…allt í einum pakka! Hversu sniðugt er það
Í gær deildi ég einni mynd úr íbúð hjá vinafólki okkar inni á Facebook-síðunni og allir urðu, mjög skiljanlega, spenntir og hrifnir. Ég spjallaði því eigendurnar og fékk leyfi til þess að deila fleiri myndum með ykkur. Sem var auðsótt mál því að ég tók myndirnar líka!
Fallega íbúðin þeirra var sett á sölu, en ég verð að viðurkenna að mér fannst myndirnar ekki skila því fullkomlega hversu falleg, rúmgóð og björt íbúðin er. Síðan hringdu þau hjónin í okkur og báðu mig að kíkka í heimsókn og gera svona “míní-extreme-meikóver” eða diet-fyrir og eftir, og smella svo af myndum.
En þið græðið á þessu brölti, og fáið að sjá heila íbúð, fyrir og eftir. Það var ekkert stórvægilegt gert. Mublur færðar til, hlutir grúbbaðir saman, en ekkert málað eða breytt á veggjum. Þetta var svona míní-meikóver, þetta var smá púður og gloss
Þið sem eruð að fara að selja ykkar eignir getið líka vonandi nýtt ykkur einhver ráð og lausnir sem við notuðum.
Inngangur og þetta er fyrir myndin…
…þetta er í raun bara einfaldasta ráðið í bókinni. Takið allt í burtu sem ekki þarf að vera.
Þarna tókum við t.d. úlpurnar í burtu og minnkuðum í körfunum ofan á, mikið betra ekki satt?
Hér sést síðan fyrir-myndin af alrýminu, stórt og flott svæði sem fékk ekki að njóta sín á myndnum…
…og eftirmyndin…
…til þess að “breyta” stofunni, þá tókum við einfaldlega eitt stól í burtu við sófasettið, og löguðum til púða í sófanum.
Gæta þess síðan að gardínurnar séu allar í sömu hæð, og vængirnir liggi fallega.
Síðan er það náttúrulega hið klassíska að grúbba á borðum, og takið eftir breytingunni í horninu, eftir að lampinn var hækkaður og blómið fært framar…
…fyrir…
…einnig tók ég stóla og setti við sitt hvorn endann. Það breytir oft miklu að “leika” sér aðeins með uppröðunina á hlutunum…
…það er líka svo ótrúlega falleg birtan sem flæðir inn um þessa stóru glugga, og það er um að gera að leyfa þeim að njóta sín…
…parketið er Quick Step harðparket, og fékkst í Harðviðarvali…
…fyrir myndirnar af eldhúsinu…
…þarna var nánast ekkert gert.
Einfaldað á eldhúsborðum, og “thats it”…
…veggurinn sem sést þarna við eyjuna er léttur veggur sem var settur upp til þess að útbúa fjórða barnaherbergið. Einfalt að taka hann niður og útbúa þannig stærri stofu og borðstofu…
…fyrir myndir af hjónaherbergi…
…og hjónaherbergið er virkilega fallegt…
…einn veggur málaður í Hreindýrabrúnum frá Húsasmiðjunni, sami litur og er í stofunni…
…fyrir myndir af baðherbergi…
…þarna inni var ekkert gert nema bara að taka burtu óþarfa hluti…
…síðan bara að leyfa fallegu flísunum að njóta sín…
…fyrir mynd – strákaherbergi yngri drengs…
…þarna færðum við rúmið og ég tók “raðarann” á þetta. Færði til hluti og flutti inn í herbergið þetta krakkakrútt
…en einfaldlega með því að færa rúmið þá varð mikið meira gólfpláss inni í herberginu…
…og bara að svo að raða meira og meira…
…og færðum hillu sem stóð við svalahurðina og setti á gólfið þarna, og við það myndaðist gott leikborð fyrir litla eigandann…
…fyrir mynd af herbergi yngri stúlku…
…og aftur þá færðum við rúmið. Síðan var bara spurning um að sannfæra eigandann um að hún þurfti kannski ekki 1001 loðdýr hjá sér á hverjum degi og svo bara einfalda hlutina
…og þetta tókst bara vel til…
…alveg nauðsynlegt að létta aðeins á…
…strákaherbergi eldri drengs…
…eins og sést, nánast ekkert gert – nema búa um ból og taka burtu inniskó
…gangurinn sýnir sniðuga lausn, þar sem Malm-hilla frá Ikea verður að eins konar hliðarborði, sneddí…
…fyrir mynd af herbergi eldri stelpu…
…þarna inni voru bara svona fíníseringar…
…og við skiptum út hillunni sem var fyrir og settum þessa. Hún var ekki eins djúp og þannig kom rýmið betur út…
Þannig var þetta þá, ég kom sem sé inn eins og stormsveipur og tók herbergi eftir herbergi
Bara gaman!
Hvernig eruð þið að fíla svona innlit ?
Þetta er skemmtilegt og svakaleg breyting sem var á barna- herbergjunum bara með því að færa rúmin þeirra
Þetta er gott að hafa í huga, strákurinn minn fékk nebbilega stóra herbergið og ég litla og ég er enn að vandræðast með hentugleikann og hagnýti í hans herbergi
úff En ég á eftir að mála einn vegg þá fer ég að hella mér í þetta af fullum þunga. Sendi kanski á þig mail ef ég dett í þunga pyttinn
bestu kveðjur…
Þú ert klár snillingur…..þetta “litla”gerir samt bara allt
‘eg er að fíla þetta í tætlur . Gaman að sjá hvað þarf oft lítið til og hvað það skiptir miklu að myndirnar séu teknar rétt því á þínum myndum (að öðrum ólöstuðum) er eins og íbúðin sé miklu opnari og bjartari.
Hmmm myndirnar frá Skreytum Hús klárlega mun betri en frá fasteignasalanum!
Fíla þetta mjög vel, væri gaman að sjá hugmyndir frá þér fyrir unglingaherbergi, sérstaklega stráka
Hætta vinir þínir ekki bara við að flytja núna þegar stormsveipurinn Dossa er búin að taka make-over á þetta ?

Ótrúlegt hvað svona “litlar” breytingar gera mikið
Vá! Ekkert smá mikið sem að þetta breytir! Þarf að fara að endurhugsa herbergi strákanna minna ( og mögulega senda mail á þig
)
Guðmundur minn hvað þetta er flott, ég þarf svo klárlega að fá þig heim til mín ég er að bugast í lífinu mínu. Fjögur í 80 fermetrum og ekki mikið pláss skal ég segja þér
Næst verður það “Dossa fer á flandur og bjargar mörgum húsmæðrum frá bugun og volæði”
hahahaha
Snillingur ertu. Dossa fer á flandur er frábær hugmynd! Flandur út á land t.d.austfirði ;).
Þessar breytingar er mjög flottar,ég skoða síðuna þína daglega og hef fengið nokkrar hugmyndir lánaðar. Takk fyrir frábæra heimasíðu.
ofboðslega gaman að sjá þessar breytingar. Mjög vel lukkað. Þú ert hörkuljósmyndari, tókstu þessar á símann?
Vá hvað það er gaman að sjá hvernig þú breytir og bætir með litlu.
Svakalegur munur á myndunum. Þú ættir bara að gerast atvinnu ljósmyndari
Þú ert svo mikill snillingur Soffía! Þú skalt vera með töfrasprota og glimmer í töskunni þinni, það er eina skýringin
Vá þú ert nú meiri snillingurinn, langar bara til að nappa þér í heimsókn til mín til að sveifla töfrasprotanum
Fleiri svona innlit/fyrir&eftir.. rosa gaman að skoða!
Glæsilegar “smá”-breytingar . Gó girl. skemmtilegt að fá að fylgjast með . Takk