…á þessum árstíma! Enda er íslenskt sumar yndislegur tími til þess að ganga í hjónaband.
Reyndar finnast mér vetrarbrúðkaup dásamlega rómantísk líka, þannig að hvað er ég að tjá mig 🙂
En eins og ég hef áður sagt þá eru forréttindi að taka þátt í þessum stóru dögum með fólki ♥
…veislan var haldin í Rúbín veislusalnum í Öskjuhlíðinni (við hliðina á Keiluhöllinni)…
…að öðrum sölum ólöstuðum, þá er þetta ein fallegasti salur sem ég hef komið inn í. Klettaveggurinn er inni í salnum, og kristalskrónurnar gefa dásamlegan glamúrbrag á móti steinum…
…en þar sem salurinn er svona flottur og glæsilegur…
…þá fannst okkur kjörið að vera bara með látlausar og einfaldar skreytingar…
…keypti þessar snilldar kertaflísar í Ikea – og setti bara kertin þar ofan á, einfallt en fallegt…
…ætlaði að nota flöskurnar sem ég lýsti eftir um daginn fyrir blómin, en þess í stað fann ég þessa litu vasa sem komu æðislega vel út…
…á matarborðinu var upphækkun, og ég fékk bara lánaðan silfurbakka hjá salnum og setti kerti og 3 vasa þar á…
…bakkinn gerði þessa samhluti að einni heild, að skreytingu…
…heima var hins vegar verið að gera allt tilbúið fyrir brúðarvöndinn…
…og það þýddi að vera búin að verka blómin og gefa þeim tækifæri til þess að springa út…
…og hér sést tilbúinn vöndurinn…
…þetta er svona þéttur kúluvöndur, en hann er jafnframt “óreglulegur”, svona “týndur á engi”-fílingur með þessum…
…blómin í honum eru öll ofarlega á vinsældarlistanum mínum. Þannig að ég naut þess virkilega að útbúa vöndinn…
…bouquet rósir, fresíur, bóndarósir, silfur Brunia og svo smá greinar úr garðinum…
…þið getið rétt ímyndað ykkur hvað hann ilmaði dásamlega með bóndarósunum og fresíunum….
…hér sést síðan salurinn þegar búið er að leggja á öll borðin…
…og hversu grófur og flottur klettaveggurinn er, á móti glamúrnum og hreinleika borðanna…
…eruð þið ekki sammála að þetta er svo glæsilegur salur?
…ég var í það minnsta mjög heilluð…
…og stundum er einfalt bara best. Á sumum borðunum vorum við líka með glæra stjaka með venjulegum kertum í…
…hér sést síðan barmblóm brúðgumans. En þau eru nánast svona míni-útgáfa af brúðarvendinum…
…fyrir litla brúðarsveina…
…og fyrir svaramenn…
…ahhhhh ástin!
♥♥♥♥♥
Til þess að skoða fleiri pósta þar sem að brúðkaup koma við sögu, smellið hérna 🙂
Vá, þetta er fallegasti brúðarvöndur sem ég hef séð. Vildi að ég væri að fara að gifta mig núna 🙂
Guðdómlegur vöndur! Vildi ætti eftir að giftast núna 😀
VÁ!! Geggjaðar skreytingar, geggjaður brúðarvöndur og allt blóma og geggjaður salur!! Vá hvað ég vildi að það hefði verið svona síða sem ég hefði getað skoðað þegar ég gifti mig 😉 Þarf greinilega bara að gifta mig aftur :p
Svo fallegt! Og vöndurinn klárlega draumavöndurinn!! 🙂
Rosalega er þetta flottur vöndur hjá þér og salurinn er líka mjög flottur.
Vöndurinn er alveg fullkominn og flott að hafa látlausa skreytingu í þessum sal.
Spegilflísarnar fyrir kertin eru ÆÐI! og blómvöndurinn auðvitað dásamlegur