……er nýr “kafli” hérna á Skreytum Hús. Þá kemur inn ein mynd, eða fleiri, og upptalning á því sem ég er að fíla, elska, eða jafnvel dá inni á myndinni!
Í dag er það hvítt, þá sér í lagi hvítt í eldhúsi…
…það er bara eitthvað svo heillandi við þessi hreinu rými, og með réttu dash-i af timbri og öðrum rustic efnum þá verður þetta alveg pörfektó…
…þessi ljós eru t.d að gera mig óða, og kraninn mætti sko alveg flytja inn líka…
…svo er það þetta með að safna leirtaui, sem er ekki alveg eins. Dásamlega fallegt, og óparktískt að þurfa að þvo alltaf skálar áður en þær eru notaðar, en samt langar mig í…
…eins og könnusafnið þarna. Svo ég tali ekki um diskana sem hanga þarna fyrir ofan – dásemd…
…og þessi stóóóóra tarína *dæs* – hvenær ætli maður hætti að fá lang-í-veikina??
Hættessu, ég er gráti næst. Langar svoooooooooooo mikið í svona eldhús 🙁