…mér finnst alltaf jafn ótrúlega gaman að sjá hvað það eru margar snilldarlega klárar konur sem lesa þetta blogg. Það er sérstaklega áberandi inni hjá Skreytum Hús-hópnum á Facebook, þar sem að konur eru að deila myndum af því sem þær eru að gera/eða að fara að gera. Leita ráða, fá álit og hjálpast að!
Hver segir svo að konur séu konum verstar? Hnuss 😉
Í það minnsta hafði hún Ragga samband við mig og benti mér á að sá Góði væri sameiginlegur vinur okkar beggja og að hennar veiðiferðir hefðu svo sannarlega borið góðan árangur.
Ég fékk leyfi til þess að deila myndunum með ykkur og því er bara hægt að segja: njótið vel!
Ragga fann fyrst eitt náttborð í þeim góða, og nokkrum dögum seinna fann hún annað eins:
“Fann “tvíburasystirina” nokkrum dögum seinna,
svo þær verða krúttlegar systurnar þegar þessi verður komin í sparifötin líka.
Og þessi elska kostaði bara 1.500 vegna lasleika í fótaburði. Reddum því svo sem.”
“Ég pússaði létt með fínum sandpappír,
grunnaði svo með hefgrunn (húsasmiðjan) og málaði
og rúllaði svo tvær umferðir. Gott að nota vatnslakk með minnsta gljástigi.”
Ótrúlega falleg smáátriði sem njóta sín vel núna…
“Fallegur “snúður ” á endanum”
Held að þið hjótið að vera sammála mér að þetta er frábær útkoma!
Dásamlega fallegt ♥
“Þessi dýrgripur fannst í Góða Hirðinum, heilar 3000 kr.
Og svo var byrjað að pússa……”
“búin að grunna og byrjuð að mála, engar lappir voru á gripnum, nema ein, svo ég sagaði út lappir og skellti undir.”
Eigum við eitthvað að ræða það að vera handlagin húsmóðir?? 🙂
Útkoman er síðan þetta líka geggjaða skrifborð sem stendur í svona líka fallegu vinnuhorni – lofit ♥
Takk kærlega fyrir að leyfa okkur að njóta Ragga, þetta er snilldarlegt hjá þér, og endalaust fallegt.
Ragga er greinilega endalaust hæfileika rík og er líka að saga út rosalega flotta stafi,
og þið getið skoðað þá nánar með því að smella hér!
Mjög fallegt allt saman 🙂
Vá ótrúlega flott?
Geggjað 🙂
Vá! Snillingur er hún! 🙂 Rosalega flott hjá henni!
Takk fyrir þetta Soffía 🙂
Kveðja úr Hafnarfirði
Vá!!
Rosalega flott! Æðislegar höldurnar sem hún valdi á. Hvaðan koma þær?
Mér sýnist þetta vera bara orginal höldurnar!
Þær verða svo oft eins og nýjar þegar búið er að breyta 🙂
Mikið er þetta fínt. Þið tvær hafið greinilega sama smekk 😉