Litlar skreytingar…

…fyrir helgi fékk ég mér 10 dásamlega, gordjöss bóndarósir, í fööööölbleiku.  Þið vitið, svona bóndarósir sem eru svo rómantískar og kvenlegar og mjúkar og dásamlegar og ♡……..

2014-05-30-220256

…alla veganna, ég var mjög hrifin af þeim 🙂

2014-05-31-153522

…og þær sprungu svona líka fallega út.  Þær eru að vísu innfluttar, sem sé ekki ræktaðar hérna heima, en eru einmitt svona “in season” núna og ég veit að það er verið að selja þær alls konar rauðum, bleikum og cherry litum…

2014-05-31-153524

…ég meina ef þetta gleður ekki augað, hvað gerir það þá?

2014-05-31-153530

…og ekki veitir af til þess að vega upp á móti rigningunni sem var úti fyrir…

2014-05-31-153547

…ég ákvað, fyrst að þær voru svona vel útsprungnar, að gera nokkrar smá skreytingar.  Tók því Oasis-kubb og fyllti vaskinn af vatni.  Síðan lét ég kubbinn síga ofan í vatnið, alls ekki ýta kubbinum ofan í vatnið – bara leyfa honum að drekka í sig, og fyllast af sjálfsdáðum…

2014-06-01-200252

…þessar tvær skál voru svona skreyttar, nema auðvitað með eggjum líka, núna um páskana.  En nú eru páskar búnir, en ég ákvað að nýta efnið sem til var…

2014-06-01-200256

…því var kjörið að sníða til smá bút af Oasis og setja í skálina…

2014-06-01-200332

…eftir að hafa sniðið kubbinn aðeins til, þá lyfti ég honum upp og setti svona bréfablúndu undir…

2014-06-01-200447

…byrjaði svo að gera smá skreytingu ofan í…

2014-06-01-200534

…notaði smá mosa með…

2014-06-01-200608

…og fyllti svo upp í með blómum.  Fresíum sem ég átti líka og krusum sem hafa staðið hjá mér núna í næstum mánuð…

2014-06-01-200900

…hins vegar var þetta ekki að gera sig fyrir mig.  Því var þessi blessaða skreyting ekki langlíf…

2014-06-01-201025_1

…ég fann þessa könnu í Góða núna um daginn, er alveg að elska hana pínu smá – enda er hún eitthvað svo svona skemmtilega ömmuleg…

2014-06-01-201117

…tók svo smá bút af Oasis og setti í silfurskálina…

2014-06-01-201359

…setti einfaldlega litla hreiðrið utan um og mosann yfir…

2014-06-01-201426

…stakk svo bara einni bóndarós ofan í, ekkert meira og ekkert maus.

2014-06-01-201514

…og í könnuna setti ég síðan bara nokkrar rósir…

2014-06-01-201509

…þar sem ég sat við borðið og skreytti og tók myndir, ákvað eiginmaðurinn að setjast með mér og leyfa mér að njóta síns dásamlega félagsskapar…

2014-06-01-201831

…hann var ekki að gera sér grein fyrir að hann var pínulítið fyrir, svona myndatökulega séð.  Því var honum vísað í annað sæti, án nokkurs samviskubits 🙂

2014-06-01-201844

…alla veganna þá tók ég litla silfurkönnu og setti þrjá krusa þar ofan í…

2014-06-01-201856

…stálskálin, sem var áður með skreytingunni sem mér líkaði ekki, var tæmd.  Ég notaði sama Oasiskubbinn, eins og sést þá er hann stunginn, og skar hann betur til…

2014-06-01-202138

…mosi í botninn og greinakrans utan um…

2014-06-01-202150

…og þar í fóru krusi og fresíur…

2014-06-01-202851

…þetta var því að verða eitt allsherjar blómateiti þarna á borðinu hjá mér…

2014-06-01-202848

…en ég var ekki búin.  Oggusmár bolli, ásamt undirskál, var tekinn fram og smá Oasis fór ofan í hann…

2014-06-01-203242

…einfaldasta skreyting í heimi, bara ein bóndarós…

2014-06-01-214050

…afgangs bóndarósirnar fóru því bara í könnna með hinum þremur.  Svo voru bara dregnir fram hinir og þessir kertastjakar og luktir…

2014-06-01-213853

…aldrei þessu vant þá setti ég engann löber, en leyfði borðinu þess í stað að njóta sín…

2014-06-01-213858

…enda er ég svo ótrúlega hrifin af grófleika þess  ♡

2014-06-01-213901

…sem sé litlar einfaldar skreytingar, sem allir eiga að geta gert…

2014-06-01-213908

…ekkert í stíl, en látið passa saman…

2014-06-01-213917

…gæti verið skemmtilegt að gera svona á borð í veislum, hvort sem um er að ræða brúðkaups- eða bara afmælis…

2014-06-01-214000

…sér í lagi þegar að skreytingarnar eru svona einfaldar…

2014-06-01-214030

…og er þetta ekki bara smá skemmtilegt?

2014-06-01-214111

…ég er í það minnsta mjög skotin í þessu…

2014-06-01-214144

…og stundum líka bara gaman að sleppa löberinum, ég er bara svona gasalega villt – löberslaus og kreisí…

2014-06-01-215540

…þarf ég ekki bara að halda matarboð eða eitthvað?

2014-06-01-215608

…alla veganna.  Svona er hægt að vinna úr blómunum sínum.  Það er hægt að hafa þau fyrst bara í vasa, en búa síðan til litla skreytingar þegar að þetta fer að springa svona vel út…


2014-06-01-215620

…það sama mætti gera með blönduð blómabúnt, og bara hvaða blóm sem er.  Það eina sem ég segi er: gætið þess að láta ALDREI, og þá meina ég ALDREI, skína í Oasis-inn.  Það er bara nononono – alveg bannað…

2014-06-01-215648

…hvernig líst ykkur á?

2014-06-01-215657

Like á svona svaðillegan blómapóst?

Gaman að þessu?

Ef þið vilduð vera svo elskuleg að deila póstinum, eða bara Facebook síðunni, þá yrði ég mjög kát.  Langar mikið að ná yfir 8000 like núna á næstu misserum  

2014-06-01-215700

 ♡ knúsar ♡

Íslensk_blóm_og_fánarönd

5 comments for “Litlar skreytingar…

  1. Vaka
    02.06.2014 at 08:36

    Þetta er svo rómó og fallegt 🙂

  2. María
    02.06.2014 at 09:02

    Mikið er þetta skemmtilegt og svona væri geggjað í veislu.

  3. Margrét Helga
    02.06.2014 at 09:58

    Maður getur alltaf á sig blómum bætt, hvað þá ef þau eru svona falleg 😉 Bara snilld að sjá þetta og hugsanaferlið hjá þér. Maður ímyndar sér alltaf að svona blómaskreytar bara smelli fingrunum og þá raðast þetta fullkomlega og eftir þeirra höfði 🙂 Ekki þar fyrir, manni finnst það eiginlega gerast hjá þér!
    Deili síðunni og póstinum þegar ég er komin í fésbókarvæna tölvu 😉

  4. 03.06.2014 at 10:51

    Bóndarósir… algjörlega mitt uppáhalds! Fallega gert hjá þér og dásamleg myndataka, takk fyrir takk!!

    Kær kveðja,
    Kikka

  5. Anna Sigga
    03.06.2014 at 15:09

    Snillingur getur þú verið 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *