…bekkur!
…ég segi ekki að hann eigi að vera þarna, en mikið er ég skotin í honum…
…að vísu á ég svo sannarlega eftir að skipta út áklæðinu á honum, og ákveða hvort að hann verði málaður eða hvað…
…en ég er pínu ltíð mikið að elsk´ann!
Hvað mynduð þið gera?
Svo eru það þessir hérna…
…og mæðradagsplattarnir auðvitað…
…finnst svo dásamlega skemmtilegt að blanda svona saman, allt úr sitthvorru áttinni en passar samt eitthvað saman…
…sér í lagi undir skálar, eða hvíta kaffibolla…
…bara dásemd ♥
…er alveg að fíla að koma mér upp svona mix-match-i…
…hvernig líkar ykkur þetta?
…er ég alveg í ruglinu?
…þarf greinilega að koma mér upp hærri stafla inn í þennan kúpul 🙂
Jamm, og allt er þetta úr Daz Gutez 🙂
Ok…þetta er orðið pínu vandræðalegt hvað ég kommenta oft fyrst en það verður bara að hafa það. Þetta er bara svo skemmtilegt og frábært blogg að ég get ekki annað en fylgst vel með 😉
Bekkurinn er æði! Með gærunni og púðunum!!! jömmí! Sé alveg fyrir mér svona script-áklæði á honum. Og hrikalega flottir diskarnir og plattarnir! Snilld að nota þá undir fínu ljónaskálarnar!
Rosalega er bekkurinn flottur… Gjööðveikt!!
Nei sko!!!!!! þarna er bekkurinn minn 🙂 og ég fíla svona mix alveg hrikalega vel. Krúttulegustu undirskálar ever.
Ég á minn mæðradagsplatta frá árinu 1981. Veist þú hvort þeir eru framleiddir enn langar í fyrir dæturnar. Fæddar 2003 og 2008
Kv. Kristey
Flottur bekkur. Ég myndi skipta um áklæði en ekki mála hann – flottur svona eins og þú stillir upp með gærunni og flottum púðum 🙂