…er hér í nokkrum myndum.
Reyndar vantar garðmyndirnar, en þær koma kannski síðar…
…gardínumálin kláruðust loksins, og ég verð að segja að ég er einstaklega happy með útkomuna.
Þetta er alveg að gera sig fyrir rómantíkusinn í mér – nánari útlistun á þessu síðar, hvaða gardínur þetta eru og þess háttar…
…breytti aðeins í eldhúsinu, setti inn svona dekkri hluti og fékk smá svona meira “haust” inn…
…og fyrst ég var farin að snúast og breyta, þá sneri ég smá meira við…
…og það er svo gaman að sjá hvernig hlutirnir fá nýtt líf við að komast á nýja staði…
…og smá fifferí innan í skápnum átti sér stað…
…rómantík í gardínumálum, það er alveg mitt mottó núna…
…fleiri myndir væntanlegar og nánari útlistanir.
Vona að þið hafið átt yndislega helgi og notið þess að vera með fólkinu ykkar!
Það gerði ég í það minnsta ♥
Snilld! Hlakka til að fá nánari útlistun!!
Ótrúlega kósý hjá þér eins og alltaf! Mig langar að forvitnast, hvar fást greinarnar sem þú ert með í borðstofuljósinu? Og hvar gæti ég fundið aðrar skrautlengur?
Sæl Inga Rós,
greinarnar heita Coryllus-greinar og fást í flestum blómabúðum, og Ikea, í kringum jólin.
Skrautlengjur ættir þú að finna t.d í Blómaval og Garðheimum, sérstaklega í kringum jól!
Kær kveðja
Soffia
Flott, eins og alltaf…
Jermías….mig vantar stærri íbúð 😀
Nei nei þetta er glæsilegt að vanda, gaman að sjá hvað allt breytist mikið að setja látlausar gardínur 😉
Má ég vera svo frek og fá nærmynd af gardínum og hvernig þú hengdir upp – langar að breyta í stofunni minni og er að leita af svona sætu. Hvar fékkstu annars gardínurnar?
Vona að þessi póstur hjálpi þér: http://www.skreytumhus.is/?p=24247
Ef ekki þá bara sendir þú frekari spurningar.
kv.Soffia