…úr sögu þessa bloggs. Enda er af nægu að taka…
…einu sinni var enginn skápur á eldhúsvegginum, bara kalkað hliðarborð…
…bambar hafa alltaf verið vinsælir og í fyrirrúmi, sér í lagi þessir gömlu sætu…
…gamlir hlutir geta verið svo dásamlega fallegir…
…orkídean er uppáhaldsblómið, síðan kemur bóndarósin sterk á eftir…
…úr herbergi litla mannsins, þegar að hann var bara lítið snuð…
…og spreyjaður stóll í herbergi heimasætunnar…
…úr gömlu skrifstofunni…
…blúnda vafin utan um glervasa með girni…
…fyrsti DIY-kökudiskurinn…
…ýmislegt er hægt að nota til þess að skreyta glerkrukkur og vasa, t.d. er hér notaður gamall passi…
…einu sinni kúrði vagga við hliðina á hjónarúminu, dææææs, nú vaknar maður bara með Spidermankall í bakinu
…orkídeur ♥
Ok…er búin að bíða í ca klukkutíma eftir að einhver annar bloggi fyrst og læt hér með undan eigin óþolinmæði.
Ertu búin að fara með kalkaða hliðarborðið til læknis og athuga af hverju það er farið að kalka svona??
Ábyrgist samt ekki að þú hættir að fá Spidermann kall í bakið, það kemur kannski seinna 

Svo er náttúrulega alveg ein leið til að geta notað vögguna aftur í svefnherberginu
En já…tíminn er sko fljótur að líða…litli gormurinn minn var síðasta daginn sinn á leikskóla í gær og byrjar svo í skóla í haust! Mér finnst hann vera nýfæddur! Nú er mínum “eigabarnáleikskóla” árum lokið og mér finnst ég næstum því alveg að verða fullorðin!!
Takk fyrir bloggið, alltaf jafn gaman að lesa bloggin þín
Gaman að sjá svona gamlar myndir. Náttúrulega eins flott og alltaf, að sjálfsögðu!!