Forsmekkur að kofa…

…og vonandi næ ég að taka sólarmyndir í dag!

Í garðinum erum við með lítill dúkkukofa, sennilegast um 1,5×1,5m.  Hæðin er um 180cm þar sem hann er hæðstur.

Fyrir röð tilviljanna þá gerðist það að ég málaði bæði þakið og loftið, og það gjörbreytti kofanum öllum – elsku besti kofi…

2014-06-08-174442

…ég málaði þetta viljandi svona gróft, þannig að þetta leit út eins og aldargamalt gólf…

2014-06-08-174525

…svo er bara að njóta þess að gera allt þetta litla skemmtilega…

2014-06-09-215011

…að dúlla, og krútta dulítið upp þannig að allt sé sætt og fínt…

2014-06-09-215256

…og finna fallega hluti sem að gleðja augað og lítil hjörtu…

2014-06-09-215342

…og þó ég segi sjálf frá þá er þetta orðið ansi hreint fagurt (NB. naglar eiga ekki að vera þarna á – heldur var ég bara að hengja upp myndir)…

2014-06-09-231740

…og ég hlakka til að sýna ykkur restina! 🙂

2014-06-09-233113

Þessi hérna varð alveg heillaður, “mamma, hvernig er hægt að gera svona?” spurði hann þegar hann sá kofann skreyttann í fyrsta sinn 

10441232_10203413240625043_2709916483480527326_n

11 comments for “Forsmekkur að kofa…

  1. Gulla S
    11.06.2014 at 09:55

    Æði! hlakka til að sjá meira og endilega sýndu okkur að utan líka 😀

  2. Eva
    11.06.2014 at 10:12

    Ó vá. Geggjað!! Glætan að ég fái leyfi til að gera kofa drengsins svona sem hann er að smíða á námskeiði :p hehe en kannski eitthvað töffaðann 😀

  3. Edda
    11.06.2014 at 10:16

    Er það furða að drengurinn spyrji …. hann á göldrótta mömmu ! 🙂 Sjúklega flott eins og ALLTAF. Knúz Edda

  4. Margrét Helga
    11.06.2014 at 14:43

    Hrikalega flottur kofi 🙂 Væri til í að eiga svona fyrir gormana mína þegar við flytjum í sveitina!

  5. Anna Sigga
    11.06.2014 at 15:57

    Langar í svona 🙂 Á þrjár ömmustelpur og tvo ömmustráka 🙂

  6. 11.06.2014 at 21:40

    Æðislegur, ekki amalegt fyrir krílin að hafa svona fínan kofa!

  7. Iris
    11.06.2014 at 23:19

    Æðislegt, EN hér er svona kofi agalega fínn, málaður í fyrra og gerður sætur ….. en börnin neita að fara nálægt honum því það er alltaf fullt af köngulóm, bæði inni og úti !! er það ekki að angra ykkur ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      12.06.2014 at 11:53

      Við höfum úðað í kringum kofann, og svo kýttaði bóndinn vel í allar raufar, svona til að reyna að varna þessu. En núna reynir á 🙂

  8. gulla
    12.06.2014 at 00:46

    Vá hvad tetta er FLOTT…. Hvar fekkstu bollastellid…

    • Soffia - Skreytum Hús...
      12.06.2014 at 11:54

      Góði Hirðirnn stendur fyrir sínu 🙂

  9. Sigurborg
    15.06.2014 at 14:39

    JIiii þetta er ÆÐI !

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *