…er málið í dag. Enda á hann sér þónokkra forsögu, þessi blessaði kofi.
Því þegar að við kaupum húsið 2007, þá fylgdi hann með – stendur þarna við bílastæðið greyjið, grænn, ekkert gler í glugga og hurðalaus…
…og svona til þess að setja hlutina í samhengi, þá var þessi dama svona lítil og litli maðurinn var ekki einu sinni fæddur…
…ekki það að mikið var unnið í húsinu á þessum tíma, sérstaklega innanhús.
En kofinn stóð bara þarna í horninu, alveg á glötuðum stað…
…og barnið óx og óx…
…þannig að húsbandið tók sig til og gróf holur og steypti niður fyrir kofanu á nýjum stað.
Þar sem húsbandið er sérlega vandvirkur og öryggismálaráðherra fjölskyldunnar þá dugði ekkert minna en 6 steyptar stoðir. Ég lofa get því lofað ykkur skjóli sem stendur áfram um ókomna tíð…
…svo þurfti að rífa kofann niður, til þess að hægt væri að flytj´ann og hver spýta var því merkt, eins og um púsl væri að ræða, svo hægt væri að setja þetta saman aftur á réttan hátt…
…þarna sést sérlegur aðstoðarmaður okkar í öllum framkvæmdum hér á heimilinu, faðir húsbandsins – ótrúlega duglegur og alltaf jafn yndislega gott að biðja hann um hjálp – sem er ómetanlegt ♥
…þarna sést ágætlega hvar kofinn stóð, og yfir á fótsporið þar sem hann stendur nú. Á milli er síðan sandkassinn..
…og svo var farið að púsla, og eins og sést þá er búið að raða púslustykkjunum á rétta staði…
…og þarna sést líka hvernig kofinn var á litinn – bara viðurinn…
…og þá var kofinn kominn á sinn stað. Enn hurðarlaus og vantaði smá andlitslyftingu, en kominn á réttan stað sem þýddi að hægt væri að fara að vinna að restinni….
…og þetta var árið 2009!!!
…síðan var dúllast í kringum kofann. Húsbóndið, sem er svo myndarlegur í höndunum (og auðvitað útliti) setti kant á þakið, smíðaði kant á framan á “veröndina”, smíðaði hurð með glugga og reddaði gleri í gluggann og þannig stóð kofinn góði í 2-3 ár…
…ekki spyrja mig hvers vegna? Tíminn bara líður svo hratt 🙂
En núna vörum við komin af stað, og ég fann æðislegt gluggabox í Rúmfó sem ég vildi endilega nota og þá þarf að hafa eitthvað að hengja það á. Enn og aftur kom Kafteinn Ofurbrók Húsband til bjargar og sagaði til spýtu og festi á húsið fyrir mig…
…en það er ekki bara húsbandið sem hjálpar til, ónei – Ungfrú Ófriður (ég) fann fyrir rúmi ári í Góða Hirðinum þessa tvo hlera saman á 500kr. Ég tók þá með mér og var strax með þetta verkefni í huga. Húsbandið hnussaði fyrst, en svo var hann farin að kinka kolli – agalega jákvæður og kátur. Smá málning og pínu bor…
…og þetta gerði alveg gæfumuninn, og gjörbreytti útlitinu á kofanum – með litlum tilkostnaði og miklum krúttheitum….
…hlerarnir eru bara skrúfaðir beint á og virka svo sannarlega ekki, nema bara til að fegra…
…en blómin eru sko alveg alvöru, og við boruðum göt í botninn til þess að hleypa vatni út…
…síðan voru bara smáhlutir sem bættust við…
…ég er alls ekki garðálfatýpan, en ég er svo sannarlega bambatýpan! Þannig að þessi gamli, sem kom frá frænku minni, fékk að vera þarna með. Síðan setti ég bara smá trjálurka með, og auðvitað nýja mottu…
…á vegginn fór þessi hitamælir sem við höfum átt heillengi, hefur staðið heimilislaust í bílskúrnum, og svo þessir tveir íkornar sem voru bara of sætir – þeir urðu að fá að vera með…
…ég meina í alvöru! Snar og Snöggur eru bara einum of miklir krúttsnúðar.
Þessir fylgdu með heim úr Rúmfó, í sömu ferð og blómaboxið…
…og bambi gamli – og auðvitað fylgiálfurinn hans…
…og falleg motta setur alltaf svona svip á svæðið…
…en eins og þið sjáið þá hefur kofinn farið ansi langa leið, frá byrjun að enda!
…og við erum bara ansi sátt við hann núna!
Ég er ekki einu sinni að grínast þegar að ég segi ykkur að krakkarnir hafa varla komið inn úr kofanum síðan að hann var “vígður til notkunnar” 🙂
Hvað haldið þið svo?
Um helgina hljóp svo heldur betur á snærið hjá mér, því að ég fékk þennan hérna að gjöf!
Næsta verk, er gera honum til góða og laga hann til – finna síðan pörfekt stað í garðinum! ♥
Hvað segið þið, setja bekkinn við kofann eða?
Vá hvað kofinn hefur breytt um svip! Og ég myndi setja nýja fíniríið (bekkinn) helst nálægt kofanum, þar sem sólin skín, og krúttlegt borð fyrir framan hann, þannig að krúttin þín geti líka haft kaffiboð úti þegar vel viðrar 🙂
Amen fyrir því sem Margrét Helga sagði 😀
Er alveg hjartanlega sammála henni sem sagt 😉
Þetta er góð viðbót við fallega útihúsið 🙂
kv AS
Þetta er svo flott hjá ykkur, kofinn er gordjöss! og þessi nýja dásemd! vá maður!
Flottar breytingar, get vel skilið að börnin séu flutt út í kofa 😉
Ég er með nákvæmlega eins kofa í garðinum hjá mér og hef verið að mana mig upp í að mála hann að utan. Hvaða málningu notaðir þú?
Jeminn hvað hann er orðinn yndislega sætur kofinn, bekkurinn væri auðvitað sætur við 🙂
Vá, nú langar mig í kofa! !! Sé flotta bekkinn fyrir mer í brúðkaupi þar sem hjónin geta setið saman nýgift og hlustað á ræður og sögur. 🙂