…því að annað er bara ekki hægt.
Ég fór í Föndru, á Dalveginum, um daginn og heillaðist af kalklitinum (sjá hér) en svo var líka allt hitt 🙂 Hausinn á mér gekk í hringi og ég fékk hugmynd eftir hugmynd að einhverju nýju og spennandi að framkvæma!
Eigum við að kíkja saman…
…um leið og þú kemur inn þá sérðu þessa hérna, dásamlega falleg og máluð með kalklitunum góðu…
…og ég var búin að segja ykkur að litirnir eru dásamlegir, svo margir fallegir…
…held að þessi dökkblái, guli, græni og blái gæti verið æðislegir t.d. á náttborð í strákaherbergi…
…og svo má líka útbúa svona dásemdar skiltakrútt…
….ég held að aðalvandamálið sé að velja sér verkefni að byrja á…
…t.d. langar mig ógurlega í svona og stensla, og útbúa svona “krítarskilti” – snilld!
…það er líka svo sniðugt hversu mikið af fallegum verkefnum eru á staðnum, sem að snillingarnir þarna hafa búið til…
…ok, ég veit ekki með ykkur – en ég á ein eða tvo svona kassa sem væri frábært að breyta svona. Síðan fást líka svona kassar í Föndru…
…hægt að útbúa sér alls konar skilti eða myndir úr dásemdar myndunum sem er til þarna…
…eða bara þessir flottu stafir, úr pappa, sem þarna eru klæddir með fallega pappírinum frá Martha Stewart. Dósin er Ora-dós, genious!
…erum við ekki alltaf að leita að trébökkum?
Þá eru þessir flottir! Svo er bara að mála þá með kalklitunum og skella t.d. kortapappírinum í botninn á þeim…
…nú eða svona tréplattar, eða sem skilti…
…eins og þetta…
..allar þessar sérvéttur er hægt að nota til þessara verka…
…þessir pokar fannst mér snilld! Sé þetta alveg fyrir mér í gestagjöf í brúðkaupi t.d…
…svo er líka bara fallega uppstillt í búðinni allri…
…og lausnir til þess að skreyta hillu, box og kerti, allt á svona fallegan máta…
…eða klæða krukkur með ljósmyndum, sem verða samt svona hálfgegnsæar þannig að birtan skín fallega í gegn…
…stimplar í tugatali…
…og blúndukeflin, dæææææs 🙂
…ég var einmitt að kaupa svona stafi til þess að skreyta snaga sem ég var að útbúa, sýni ykkur hann síðar. En þessir eru líka sniðugir til þess að setja t.d. á stólbök á litlum tréstólum…
…og þið hafið séð mig nota svona pappamassaskraut, t.d. hér á hlerunum mínum…
…rammar sem er svo fallegir, og gætu t.d. verið skemmtilegir einmitt sem hlerar í glugga…
…púðar, box, albúm og meira til…
…og ef það vantar fallegan pappír til þess að skreyta með þá er nóg úrvalið hér…
…litli jólaglimmerperrinn innra með mér tók stökk og andkaf yfir þessari dýrð…
…og skrappappír við hvert tækifæri…
…þessar myndir yrðu dásamlegar klipptar niður á lítil spjöld og hangandi á kertastjökum…
…svona límperluskraut hef ég notað t.d. til að skreyta kerti (sjá hér)…
…og allir stafirnir maður minn, þið ættuð að finna það sem þið leitið að – og svo aðeins meira…
…og svo er bara innspírandi að sjá uppstillingarnar í búðinni, eins og að nota þennan gamla vinnubekk…
…stenslar með script – þið vitið að ég stenst ekki svona…
…ég er líka alveg að leita mér að ástæðu til þess að stensla ekki þessi krútt inni í krakkaherbergin einhversstaðar…
…ættartréð á staðnum…
…og svo er auðvitað snilldar efna- og garndeild…
…Martha vinkona alltaf sniðugt, allt til þess að útbúa svona blúndubox…
…eða blúndu krukkur og flöskur…
…og þarna fæst líka snilldarmálningin frá henni Martha minni – alltaf svo klár þessi elska (nema þegar henni var stungið inn – en það er önnur saga)…
…það er líka kjörið að nota stenslana á efni og útbúa púða og annað slíkt…
…límmiðaarkir…
…og fyrir ykkur sem saumið út svona klukkustrengi, þá er svo falleg hengi fyrir þá…
…ýmissleg smáleg snilld. Eins og litlu krítarlímmiðarnir, eða merkjahaldararnir…
…falleg búð…
…og fyrir ykkur sem eruð að gera skart, þá er allt til þarna…
…svo er líka svo gaman að kaupa krossa, og þessa litlu fylgihluti og nota þá í annað, eins og að skreyta kerti…
…fallega uppstillt….
…great minds think alike, sjá hér…
…kemur skemmtilega út…
…fallegar diskamottur og viskustykki…
…ferlega flott hangandi í eldhúsinu…
…og svo held ég að þessi sé uppáhaldið mitt, og þá er nú mikið sagt því af nægu er að taka!
dæshhh….falleg og skemmtileg búð.
Martha Stewart er í uppáhaldi þarna 🙂 Bakkarnir og plattarnir :0)
Dæs…öll þessi fegurð og verðandi fegurð! 🙂