H&M Home – innlit…

…eða fyrirheitna landið!  Eða hvað sem þið viljið kalla þetta 🙂

IMG_0590

H&M er náttúrulega í miklu uppáhaldi hjá íslendingum erlendis, og H&M Home kemur sko jafn sterkt inn.  Þeir eru mjög “on trend” – alltaf með það nýjasta og flottasta, og auðvitað eins og H&M er von og vísa, þá er þetta ekki að kosta marga peninga!

Það sem þið þurfið að hafa í huga þegar þið eruð að fara í H&M í einhverju landi, að það eru ekki mjög margar H&M Home búðir.  Það er því betra að leita á heimasíðunni og kanna hvar þær eru staðsettar.  Í Köben eru þær t.d. á Strikinu og í Fields.

IMG_0544

…það er líka alveg öruggt að ef þið eruð að fíla þetta góss þá er það vel þess virði að gera sér ferð í búðinar, og helst báðar því að það er ekki alltaf það sama í báðum…

IMG_0545

…dásemdar svuntur og litlar pullur sem hefðu sko alveg mátt fljúga með mér heim…

IMG_0546

…þessi púðaver, ójá – þessi púðaver…

IMG_0547

…litli bambapúðinn var líka alveg að ganga frá mér með krúttheitum, og ég verð að segja að mér fannst ég sýna fádæma stillingu að skilja hann eftir…

IMG_0549

…allir þessir litlu taupokar eru snilld í krakkaherbergin…

IMG_0550

…krúttaralegar bambakönnur…

IMG_0551

…og diskarnir líka…

IMG_0552

…þetta púðaver var í miklu uppáhaldi, og séns að það hafi fengið að fylgja mér heim 🙂

IMG_0860

…litirnir svo fallegir og raðast svo fallega saman…

IMG_0861

…og búðirnar eru fallega uppstilltar og töff…

IMG_0862

…marmaradúkarnir þarna ofan á voru t.d. sérlega fallegir…

IMG_0864

…og glerboxin…

IMG_0865

…og ekki var verra að lenda á útsölu, og því má segja að ég hafi dottið örlítið í það í púðadeildinni m.a…

IMG_0866

…og þessir yndislegu kökudiskar, sem kostuðu eins og sést bara 20 dkr…

IMG_0867

…og þessir minni líka…

IMG_0868

…krúttaralegir eggjabikarar…

IMG_0869

…og eins og áður sagði, púðar púðar og púðar…

IMG_0870

…sumir í hárréttum litum…

IMG_0872

…og ég hefði svo sannarlega þegið að taka þessa kassa með mér heim…

IMG_0873

…eða þessar vírkörfur þarna í hillunni.

Ef þið viljið kíkja á H&M Home á netinu, þá getið þið smellt hér

IMG_0874

…og mjög fljótlega, þá lofa ég að stilla upp og mynda fyrir ykkur góssið sem fylgdi mér heim 🙂

Díll?

Hvað eru svo plönin um helgina?

10424257_664004557018395_1764696686818797909_n

* Góða helgi elsku krúttin mín *

3 comments for “H&M Home – innlit…

  1. Margrét Helga
    08.08.2014 at 10:33

    Er komin með nýja skilgreiningu á því að “fá illt í langarann”…áður fyrr var þetta greinilega bara smá fleiður…held að ég þurfi að fara í mjög langa skurðaðgerð til að laga þetta “lang”. Líklega bara ódýrara að panta sér flug til H&M Home-lands og setjast þar að 😉 Vá hvað mig langaði í margt þarna!!! Bíð spennt eftir að sjá hvað kom með þér heim!

  2. Svala
    08.08.2014 at 10:42

    Hohohoho, er að fara til Stokkhólms bráðlega og H&M Home er í þarnæstu götu við hótelið 😀 Það verður nú aldeilis eitthvað!!!!!!!!

  3. anna
    08.08.2014 at 11:35

    Bíð spennt eftir að sjá allt góssið sem þú keyptir! 😉 Æðislegt að fá að kíkja í þessa búð með þér. Væri mikið til í púðaverin ef þú átt auka eitt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *