Frederiksberg Have…

…þrátt fyrir að hafa sýnt ykkur af mörkuðum og búðum (og meira væntanlegt), þá snúast svona ferðir mest um að njóta þess að vera með famelíunni.
Það gerðum við líka svo sannarlega.  Þessi hérna tvö, svona voru þau alltaf saman, ef þau leiddu okkur ekki – þá leiddust þau 

IMG_0949
Þar sem við dvöldum í Frederidksberg þá var okkur sagt að við mættum ekki missa af því að rölta um Frederiksberg Have, og það var svo sannarlega satt…

IMG_0959

…garðurinn er risastór, og svo fallegur að það er ævintýri líkast…

IMG_0960

…ég væri t.d. alveg til í að eiga heima í þessu húsi þarna handan tjarnarinnar…

IMG_0962

…og að stökkva um á steinum er góð skemmtun…

IMG_0970 IMG_1005

…svo vantar mig alveg svakalega að koma einu svona tré-i upp í garðinum hjá mér, helst tveggja metra háu…

IMG_1007

…garðurinn liggur samhliða Dýragarðinum, og það er hægt að sjá fílana vel þarðan…

IMG_1012

…en við nutum þess að horfa á stórt og smátt, fíla og litlu blómin…

IMG_1013

…setjast í skuggann og fá okkur nesti…

IMG_1016

…enda verður maður svangur á svona rölti…

IMG_1019

…og örlítið lúinn í hitanum…

IMG_1023

…svo er yndislegt að hlaupa um á tánum og hlýju grasinu…

IMG_1024

…foreldrasettið skellti meira segja í eina myndatöku saman…

IMG_1028

…og blómin…

IMG_1030

…var ég búin að minnast á blómin 🙂

IMG_1033

…þarna rak ég upp lítið óp og fannst ég vera komin í Notebook…

IMG_1040

…þetta er bara svo ævintýralega ólíkt því sem við eigum hérna heima…

IMG_1043

…loks sást í kastalann sjálfann…

IMG_1045

…ég átti nú ekki erfitt með að sjá fínar danskar dömur arka um í stórum kjólum, með uppsett hár og blúndusólhlífar…

IMG_1047

…jafnvel að eiga stefnumót við myndarlega herramenn í skjóli trjánna…

IMG_1049

…litirnir á höllinni, svo danskt…

IMG_1051 IMG_1053

…skilti sem sýnir hvernig útsýnið var þarna um 1800…

IMG_1060

…og útsýnið þennan dag…

IMG_1061 IMG_1062

…eflaust hefur þetta gengt hlutverki hesthús á sínum tíma, eða þannig var það í það minnsta inni í hausnum á mér…

IMG_1063

…bara flott!

IMG_1067

…gegnir hlutverki “herskóla” í dag…

IMG_1068

…og já takk, einn eða fleiri svona glugga með mér heim – eða bara á húsið mitt…

IMG_1069

…dóttirin ákvað að endurgera þekkta senu úr Öskubusku…

IMG_1074

…en þessi ákvað að bræða bara hjörtu…

IMG_1077

…alvöru prinsessa í alvöru kastala…

IMG_1083

…annnað skilti sem sýndi útsýnið fyrrum…

IMG_1087

…og útsýnið í dag…

IMG_1088

…eiginmaðurinn, sem er mjög rúðustrikaður þegar það kemur að garðmálum, var yfir sig hrifin af tækninni til þess að halda runnunum í skefjum og auðvelda klippingu…

IMG_1092

…fjarri kastalanum fundum við síðan stærðarinnar snuddutré…

IMG_1101

…og þessi settust niður og “veiddu” með prikum!

Takk fyrir samveruna og göngutúrinn  ♥

IMG_1106

Þú gætir einnig haft áhuga á:

6 comments for “Frederiksberg Have…

  1. Ása
    19.08.2014 at 10:15

    Yndisleg gönguferð, takk fyrir að bjóða mér með ykkur!!

  2. Margrét Helga
    19.08.2014 at 10:51

    Vá, æðislegt! Segi eins og Ása, takk fyrir að leyfa okkur að vera samferða ykkur!

  3. Erla
    19.08.2014 at 19:36

    yndislegar myndir. mér finnst litli gaurinn þinn yndislegur með þessa hatta eða pottlok sem hann er oftast með á myndum, voða herralegur alltaf 🙂 mínir gaurar vilja ekki sjá svona lagað 🙁

    • Soffia - Skreytum Hús...
      19.08.2014 at 20:57

      Haha…já hann elskar hattana sína! Skellir þeim alltaf á hausinn áður en hann fer út. Þessi sem hann er með á þessum myndum, verslaði hann í H&M í Köben – alsæll með nýja look-ið sitt 🙂

      • Erla
        19.08.2014 at 21:44

        haha, snillingur. Töffari af guðs náð 😉

  4. Guðrún Gylfa
    20.08.2014 at 12:17

    ohhhh Fredriksberg Have… hef farið nokkuð oft til Köben og það er alltaf skipulögð ferð í þennann garð… endalaust fallegur og gaman að skoða 🙂
    Langar mikið að fara þanngað eftir að hafa skoðað þessar myndir 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *