Myndin…

…og nú er það svoldið sem ég er með á heilanum!

Ok, kannski eitt af mörgu sem ég er með á heilanum.

Grá herbergi!!

c303f5154bab0d5f1ac95d4623bbbf06

Ég er bún að ganga lengi með þann draum að mála svefnherbergið grátt, ekki bara endavegginn, heldur alla veggi.  Eftir að sjá þessa mynd hjá Young House Love í gær, þá gerði það ekkert annað en að espa mig meira upp…

Guest-6-After

…síðan er það þetta herbergi hjá Dear Lillie.

Þetta verður eitthvað svo dásamlega kósý, og hvíti liturinn verður svo hvítur og crispy, þetta er bara unaður…

iDSC_7718

…eruð þið ekki sammála?

Mynduð þið ekki vilja sofa í gráu herbergi?

iDSC_7728

Til að sjá endalausar myndir af gráum herbergum á Pinterest, smellið hér!

10 comments for “Myndin…

  1. Svandís J
    28.05.2014 at 19:23

    jú ég er til í svona grátt herbergi og svona kósí flöffí rúm líka 🙂

  2. Guðrún
    28.05.2014 at 21:14

    Líst vel á gráa litinn, er að leita að lit á svefnherbergið. Loftið er hvítt…. veistu um einhverja flottan gráan tón á svefnherbergi?

  3. Anna sigga
    29.05.2014 at 07:26

    Júju þetta er flott en ég er samt á því að nota frekar lausa hluti til að breyta herbergjum…eins og mótum, púðum og þess háttar.

    En á annan stað þá langar mig að spyrja þig um eitt, ég er með svo lítið herbergi en langar að mála það þannig að það virki stærra en það er, veistu um eitthvað töfraráð við því? 🙂

    Kv AnnaSigga

    • Soffia - Skreytum Hús...
      30.05.2014 at 08:45

      Hvernig herbergi, svefn eða ??

      • AnnaSigga
        31.05.2014 at 01:52

        Já svefnherbergi 🙂
        eitt horn með vinnuaðstöðu…draumurinn amk 🙂

  4. inga
    29.05.2014 at 11:36

    Sæl Soffía mig langar aðeins að forvitnast hjá þér ef ég má ?? Varðandi stólana 2 sem þú sprayjaðir svarta, gerðir þú eitthvað við þá áður ??? (fórstu með eitthv. efni/sandpappír eða eitthv. annað ) Er með tvo stóla sem ég var að hugsa um og er alveg veik fyrir að prófa…. Takk fyrir yndislega pósta sem ég skoða daglega, þú er greinilega snillingur að finna út gersemar ! Bestu kveðjur og þý er frábær !!!

    • Soffia - Skreytum Hús...
      30.05.2014 at 08:44

      Sæl Inga
      Ég bara rétt strauk yfir efstu spýtuna með svona sandpappírssvampi (fæst í Litalandi) og svo bara spreyjaði. Ég gerði þetta líka við stóla fyrir tveimur árum síðan og það er í góðu standi með þá 🙂

      Takk fyrir fallegt hrós!
      kv.Soffia

  5. Margrét Helga
    29.05.2014 at 13:37

    Algjörlega sammála þér…og þá svona herbergi í hlýlegum, gráum lit…Maður sér alveg fyrir sér aukahluti í skærum litum (púða, kertastjaka, myndaramma (auðvitað í grúppum 😉 ), snaga, stóla…) sem myndu poppa upp herbergið 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      30.05.2014 at 08:43

      Einmitt, ef grunnurinn er góður – þá er svo auðvelt að leika sér með litlu hlutina! 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *