…geta verið litlar og léttar.
Bara bíltúrar með famelíunni og stoppað hér og þar á skemmtilegum stöðum…
Ég ætla að deila með ykkur myndum sem ég tók um helgina…
…elsku Raffinn okkar er orðin það gamall að hann þolir lítið við. Við rétt röltum niður að vatninu og hann þurfti mikla hjálp frá húsbandinu. Um leið og við stoppuðum þá bara lagðist hann niður og fylgdist með.
Það er ótrúlega erfitt að sjá “að það er farið að kvölda” hjá þessum besta vini okkar. En við verðum bara að einblína á þá staðreynd að við höfum fengið að njóta þess að vera með honum í 15 dásamleg ár og hann hefur gefið okkur endalaust mikið, og við vonandi honum til baka ♥
…elsku gamli besti…
…hann er svo fallegur og dásamlegur hundur…
…og svo er það Stormurinn okkar, svona í alvöru talað, þessi hundur 😉
…eins og sést kannski best á þessari mynd, þá er þessi hundur hugsanlega með ósýnilegt ferðatrampólín sem hann stekkur á því að hann nær mikilli hæð – ekki það að ég sé svo hávaxinn – heldur bara svona almennt sko…
…á öðrum stað fannst þetta reipi sem að litli maðurinn varð heillaður af…
…þau þurfa ekki alltaf að vera dýr eða fansí leikföngin…
…en engu síður þá eru þau endalaust skemmtileg.
Honum fannst verst að þurfa að skilja reipið eftir 🙂
…þessi hérna fór á hestanámskeið í júní og þetta er nýjasta óskin hennar…
…”mamma og pabbi, má ég fá bara einn hest – geeeeeeeeerið það”…
…við skoðuðum síðan sérlega heillandi gamalt hús sem er á sölu (sjá hér) og ætti ég aðeins fleiri peninga á lausu þá væri þetta dásemdar verkefni. Bóndinn kom upp í eiginmanninum sem stakk strái í munnvikið og hlustaði á beljurnar…
…þá þurfa auðvitað litlir bændur að gera eins…
…og ungar sveitakonur…
…við stoppuðum líka í Stafholti, þar sem að við giftum okkar og tókum mynd af afkvæmunum fyrir utan kirkjuna…
…kíktum líka í gamla kirkjugarðinn…
…og litli maðurinn tók það upp hjá sjálfum sér að taka aðeins til í kringum steininn hjá langömmu sinni og langafa…
…svo fallegt og friðsælt þarna…
…leið okkar lá síðan á Langasand þar sem að krakkarnir nutu þess að vera til…
…gúmmískór þykja nauðsynlegir á svona stundum – af því að það er svo auðvelt að fara úr þeim…
…og svo var hlaupið og hlaupið…
…beðið eftir öldunum…
…sem kitluðu svo táslurnar…
…litli karlinn að verða aðeins hugaðri…
…stóra systir hleypur á undan…
…og litli kallinn í humátt á eftir…
..svo fallegur staður…
…og fallegur staður…
…fótspor í sandinum sem þurrkast fljótt út, en ímyndir sem endast að eilífu í hjartanu…
…frelsi og sumarfrí…
…hlaup og kæti…
…svona á sumarið að vera ♥
ummh en gaman hjá ykkur 🙂 skondið að sjá þennan mikla mun á hundunum, eru báðir fallegir 🙂
Þú hefur bara verið í sveit sveitanna um helgina!! Alltaf best að vera í Borgarfirðinum 😉
Annars er greinilegt hvað þið hafið haft það gott um helgina og notið ykkar í ræmur! Yndislegar myndir af börnunum ykkar og vá hvað daman ykkar er orðin mikil dama allt í einu!!
Og skil þig með Raffa….það svoleiðis skín af honum góðmennskan (eða góðhundskan) og tryggðin að það verður sko eftirsjá af honum. Og Stormur ber sko nafn með rentu!! Yndislegur alveg hreint!! 😀
Vá gaman af þessum myndum hjá þér 🙂 … myndir eru minningar og alltaf gaman að skoða þær 🙂
Gaman að sjá að þið áttuð ljúfan dag á Vesturlandinu 🙂 Langisandur er klárlega besta strönd landsins og þótt víðar væri leitað. Þið ættuð að prófa að gera ykkur ferð þangað á alvöru sólardegi, þá ber Floridaskaginn nafn með rentu!
Gullfallegir hundarnir ykkar, skil vel að það sé erfitt að horfa á einn af fjölskyldunni eldast.