…er það sem ég ákvað að deila með ykkur núna.
Enda virðast flestir vera spenntir fyrir nánari upplýsingum um kortið og uppruna þess…
…hillan kom úr Bland í poka-pósti sem ég sýndi núna um daginn. Ég varð eitthvað svo skotin í laginu á henni, þessum einföldu línum og lokuðu geymslurýminu undir hillunum. Svona næstum eins og bekkur 🙂
…ég var síðan búin að sjá fyrir mér að setja Mod Podge og dásemdar Martha Strewart-kortin úr Föndru í bakið á skápunum, en það hefði þurft svooooo mikið efni til þess að þekja bakið á þeim báðum. Því myndin/kortið þyrfti að vera 148 cm á hæð og 86cm á breidd inni í hvorum skáp.
Þá kom Art & Text til bjargar.
En eftir að ræða við hana Guðný þar, þá reddaði hún mér algjörlega um vegglímmiða sem ég gat sett inn í skápinn. Fékk það í algjörlega réttri stærð, þurfti ekkert að klippa til neitt.
Litirnir voru líka alveg pörfekt inn í herbergið, varð mjöööööög kát þegar að Guðný sendi mér þessa mynd…
…svo þegar að ég sótti kortið, þá varð ég ennþá kátari – HÚRRA 🙂
…skápurinn var pússaður aðeins til, síðan grunnaður, og að lokum þurfti að lakka hann 2-3 sinnum – skv. ráðleggingum frá Dr. Garðari í Slippfélaginu. Ég viðurkenni það hinsvegar að ég var að verða gjöööööööðveik á því að lakka skáp#$%#$%#…
…en allt fór vel að lokum og fullmálaðir skápar fóru inn í herbergið.
…síðan er bara að blanda sápuvatn í brúsa, vera með tilbúin handklæði eða tuskur…
…pilla kortin af, og úða vel aftan á kortið, sem og á bakið á skápunum. Síðan notaði ég bara mínar loðnu og karlmannlegu hendur til þess að strjúka allar loftbólur innan úr. Við settum kreditkort innan í tuskuna, svona til þess að vernda kortið…
…og svo bara spreyja nú, og þá er hægt að laga þetta til alveg eftir þörfum…
…filman kominn í annan skápinn…
…virkar alveg fullkomin…
…en við föttuðum að ef við lýstum svona upp með vasaljósi þá sér maður allar loftbólur og getur strokið enn betur úr…
…síðan var bara sett í báða skápana, og sýnin mín varð að veruleika. Er búin að ganga með það í hausnum í nokkur ár að gera þetta…
…og þetta kom sko alveg eins út og ég sá fyrir mér…
…nema bara aðeins betur…
…svo var bara að setja hillurnar í…
…og ég notaði ekki allar hillurnar núna, en á þær málaðar til góða…
…og svona varð lokaútkoman, en hins vegar á eftir að setja hurðarnar á, en það kemur innan skamms…
…hillan tekur endalaust af dóti, og neðri hlutinn er lengri, þannig að litli gaur getur auðveldlega staðið þarna við og leikið sér. Það eru síðan hillur líka innan í neðri skápunum, en þær eru ekki komnar inn í þarna, og verða sennilegast geymdar í einhvern tíma…
…svo finnst honum sérstaklega skemmtilegt að benda á kortið og sjá hvert hann er að fara næst, á sjóræningjaskipinu sínu…
…þessa hugmynd má síðan uppfæra á ýmsa vegu. Á tímabili langaði mig líka að setja svona bláan himinn með skýjum inn í skápana, eða jafnvel bara skógarmynd. En þessi varð ofan á í þetta sinn…
…en þið gætuð látið gera þetta í hvaða hillu sem er, í barnaherbergi – eða bara í stofunni, eða… – bara láta hugann reika…
…hvernig finnst ykkur svona?? 🙂
Ekki bara gaman!
Uppfært 25.06.2014 – til að setja inn mynd af hillunum með skáphurðum á…
Þetta er geðveikt!!!!!!! var einmitt strax hrifin af þessum hillum í póstinum sem þú póstaðir 🙂
ooohhh já þér tókst það vissulega að koma mér á óvart 🙂
algjört æði !!!
Til hamingju með þetta litli Garðar grallari, þú ert heppinn að eiga svona sniðuga mömmu 🙂
(Bara ein spurning eru allir úti að leika sér núna ? bara ein búin að kommenta 😀 )
kvAS
Omg Soffía þú ert snillingur!
Þú ert nú meiri snillingurinn!!! Ég hefði ekki horft tvisvar á þennan ljóta brúna skáp 😉 En þú ert búin að gera hann ÆÐI 🙂
Kv. Þórný
Þetta er truflað flott.
Þú ert algjör snillingur!
Geggjað!
Sæll´ettu!!! þvílíkur og annar eins munur á einni mublu!! Ekkert smá sniðug!! Og magnið af dóti sem hún tekur…enn og aftur ertu búin að toppa snilligáfu þína !
Tær snilld 🙂
Þetta er með því flottara sem ég hef séð í barnaherbergi. En það kemur mér svosem
ekkert á óvart þegar þú ert annars vegar.
Frábært að fylgjast með blogginu þínu.
Ætli sé hægt að panta sér hugmyndaauðgi eins og þú ert með einhversstaðar.
Væri alveg til í að fá brot af þínu hugmyndarflugi.
OMG geðveikt flott, öfunda alveg gaurinn þinn af þessari 🙂
Bara gargandi snilld, algjörlega!!!!!!!
Geðveikt flott!!
Þetta er ekkert smá flott!
Vá! Geggjað!
Good job! I saw this at Apartment Therapy website.
May I know the brand of the castle toy you have there? Where is the location of the store? I have been looking for castle toys for my 3 year old. Good to know that there can be one in Iceland. I have a friend who works in Iceland and may just be so kind to ship it for me here. Thank you!
Hi there and thanks for the kind words. The castle is Playmobil, as well as the pirateship 🙂
You can find it on Amazon and have it ship to you: http://www.amazon.com/PLAYMOBIL%C2%AE-4835-PLAYMOBIL-Dragon-Castle/dp/B001RHAF1O/ref=sr_1_6?s=toys-and-games&ie=UTF8&qid=1413446665&sr=1-6&keywords=playmobil+castle
Also: http://www.amazon.com/s/ref=nb_sb_noss?url=search-alias%3Dtoys-and-games&field-keywords=playmobil%20castle
Good luck!
Hvernig sápu notaðiru? og í hvaða hlutföllum? spreyjaðiru sápuvatninu svo á og hafðir bakhliðina blauta þegar þú límdir límmiðann á?
bestu kveðjur 🙂
Vorum bara með uppþvottalög blandaðann í vatn, eitthvað svona ca about. Spreyjað á skáphliðina og svo límmiðinn settur á 🙂
Vona að þetta skiljist!
Já 🙂 takk fyrir
Víííí hvað þetta er fallegt hjá þér !!
Nú er bara að fara að leita af rétta skápnum 🙂
Ekki manstu hvað svona filma kostar, ca?