Bland í poka…

…ef svo má segja!

Ég ákvað að gera dulítið nýtt.  Ég sat í tölvunni og var að skoða Bland og hitt og þetta sem til sölu er þar.  Hitt og þetta sem mig langaði að breyta og skreyta en skortir því miður pláss fyrir.  Bömmer!

Því fannst mér kjörið að deila myndum af þessu góssi hingað inn, og slóðinni, og þið getið þá stokkið til og sjoppað ef það er eitthvað sem þið sjáið, sem er pööööörfektó fyrir ykkur 🙂

Here we go…

Hérna er efri partur af gamalli eldhúsinnréttingu.  Með réttri málningu þá gæti þessi nú orðið sérlega æði fyrir ofan módern innréttingu, eða jafnvel fyrir ofan skenk.  Svo ég tala nú ekki um í sumarbústaðinn, ommnommnomm…

Smella hér!

20140514005537_0

…gömul hurð!  Þessi er svo skemmtileg af því að hún er með eins mynstri að ofan og neðan, það er jafnt.   Það þýðir að þetta væri flottur gafl á rúm, eða t.d. borð – með því að setja hjól undir…

Smella hér!

20140514220643_0

…nokkrir svona og þeir æpa á fallegt meikóver, eða bara fallegan stað!
Dásamlegir…

Smella hér…

20140517084834_0

…hellú stóri,humongous Paul 🙂
Myndarammi?  Rúmgafl með veggfóðri á bakvið?  Láttu hugann reika…

Smella hér…

20140517091311_0

…þessi náttborð eru með svo fallegar línur, og eru frekar tímalaus að mínu mati.

Vantar bara smá ást og rúm að standa við…

Smella hér…

20140518095752_0

…þessi skápur finnst mér ótrúlega spennandi.

Með réttu meikóver-i gæti hann orðið hrein snilld!

Smella hér…

20140517211945_0

…sófaborð – myndin er dökk en leggirnir eru góðir!

Ekki satt, smá máli mál, eða pússi púss og la voila!  Hellú my pretty!

Smella hér…

20140509132124_0

…kommóða!  Gasalega gömul með agalega mikla sál.

Verka hana smá og svo jafnvel láta skína í bláu málninguna í gegn…

Smella hér!

20140516205458_0

Ó þessi!  Þessi fannst mér æðislegur og á frábæru verði!

Væri til í að mála þennan og stilla upp!

Smella hér!

20140515183937_1

Hvernig fílið þið svona?
Eigum við að hafa Bland í poka reglulegt?? 🙂

10 comments for “Bland í poka…

  1. Hjördís Inga
    19.05.2014 at 09:22

    Flottar mublur til að fá nýtt útlit og framhaldslíf hjá flinku fólki

  2. Margrét Helga
    19.05.2014 at 10:37

    Læk á Bland í poka…finnst þetta næstum því vera eins og fjarnám…hvernig á að sjá nýjar mublur í gömlum 103 😉

  3. María
    19.05.2014 at 11:12

    Þetta finnst mér mjög sniðugur dagskráliður hjá þér og þú mátt alveg hafa svona aftur.

  4. Guðríður
    19.05.2014 at 11:57

    Bland í poka rokkar 😉 þú ert bara svo mikill snillingur að finna upp á einhverju nýju.

    áfram þú!

  5. Sigurborg
    19.05.2014 at 16:30

    Er að fíla bland í poka 🙂

  6. 19.05.2014 at 20:31

    Þú ert nú meiri snillingurinn, frábær og skemmtileg hugmynd!

  7. Svala
    19.05.2014 at 20:55

    Mjög sniðugt 🙂

  8. Helga Björg
    20.05.2014 at 08:04

    Æði. Hvað myndir þú gera við náttborðið? Á nefnilega svona og væri alveg til í að flikka eitthvað upp á þau 🙂

  9. Þorbjörg Karlsdóttir
    20.05.2014 at 16:15

    Segi eins og þú hef ekkert pláss fyrir meira varla smádót en sá margt sem ég hefði áhuga á t.d efri skápana í eldhús þessa gömlu og stólana, hurðina með glerinu. já og svo margt. Mæli með blandi í poka reglulega

  10. Sigrún Alda
    23.05.2014 at 00:24

    Endilega meira af bland í poka 😀

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *