea…
…en ég var ekki alveg sannfærð…
…fannst líka sjást lítið í stöngina og var ekki nógu sátt við look-ið…
…þá fór ég í aðra heimsókn til sænska kærastans, sem klikkar aldrei, og bætti tveimur hlutum við í körfuna. Syrlig gardínuhringum og Vivan gardínum…
…síðan tók ég bæði Vivant og Teresigardínurnar og braut þær niður þannig að “upphengiparturinn” var brettur niður, og festi með krókunum. Setti Vivan á endann og Teresia við hliðina…
…svo þarf að bakka og horfa, þið sjáið hringina öðrum megin, og þar eru báðar sortir af gardínunum, en hinu megin er bara Teresia…
…þarna var ég farin að sjá look sem ég fílaði betur. Því eins og sést þarna þá er Teresia næstum alveg gegnsæ, og ég var mjög kát við að fá Vivan þarna við hliðina. Það look-ar eitthvað betur, og svo eru Vivan grófari þannig að saman virka þær mjög vel að mínu mati…
…en þá var tvíþætt vandamál eftir. Annars vegar þurfti að stytta gardínurnar (mér leiðist að sauma) og hins vegar var húsbandið ekki alveg sáttur við það hvernig þær yrðu eftir nokkrar daga samlíf við hundunum okkar. Því að Stormurinn okkar sérstaklega, á það til að trodda sér út í glugga til þess að stara fast á heiminn.
Skyndilega fékk konan þessa líka snilldarhugmynd. Gera gardínurnar eins og þegar ég teiknaði gardínur sem krakki, svona teknar til hliðar.
Einföld lausn, sem fól í sér að hundarnir eru ekki að klínast utan í gardínur – OG það þurfti ekki að stytta, því að þær gúlpa svona til hliðanna.
Ef þetta er ekki WIN-WIN þá veit ég ekki hvað er það 😉
…litlir krókar og band og málið er leyst…
…fyrir hurðina setti ég síðan eina Vivan og eina Teresia, fannst of mikið að hafa tvær…
…og ég verð að segja að ég er alsæl með þessa útkomu, mér finnst hún falleg – smá dramatísk, og kostaði vel undir 8þús…
…hjálplegt ráð er að setja einn gardínuhring fyrir utan hvora festingu, þannig að gardínurnar haldist á réttum stað, og að krossa hringina í miðjunna, þannig að einn hringur af hægri væng komi á milli tveggja hringa af vinstri og þannig haldast þær saman í miðjunni. Vona að þetta skiljist…
…en svona varð borðstofan mjúk og fögur, að mínu auðmjúka mati!
Í næstu viku halda áfram frekari pælingar með þessa…
…því svona í alvöru…
…þvílík fegurð!!!
Góða helgi krúttin mín, og eigið yndislega helgi ♥
Snilldarlausn með gardínurnar og er flott að hafa þær svona fráteknar ef svo má að orði komast.
Geggjaðir stólar!! Vissi ekki að þeir væru svona fallegir “up close and personal” 😉
Gardínurnar koma vel út og stólarnir eru æðislegir, hlakka til að sjá meira af þeim! 🙂
Var einmitt að fá mér Vivan gardínur, eftir mikklar pælingar og nokkrar ferðir í Ikea 😉 Er mjög sátt með heilar 10 lengjur …..og þarf að stytta þær úffpúff
Kv Sigga
Fjúff….muna bara að þvo þær fyrst 🙂
Hvernig króka keyptiru…er í vandræðum með mínar gardínur ?
Kemur mjöööög vel út. Alveg sammála að fyrstu gardínurnar komu ekki eins vel út. Ég er með mjög þungar og dökkbrúnar gardínur hjá mér…..langar að fara að mála og skipta þeim út fyrir ljósar og léttar.