Frá lesanda…

…kemur í dag, dásamlegt stelpuherbergi.

Draumkennt og fagurt…

1securedownload (5)

Ég fékk svo yndislegt bréf frá henni Bjargey og hún var svo elskuleg að leyfa mér að deila því, ásamt myndunum, með ykkur:

Sæl Soffía,

Ég bara má til með að senda þér póst því ég er alveg svakalegur aðdáandi listaverkanna þinna og bloggsins 🙂 stundum líður mér eins og ég hafi fundið systur mína því ég er einmitt alltaf að breyta og bæta, mála, skreyta og pæla í uppröðun hluta og þar fram eftir götunum. 
En að öðru, mér langaði bara að senda þér mynd af herbergi heima sem ég gerði upp í fyrrasumar því ég fékk innblásturinn frá þér 🙂

Takk fyrir að vera svona mikill snillingur og deila því með okkur hinum, þú ert æði!

Kær kveðja
Bjargey

securedownload (1)

Bjargey var líka svo sæt að senda nánari útlistun um hvað er hvaðan:

Mynda/bókahillurnar úr Ikea og myndaramminn utan um myndina af dömunni líka,

tréð á veggnum málaði ég fríhendis og setti fiðrildalímmiða úr söstrene grene í kring…

securedownload (9)

 bamba lampinn er úr My concept store 🙂

securedownload (4)

…skórnir í glugganum eru hennar fyrstu spariskór,

gardínurnar úr Ikea…

securedownload (8)

stóllinn er gamall tekk stóll frá langömmu,

uglupúðinn er úr Tiger…

securedownload (3)

rúmið er úr húsgagnaheimilinu,
rúmteppið úr Ikea,
kommóðan úr góða hirðinum og ég málaði hana hvíta.

securedownload

Vá hvað mér finnst þetta fallegt allt saman!

Hjartans þakkir fyrir að deila þessu með okkur kæra Bjargey, ég er alveg viss um að við erum skreytingarsystur í það minnsta 

5 comments for “Frá lesanda…

  1. Vaka
    03.06.2014 at 11:49

    Ofsalega fallegt herbergi 🙂

  2. Margrét Helga
    03.06.2014 at 12:21

    Hrikalega krúttlegt herbergi 🙂 Algjör snillingur hún Bjargey 🙂

  3. Margrét J.
    04.06.2014 at 20:53

    Þetta er svo fallegt og stílhreint!

  4. Kristjana Axelsdóttir
    10.06.2014 at 21:39

    Vá!! er að elska litinn á veggjunum!! Virkilega fallegt herbergi.

  5. Katrín
    27.06.2014 at 11:03

    Veistu hvaða litur þetta er á veggnum?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *