Snilldarlegir Home-þættir…

…eða þá á ég við svona heimilis-innanhús-breytingar-skreytingar-þættir 🙂

Þetta er þættir sem þið getið séð í gegnum HULU, Netflicks eða ef þið eruð með erlendar stöðvar, nú eða ef þið þekkið sjóræningja.

Með því að smella á heitið á þættinum farið þið inn á síðurnar sem tengjast þeim!

My Dream Home (US)

MyDreamHomeS3

Sætu Ammerísku tvíburabræðurnir sjarma og gera sætt.  Bara gaman. Þeir hjálpa fólki með því að sýna þeim draumaheimilið, sem þau hafa ekki efni á og verða sár og svekt, svo gera þeir einhvern hjall að  voða fínu húsi.

My Dream Derelict Home (UK)

658979_L1

Draumórafólk í Bretlandi sem finnur hús í  skelfilegu ástandi og breytir þeim, oft á dásamlegann hátt.

The Block (AU)

Sophie-and-Dale-401-Dorcas-Street-The-Block_1024-600x400

Ótrúlega skemmtilegir ástralskir þættir um nokkur pör sem flytja inn í hús í rúst og útbúa nokkrar íbúðir. Reyndar teygja þeir lopann alveg svakalega, og þættirnir gætu verið helmingi styttri eða færri.  En þetta er oftast mjög skemmtilegt og útkoman er venjulega mjög flott.

House Rules (AU)

591096-61bb52f6-ea10-11e3-a4d2-9efb85c9fed0

Nýjasta þáttaröðin er búin að vera mjög skemmtileg.  En þeir komast ekki með tærnar þar sem Block er með hælana varðandi útlit og gæði rýmanna sem þeir taka fyrir. Þetta eru pör sem eru að breyta heimilum hvers annars, þannig að allir sem taka þátt fá nýtt heimili út úr þessu.  Sigurvegarinn fær síðan lánin á húsinu sínu borguð upp.

Brand New House For 5K (UK)

170867

Nafnið segir allt.  Fyrir 5þúsund pund þá fær fólk nánast nýtt hús.

Selling Houses (AU)

556672_selling_houses_australia

Farið er í hús sem eru búin að vera lengi í sölu og ekkert gerst.  Þau eru löguð til og dressuð upp og svo sett í sölu á nýjan leik.

Restoration Home (UK)

Hér sérðu allt um þá…

DIY Dummies (UK)

download

Þessir eru bara snilld.  Snillingar sem eru að reyna að gera Do-It-Yourself-verkefni, með alveg “svakalega góðum árangri”.

8 comments for “Snilldarlegir Home-þættir…

  1. Margrét Helga
    07.07.2014 at 09:49

    Jei!! Blogg 😀 Gaman gaman!

    En já…langar voðalega mikið til að sjá svona þætti en er eins ótæknivædd týpa og hægt er að vera! Þarf því bara að láta mig dreyma og skoða bloggið hjá þér og öðrum (nema maður geti horft með því að smella á hlekkina og smellt svo á annan hlekk…er ekki búin að tékka á því 🙂 )

  2. Margrét Milla
    07.07.2014 at 11:24

    Horfði einmitt mikið á þessa þætti úti, ég vissi ekki að þeir væru á netflix…… jibbbí 😀

  3. Agnes
    07.07.2014 at 12:13

    Glæsilegt, hlakka til að horfa á í fæðingarorlofi…..akkurat það sem mig vantaði hehe

  4. Svandís J
    07.07.2014 at 19:31

    Jeyyjjj, takk 🙂

  5. Anonymous
    08.07.2014 at 10:47

    Taaaaak

  6. Katla
    29.07.2014 at 18:05

    Mig langar til að vita hverjir eru þinn uppáhalds ? er búin að horfa á 1 seríu af The Block- þar er lopinn svo sannarlega teygður en þó góðir þættir ef maður hefur þolinmæði og tíma. Hef líka séð design star og er ekki spennt fyrir þeim.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      29.07.2014 at 19:30

      Ég er hrifin af þessum öllum, hver hefur sína kosti og galla! En omg hvað þeir ná að draga The Block, en þeir eru snilld þegar þau sýna loks herbergin!

  7. Guðrún
    23.10.2014 at 20:12

    Ég er búin að horfa á allar seríurnar af The Block og finnst þær alltaf jafn skemmtilegar en jú þær eru pínu langdregnar og það kemur að ég spóla aðeins yfir 😉
    House Rules eru líka alveg fínir en einmitt vantar frekar mikið uppá gæði og annað hjá pörunum miðað við The Block. Selling Houses er líka ferlega skemmtilegur finnst mér en Blokkin hefur vinningin hjá mér enda eru dómararnir í þættinum fagaðilar og mér finnst hún Shaynna Blaze algjört æði en hún er einnig í Selling Houses 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *