Málningarnúmer…

…og hér er komið að því!

Málningin sem hefur verið notuð í herbergjum hér og þar, og hinum ýmsu verkefnum undanfarna mánuði.

Dró mig út í bílskúr, ýtti til hliðar milljón verkefnum sem bíða mín þar, og gróf upp allar dósir og dollur og myndaði þær…

Herbergi litla mannsins…

2014-06-23-201554

Nýji liturinn þar er Gauragrár í  Pashmina, hins vegar hjá systur hans Dömugrár Pashmina, og bæði fengið í Slippfélaginu

Hillan…

2014-06-25-085044

Hillan inni hjá honum, var fyrst af öllu pússuð og fengust svamparnir og allt efnið einnig í Slippfélaginu

2014-06-26-185244

…síðan þurfti að grunna hana og til þess notaði ég þennan hérna Kópal grunn, eins og sést þá er hann ljósgrár, en virkaði hvítur – þakti bara betur…

2014-06-26-185125

…síðan keypti ég svona svamprúllu til þess að nota á lakkið…

2014-06-26-185252

…og þetta er lakkið sem ég notaði…

2014-06-26-185143

…og hér er litanúmerið á lakkinu NCS S 0500-N

2014-06-26-185159

Kofinn góði…

2014-06-08-174442 2014-06-08-174525

…í bæði loftið og gólfið notaði ég Sæbláann og Slippfélagið varð það heillin líka nú.
Loftið var málað beint úr fötunni, en svo var lítið eftir að ég bætti við smá hvítu til þess að eiga nóg af gólfið…2014-06-26-185214

…veggirnir voru málaðir með afgangs Kidda Hvítum (frá stelpuherberginu)…

2014-06-26-185302

…sem var í Gljástigi 10…

2014-06-26-185307

Hvítur í alrými

2012-05-16-120639

Ég hef síðan fengið mikið af fyrirspurnum í gegnum tíðina um hvaða hvíti litur sé á veggjum hérna heima.  Því miður hefur ég bara ekki haft svarið á því á reiðum höndum, þar sem ég mundi það ekki.  Í leiðangri mínum um skúrinn fann ég hins vegar afgangs fötu og get núna sagt að á veggjunum almennt er: Hrímhvítur.

2014-06-26-185344

Hér er síðan eldri póstur um liti hérna heima…

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Málningarnúmer…

  1. Margrét Helga
    30.06.2014 at 10:47

    Snilld! 🙂 Finnst litirnir á herbergjum barnanna einmitt svo fallegir 🙂 Takk fyrir upplýsingarnar!

    • Margrét Helga
      30.06.2014 at 15:05

      P.S. Hvað heita pússusvamparnir sem þú notaðir á hilluna?

      • Soffia - Skreytum Hús...
        01.07.2014 at 15:12

        Hmmmm….veit ekki alveg. Þetta eru bara sandpappírssvampar 🙂
        Set inn fyrirspurn á Skreytum Hús hópinn til hans Garðars!

  2. Anna Rún
    12.07.2014 at 11:00

    Takk fyrir þetta. Ótrúlega gaman að lesa bloggið þitt og dást að öllu því fallega sem að þú ert að gera. 🙂 Þú ert ótrúlegur snillingur sem að lífgar upp á lífið með þínum fallegu skrifum og verkum 🙂

  3. Tanja
    03.08.2014 at 16:13

    Ég fæ ekki nóg af því að skoða síðuna þína. Þú ert algjör snillingur 🙂 Það hellist alltaf yfir mig þvílík framkvæmdagleði manninum mínum til mikillar ánægju 😀

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *