Kofi – hvað er hvaðan…

…er víst póstur sem ég var búin að lofa.  Það er víst líka þannig að loforð er loforð sem má ekki svíkja 🙂

Áður en ég fer að þylja þetta allt saman upp, þá langar mig bara að segja: TAKK!

Takk fyrir fallegu orðin ykkar í gær (sem og aðra daga) – takk fyrir hrósin – og takk fyrir að vera hér!

Ég er þakklát og hrærð, og nokkuð sannfærðari en nokkru sinni fyrr en ég er með yndislegustu lesendur í heimi  ♥ 

En hér kemur pósturinn, og vonandi hjálpar þetta ykkur sem voruð með spurningar og pælingar…

Í Söstrene Grenes fékk ég þessi yndislegu rör, æðislegir litir og flott mynstur…

2014-06-11-104344

…svo svo sæt!

2014-06-11-112037

…þessar míní krukkur koma líka úr Söstrene, ég held að þær væru algert snilld líka undir allt svona kökuskraut, ekki satt?

2014-06-11-112032

Á sama stað voru þessar hérna dásemdar bleiku skálar á fæti, sem og þessi bláa kanna.  Þetta er allt enn til í búðinni og í alls konar litum, sumarlegt og sætt.  Mig minnir að kannan hafi verið á 899kr, sem er bara snilld…

2014-06-11-143328

…húsakassarnir eru náttúrulega svo sætir að það ætti að vera ólöglegt, en það eru líka Söstrene Grenes sem eru með þá.  Broddi litli kemur hins vegar úr Litlu Garðbúðinni

2014-06-11-143318

…þeir eru í alls konar litum og mynstrum og kortið kemur líka frá systrunum, en samkvæmt syni mínum þá er þetta Mikki Refur…

2014-06-11-143324

…fánalengjan kemur frá Pier, en myndirnar eru gamlar og fundust á Háaloftinu/Fröken Blómfríði á Akureyri, og hin í Góða Hirðinum.  Það var einhver sem spurði út í myndirnar en ef þú ert að leita að þeim á netinu þá er best að leita eftir: Vintage 60s Constanza

2014-06-11-104819

…þá erum við komin í Rúmfatalagersdeildina, en þar fengust þessir fallegu púðar og teppið.  Teppinu er hægt að snúa við og þá er það eins og koddinn hinu meginn.  Kostar um 3þús og snilld, bæði sem rúmteppi og svo bara á pallinn…

2014-06-11-105006

…þetta er bara þetta klassíska kómbó, líka úr Rúmfó, en snaginn er gamall og úr Tiger

2014-06-11-104905

…þessi dásemdar kústur kemur líka úr RL-inu, og það sem meira er – líka þessir vegglímmiðar…

2014-06-11-104924

…þessir eru allir af einu og sama spjaldinu…

2014-06-11-111839

 

…og það kostaði um 1000 kr…

2014-06-11-112000

…fatan af sama stað…

2014-06-11-104934

…sem og þessi skál og litli sópur – þessir kústar og sópar, þetta er um það bil vinsælast í kofanum…

2014-06-11-104941

…þessi púði er líka úr Rúmfó, en uglan er gömul og kemur úr Tiger

2014-06-11-105008

…og eins og áður sagði, þá var blómakassinn og íkornarnir líka úr hinni víðfrægu RL-Design…

2014-06-11-111430

…í Ikea fékk ég þessar skálar, sem og diska í stíl, hrikalega krúttaralegt.  Þetta er í barnadeildinni þar sem að þetta flokkast undir leikföng…

2014-06-11-111938

…og svo er það kaffisettið…

2014-06-11-111635

…en það var þessi happafengur úr Góða Hirðinum, ltilir expressobollar sem fengu snarlega nýtt hlutverk.  Á sama stað fannst svo þessi kanna og diskur undir, en þau hafa komið upprunalega úr Tiger

2014-06-11-104855

…agalega sætt og minnir mig á broskalla, eða kannski frekar svona fýlukalla á Facebook :S …

2014-06-11-104902

…eggin úr Daz Gutez, mjög gott…

2014-06-11-144228

…en kortin frá Systrunum síkátu (Söstrene Grenes)…

2014-06-11-144235

…og að lokum borðið, en það fékkst einnig í hinum Góða og fékk málingarmeðferð með kalklitunum úr Föndru, en meira um það síðar!

Þá segi ég bara góða helgi, ef það rignir, þá er bara um að gera að dúlla sér eitthvað heima við – og bara njóta þess að vera til ♥ 


2014-06-11-111614

ps. ef einhverju er ósvarað, þá bara spyrjið þið 🙂

12 comments for “Kofi – hvað er hvaðan…

  1. Margrét Helga
    20.06.2014 at 09:21

    Frábært að fá svona pósta…þá veit maður hvert maður á að fara í stað þess að þvælast út um allan bæ 😉

    Takk sömuleiðis. Ekki hægt annað en að hrósa, skrifa falleg orð og vera hér þegar þú ert svona frábær 😉

  2. Íris
    20.06.2014 at 09:28

    Takk 🙂
    Langar að spyrja um upprunavottorð á einum fallegum hlut hjá ykkur en það er eins og taupoki með mynd af kisu (geymir litla sleif í honum)

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 12:31

      Heyðrðu já, litla Kisakrúttið er H&M Home, til þar núna 🙂

  3. Guðrún H
    20.06.2014 at 16:12

    Þetta hús er bara yndislegt, ekki að það komi mér á óvart að sjá svona krúttheit hér á síðunni hjá þér.

    Góða helgi í sólinni sem ætlar að sýna sig á sunnudaginn 🙂

  4. Anna Sigga
    20.06.2014 at 17:31

    Get svo svarið það ég fæ tár í augun þetta er svo fallegt <3

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 18:11

      Viltu tissjú?? 😉

  5. 20.06.2014 at 22:50

    Endalaust dásamlegt hjá þér!
    Elska þessa síðu og já mögulegt að ég sé bara farin að elska þig pínu =D

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 23:57

      Haha…..*roðn*

      Getum við ekki deitað fyrst??? 😉

  6. Ása
    21.06.2014 at 12:10

    Æðislegur kofi….
    Langar, Langar, Langar í einn svona til að dúlla við.

  7. 01.07.2014 at 10:07

    Jemundur hvað þetta er allt saman yndilsegt!! Mig langar í svona kofa! <3

  8. Barbara
    02.05.2017 at 09:11

    Ein sp. bekkurinn (þessi með skúffunum) hvernig gerðiru hann?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *