…og vonandi næ ég að taka sólarmyndir í dag!
Í garðinum erum við með lítill dúkkukofa, sennilegast um 1,5×1,5m. Hæðin er um 180cm þar sem hann er hæðstur.
Fyrir röð tilviljanna þá gerðist það að ég málaði bæði þakið og loftið, og það gjörbreytti kofanum öllum – elsku besti kofi…
…ég málaði þetta viljandi svona gróft, þannig að þetta leit út eins og aldargamalt gólf…
…svo er bara að njóta þess að gera allt þetta litla skemmtilega…
…að dúlla, og krútta dulítið upp þannig að allt sé sætt og fínt…
…og finna fallega hluti sem að gleðja augað og lítil hjörtu…
…og þó ég segi sjálf frá þá er þetta orðið ansi hreint fagurt (NB. naglar eiga ekki að vera þarna á – heldur var ég bara að hengja upp myndir)…
…og ég hlakka til að sýna ykkur restina! 🙂
Þessi hérna varð alveg heillaður, “mamma, hvernig er hægt að gera svona?” spurði hann þegar hann sá kofann skreyttann í fyrsta sinn ♥
Æði! hlakka til að sjá meira og endilega sýndu okkur að utan líka 😀
Ó vá. Geggjað!! Glætan að ég fái leyfi til að gera kofa drengsins svona sem hann er að smíða á námskeiði :p hehe en kannski eitthvað töffaðann 😀
Er það furða að drengurinn spyrji …. hann á göldrótta mömmu ! 🙂 Sjúklega flott eins og ALLTAF. Knúz Edda
Hrikalega flottur kofi 🙂 Væri til í að eiga svona fyrir gormana mína þegar við flytjum í sveitina!
Langar í svona 🙂 Á þrjár ömmustelpur og tvo ömmustráka 🙂
Æðislegur, ekki amalegt fyrir krílin að hafa svona fínan kofa!
Æðislegt, EN hér er svona kofi agalega fínn, málaður í fyrra og gerður sætur ….. en börnin neita að fara nálægt honum því það er alltaf fullt af köngulóm, bæði inni og úti !! er það ekki að angra ykkur ?
Við höfum úðað í kringum kofann, og svo kýttaði bóndinn vel í allar raufar, svona til að reyna að varna þessu. En núna reynir á 🙂
Vá hvad tetta er FLOTT…. Hvar fekkstu bollastellid…
Góði Hirðirnn stendur fyrir sínu 🙂
JIiii þetta er ÆÐI !