Danmark – pt2…

…og áfram höldum við eftir Strikinu góða…

IMG_0555

…og ákváðum að skoða eitthvað aðeins meira en búðir 😉

IMG_0560

…fórum því inn í fallega kirkju sem er þarna á Strikinu, og svona til að gefa ykkur kennileiti. Þá er hún á móti risastóru H&M búðinni, þar sem er m.a. H&M Home (sjá hér)

IMG_0563

…ofsalega fallegar myndirnar þarna inni, og bara falleg kirkjan sjálf…

IMG_0565

…og alls staðar var eitthvað sem heillaði.  Dóttirin varð þvílíkt hrifin af þessum gosbrunni…

IMG_0570

…en lengi vel var þetta það skemmtilegasta sem að litli maðurinn gerði í Köben.  Að keyra gula bílinn í dótabúðinni…

IMG_0571

…og fyrir okkur íslendingana, var blár himinn og hlýjan það sem við þurftum á að halda…

IMG_0577

…enda voru allir hressir 

IMG_0585

…eftir heimsókn í Build-a-bear bættust tvo loðdýr í flóruna.
Sjúkk, það voru svo afskaplega fá til 😉

IMG_0598

…og ég get lofað ykkur, að heimsókn í Build a bear, er afskaplega “styrkjandi” fyrir taugakerfi foreldra, sérstaklega í miklum hita og þreytu…

IMG_0603

…fyrir mig persónulega, er líka nóg af skoða og njóta bara á götum úti – bara spurning um að gefa sér tíma…

IMG_0620

…við gistum hjá vinkonu minni í Fredriksberg, og dag einn þegar við vorum að rölta í dýragarðinn, þá gengum við fram á þetta.  Hólý krapp!

Frúin tók andköf og fraus í sporunum, nuddaði augun og skipaði börnum og eiginmanni að hinkra, eitt örlítið andartak…

IMG_0623

…ég vissi nú barasta ekki einu sinni að þetta væri til.

En þetta er sem sé Georg Jensen /Royal Copenhagen outlet – sem þýðir alveg 40-70% afsláttur.

Þið getið smellt hérna til þess að fá upplýsingar um heimilisfangið

IMG_0624

…og þarna inni var nú hitt og þetta til, svo mikið er víst…

IMG_0626

…ég var orðin svo sannfærð um að mig bráðvantaði svona huggó stell og meððí…

IMG_0628

…í það minnsta langaði mig í skálarnar, því að þær eru kjörnar til þess að blanda með öðru…

IMG_0629

…hvííííííííítir mávar….

IMG_0630

…þetta er náttúrulega bara svo falleg og tímalaust að það hálfa væri nóg…

IMG_0632 IMG_0635

…sjáið þið svo bara gluggana, ó þessir gluggar…

IMG_0637

…og bambakrútt, hverjir elska það ekki?

IMG_0638

…beeeeejútífúl…

IMG_0639

…og húsið að utan var hrein ósköp, svo fallegt!

IMG_0729 IMG_0730

…síðan lá leið okkar í dýragarðinn, og krökkunum fannst mikið til koma…

IMG_0647

…enda alls konar dýr sem þau höfðu aldrei séð með berum augum…

IMG_0693

…eftir dýragarðheimsóknina fórum við síðan í gjafabúðina sem er við innganginn á dýragarðinum.  Þar var nú ýmislegt að finna, eins og þessi gjafapappír…

IMG_0711

…dásemdar plagöt sem myndu nú sóma sér vel upp á vegg í barnaherbergi…

IMG_0715 IMG_0716

… alls konar eftirprentanir á vintage Zoo-plagötum sem voru svo flottar…

IMG_0718 IMG_0719

…heil bambafamelía, og þar bættist við mamma, við kallinn og bambann sem ég á fyrir…

IMG_0720

…og dýrapúðarnir!!

Maður minn, þarna fékk ég nú pínu tremma yfir því hvað krónan er óhagstæð 🙁

IMG_0723

…það var svo margt þarna til þess að skreyta krakkabergin…

IMG_0726

…og á leiðinni heim fann ég mér bíl, í rétta litinum 😉

IMG_0727
Meira síðar??

3 comments for “Danmark – pt2…

  1. Svala
    12.08.2014 at 09:20

    Svo langt lang langt síðan Köben hefur orðið aðnjótandi nærveru minnar 🙁 Þetta outlet er bara yndis, nema mávastellið, alveg sama hvað hver segir ÞAÐ VERÐUR ALDREI FALLEGT!!!!!!!!

  2. Anna
    12.08.2014 at 09:32

    Já takk meira 🙂 ég kemst ekki til útlanda nema í gegnum bloggið þitt 😉 bíð bara róleg….

    Kv as

  3. Margrét Helga
    12.08.2014 at 09:52

    Vá!! Væri til í að komast í þetta átlett!! Og í dýragarðinn og bara út um allt! Bíð spennt eftir framhaldi!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *