…hér kemur lítið DIY sem ég ætlaði að vera búin að deila með ykkur fyrir lifandis löngu. Kortasnagi með stöfum sem ég gerði inn í herbergi litla mannsins. Það er nefnilega einu sinni þannig að snagar, og snagabretti eru pjúra snilld í barnaherbergjum og taka við hinu og þessu sem að annars myndi falla á gólfið eða flækjast um, meira og minna heimilislaust.
Hvað þarf í svona verk?
* Snagabretti, eða spýtu og snaga til að festa á
* Mod Podge (Föndra)
* Litlir stafir (Föndra)
* Blaðsíður úr landabréfabók, en gæti verið hvaða myndir sem er
Tjaaa, ég notaði bara einfaldan snaga sem ég fann í þeim Góða, endur fyrir löngu.
Hann var úr dökkum við – til að byrja með en ég málaði hann ljósbláann…
…síðan skrúfaði ég snagana af, og málaði brettið svart – en mjög svo gróflega…
…eins og sést…
…ég tók síðan gamla landabréfabók og skar úr henni tvær blaðsíður…
…og klippti til þannig að þetta passaði á snagabrettið, svona áður en ég færi að líma þetta niður…
…ég notaði Mod Podge, úr Föndru, og helti smá klessu á snagabrettið. Ég notaði síðan bara svona einfaldan eldhússvamp, eins og fæst alls staðar í matvöruverslunum, og klippti hann niður og notaði til þess að dreifa úr líminu…
Mér finnst þetta þæginleg lausn, og sleppa þannig við að þrífa pensla og þetta er hraðvirk lausn…
…þannig að þetta var lím á snagabrettið…
…og kortið sett á, og svo aftur lím yfir kortið…
…stafirnir fengust líka í Föndru, litlir léttir og kostuðu að mig minnir 90kr, eða kannski 150kr, í það minnsta – eitthvað lítið og létt 🙂
Þeir voru síðan bara málaðir…
…eins og sést þarna, þá rifnaði kortið aðeins, þegar að ég fór yfir með smá sandpappír til þess að gera þetta meira rustic. Hins vegar var þetta meira rustic en ég planaði – hins vegar leyfði ég þessu bara að vera svona – þetta varð bara svo skemmtilega gróft…
…ég stakk síðan í gegnum með blýanti þar sem að götin voru undir…
…svona til þess að auðvelda húsbandinu heimilisstörfin…
…svona er ég almennileg við hann!…
…síðan setti ég stafina, þannig að þeir væru svona nokkurn veginn mitt á milli snaganna, en þetta var bara svona sirkað út, ekkert alvarlegt…
…og þá var þetta reddí til upphengis…
…og að sjálfsögðu væri hægt að nota hvaða mynd sem er á snagann, eða bara hvað sem hentar…
…en ég er ánægð með hann svona, og það sem meira er – litli gaurinn er alsæll!
Ég þarf síðan að sýna ykkur nýtt rúmteppi og meððí sem ég sjoppaði í Danaveldi!
þessi hugmynd er frábær! Ég er einmitt með svipaða snaga sem ég ætlaði að fara með í Góða 😉
og já hvar fékkstu úlfatöskuna?
Taskan er frá Köben 😉
Sniðug hugmynd!
Þetta er góð hugmynd 😉
Frábær hugmynd. Á einmitt snagabretti sem ég ætlaði að pússa upp og gera einhvernveginn flott…alveg séns að maður steli þessari hugmynd 🙂 (Note to self: Kaupa Mod Podge) 🙂
Mikið er þetta fallegt, í miðjum lestrinum fékk ég þvílíkt brainstorm um snaga og eitthvað af töskunum mínum fyrir forstofuna mína að ég er viss um að það kviknaði á 100 watt peru yfir höfðinu á mér, get ekki beðið eftir að koma því í framkvæmd 🙂
Húrra, mátt gjarna sýna útkomuna 🙂