…hér kemur saga, af þremur litum stólum.
Eins og sést á þessari mynd þá þarf ekki stórann bíl, heldur bara hugvit við innröðun 😉
…en stólarnir sjálfir voru gordjöss. Þeir uppfylltu allar þær kröfur sem ég gerði til þeirra:
* voru svona “interesting” efst
* krossinn í bakið var pjúra bónus
* Setan var þannig að ég gat sjálf sett efni utan um hana
…sérstakur bónus: voru það vel farnir að það þurfti ekki að gera neitt við þá, svona smíðalega séð, en það illa farnir að ég var ekki með samviskubit yfir að spreyja þá…
…sem ég og gerði 🙂
…til þess að sjá videó af spreyjun: smellið hér…
…til þess að spreyja stólinn þá notaði ég þetta sprey. Sko, hvernig á ég að lýsa þessu fyrir ykkur!
Munurinn á að nota þetta og venjulega spreyjin er mjöööööög mikill. Í stað þess að fara margar umferðir fram og til baka, þá þarf í raun bara að fara einu sinni yfir – zzzzzzzoooooom. Þetta er svona úber-súper-dúper-sprey. Ég myndi bara nota á húsgögn og stóra fleti, en ekki á smærri hluti…
…og þetta er stærri brúsi en þessi venjulegi. Ég spreyjaði tvö stóla og það er enn í brúsanum.
Þessir brúsar eru frá Litalandi í Borgartúni…
…þarna var ég bara búin að spreyja einn stól, og engar sessur í – og svo var verið að máta…
…svo flottir í bakið…
…stóllinn með hvítu sessunni er gamall, kemur frá langömmu mannsins, og hann yrði aldrei spreyjaður eða málaður (sko stóllinn, eiginmaðurinn verður kannski spreyjaður). Við viljum að hann fái að njóta sín eins og hann er (sko stóllinn), og við eigum tvo (stóla, ekki eiginmenn) 🙂
…sem sé – 3 svona, og svo tveir gamlir.
Þá erum við komin með 5 stóla, sem eru svona samstæðir ósamstæðir.
Svo er bara að halda áfram að safna, eða hvað?
…sjáið til – að langa að vera með svona mismunandi stóla er eitt…
…en svo að sjá þá svoleiðis er aðeins öðruvísi.
Mér finnast ti.d. þessir tveir mjög flottir saman…
…en þegar að barnastólarnir bætast við þá er ég ekki alveg sannfærð…
…kannski þarf maður bara að venjast þessu!
Hvað finnst ykkur?
…en ég veit það – að hvort sem ég nota stólana við eldhúsborðið eða ekki. Þá er ég alveg fallin fyrir þeim 🙂
…mér finnst þeir svo fallegir!
…þetta er síðan áklæðið sem ég ætla að panta á þá, svona á næstunni…
…en í bili þá setti ég efnið frá Ikea, sem ég er alveg með á heilanum þessa dagana.
Mér finnst það æðislegt!!!
Það er metravara í þessu, síðan er svona vaxdúkur, borðdúkur, bakki og sérvéttur.
Mér finnst þetta geggjað fallegt ♥
…og á meðan stólarnir eru heimilislausir, þá fá þeir t.d. að dvelja hérna…
…myndin er aðeins gulari en þetta á að vera, svona út af sólinni sem skein inn…
…en hvað segið þið um þetta allt saman?
…hvern stól fékk ég bara á 1000 kr og efnið, sem er nægur afgangur af, kostaði um 1500kr.
Það þýðir 3 stólar fyrir 4500kr…
…er það ekki bara vel af sér vikið?
…stólarnir mínir ♥
…hvernig fílið þið þetta allt saman?
Svarta litinn?
Stólana?
Mismunandi stóla við borð?
Áklæðin?
Hlakka til að heyra frá ykkur!
Þykir vænt um það ef þið hendið á mig kommenti, eða bara like ef þið viljið ekki skrifa ♥
Þetta er bara algjör snild og dásemd og stólarnir eru æði og flott að hafa svona mismunandi þú ert bara snillingur sem endalaust gaman er að fylgjast með
Hrikalega flottir.
Stólarnir eru í einu orði sagt GEGGJAÐIR! Og mér finnst gaman að hafa svona ósamstætt við borðið.
Kveðja, Þorbjörg
Flott hjá þér alltaf gaman að skoða hvað þú ert að gera, stólarnir koma vel út bæði efni og litun
geggjað…. bara gaman að hafa allt í bland
Stólarnir æði…spreyja bara barnstóla svarta og þá er þetta komið 🙂
stólarnir er gordjöss, þú ert snilli að sjá fjársjóð í annars manns drasli 😉
Vá! Ekkert smá flottir stólar og þeir verða geggjaðir með script-áklæðinu á! Varðandi barnastólana…hvernig væri bara að mála þá líka…kannski brúna eða einhvernveginn viðarlitaða…? Eða er það kannski einum of mikið vesen?
Held að það yrði þá að vera spreyjað og í einhverjum lit, eða svörtum 🙂
En ég bara tími því ekki, finnst þessir hvítu svo fallegir!
Glæsilegt ! Finnst mjög töff að hafa svona ósamstæða stóla. Datt einmitt í hug hvort það væri ekki bara málið að mála (hoho) barnastólana líka ? 🙂
Mjög líklega 😉
Stólarnir eru geggjaðir….. Persónulega held ég að ef barnastólarnir væru í sama lit og hinir (svartir) yrði þetta enn flottara og allt “talaði” saman… ENN megaflott!!
Hellúúúúú darling …. stólarnir eru snilldin ein. En nú hef ég áhyggjur … hvað ætlar þú að gera við *gömlu* leðurstólana ? Ætlar þú kannski að breyta þeim í hillur ? eða aukaherbergi ? Ég meina … ég veit aldrei hvað þér dettur í hug að gera næst 😉
Keep up the good work my dear …. sakna þess að sjá ekki karamellur í skál hjá þér … knúz Edda
Ég var að spá í að breyta gömlu stólunum í kanó og sigla til útlanda 🙂
Það er nóg til af karamellunum, nærð mér sko ekki mellulausri! 😉 hohoho
Mjög flott hjá þér, stólarnir eiga svo sannarlega heima við borðið.
Frábærin stólarnir plús áklæði, Þú gafst mér frábæra hugmynd þarna. Alltaf mjög gaman að skoða síðuna þína. Bestu kveðjur
Gott að heyra 😀 og takk fyrir!
Flott hjá þér kona,,,hvaða verslun er þetta DIY…
DIY = Do It Yourself, eða Gerðu það sjálf/ur, þetta er svona slangur sem ég slæ um, afsakið 😉
Stólarnir eru æði, langar í þá 😉
Æðislegir stólar hjá þér vá 🙂
Mér vantar einmitt svo nýja eldhús/borðstofu stóla, er með svona svipaða og þú varst með, svona stóra og mikla og langar svo að breyta til. Eru oft stólar til í GóðaHirðinum?
Elska síðuna þína, kíki á hverjum degi og verð alltaf uppfull af hugmyndum á eftir.
🙂
Takk fyrir Karitas, það eru alls konar stólar til, en eins mismunandi og þeir eru margir. Maður þarf bara að vera vakandi!
Takk kærlega fyrir hrósið 🙂
ooo dugleg ertu kona !
megaflott spurning að breyta bara uppröðinni setja stóla með exinu ekki saman 🙂 þeas ekki hafa þá hlið við hlið 🙂 EF þú tímir ekki að spreyja annan lit á þessa litlu 🙂
hlakka til að sjá meira brainstorm frá þér og allt helst DIY 😉
kv AS
Nei, hættu nú alveg, þvílíkt fallegir stólar sem verða enn fallegri eftir yfirhalningu! Æðislegir!
Flottir stólar. Grunnaðir þú stólana áður en þú spreyjaðir þá?
Rosa kemur þetta vel út hjá þér, ef þú ert ekki sátt við hvernig þetta allt passar saman ertu búin að prufa að setja ömmustólana (brúnu) á milli hinna? Annars truflar þetta kombó hjá þér mig akkúrat ekki neitt, bara sjarmerandi ólíkt og ekki eins og pantað úr tímariti 🙂 Alltaf gaman að sjá hvað þú dregur fram úr erminni kona góð, stendur þig með stakri prýði 🙂
ég segi að spreyja barnastólana svarta eins og “nýju” stólana. Stólarnir úr fjölskyldunni ættu að vera á endunum og standa sér, en blanda svona dökkum stólum saman á hliðinum.
kv. Kristín S
Æðislegir stólarnir og passa vel þarna inn hjá þér!
alltaf jafn gaman að kíkja hingað inn og sjá það sem þú gerir, hefur gefið mér ótrúlegan innblástur í allt! klárlega besta blogg sem ég les 🙂
Langar samt að spurja þig.. ég er að vandræðast með borðstofustólana mína.
Er hægt að hafa samband við þig í pósti til að fá hjálp frá þér 😉 ?
Takk fyrir þetta – en yndislegt að heyra 🙂
Þér er velkomið að senda mér póst: soffiadogg@yahoo.con og svo er alltaf hægt að senda skilaboð á Facebook.
Kær kveðja
Soffia
Þeir eru geðveikt flottir hjá þér!! Fylgdu sessurnar með sem þú settir efnið á? og hvar pantarðu script áklæðið?
Æðislegt hjá þér. Flott að hafa þá ósamstæða. Spurning að spreyta barstólana í svörtu ef þú ert ekki að fíla þá með. Ég á stóran borðstofuskáp með gleri og brass lömum, og skenk líka, væri hægt að nota þetta sprey sem þú ert með á svo stóra fleti. Er ekkert pússað undir hjá þér.
Takktakk!
Ég er alveg að fíla stólana í hvítu með, svona enn sem komið er – en hvur veit hvað gerist 🙂
Ef þú ert með stóran borðstofuskáp þá er eflaust betra að mála/lakka hann. Spurning um að taka hurð eða skúffu með þér niður í Slippfélag í Borgartúni og fá ráð hjá honum Garðari.
Ég pússaði ekki stólana áður en ég spreyjaði, er svo hvatvís!
Kær kveðja
Soffia
Lakkaðiru eitthvað yfir stólana eftir að þú spreyjaðir þá? Er spreyið alveg að halda sér?
Ég hef ekkert lakkað yfir, hef bara leyft þeim að “eldast” aðeins með tímanum. Það koma kannski smá “blettir” en ekkert sem fer í taugarnar á mér 🙂
Æðislega fallegir stólarnir svona málaðir. Er nefnilega með svo til nákvæmlega eins stóla eins og þessir og er búin að vera að að þvælast fram og til baka með hvort ég ætti að mála þá. 😉 Nú er ég alveg orðin sannfærð um að spreyið er málið! 🙂
Bestu þakkir fyrir allt (frá einum af þessum “þöglu” aðdáendum þínum sem heyrist aldrei í en erum alltaf að fylgjast með 🙂 )
Gaman að heyra Ásta 🙂 Þessir stólar eru náttúrulega bara æðislegir, þannig að það verður gaman að sjá þá málaða/spreyjaða hjá þér!
Flott! barnastólarmir gætu verið flottir í lit, ekki svartir eða brúnir samt